Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.1989, Side 6

Víkurfréttir - 23.02.1989, Side 6
VIIKUK 6 Fimmtudagur 23. febrúar 1989 SALA OG ÞJÓNUSTA Sölu- og þjónustumaður frá DNG verður staddur í Keflavík, mánu- daginn 27. febrúar kl. 14-17 í RAFIÐN. Kl. 20-22 býður DNG sjómönnum á Suðurnesjum í kaffi á Hótel Kristínu. ALLIR VELKOMNIR Háseti Háseta vantar á 15 tonna netabát, sem rær frá Suðurnesjum. Uppl. í síma 37558. Stýrimann, matsvein og háseta vantar á m/b Akurey KE 121, sem er að hefja netaveiðar. Upplýsingar um borð í bátnum sem liggur í Njarðvíkurhöfn og í síma 91-41278 á kvöldin. Iðnaðarhúsnæði til leigu Til leigu 170 fermetra iðnaðarhúsnæði við Iðavelli. Upplýsingar gefur Páll í síma 91- 54355 á daginn og 91-52047 á kvöldin, og Gestur í síma 13537. Þ.J.-KVINTETTINN sem undanfarnar helgar hefur troðið upp á F'lug I lóteli, og er skip- uð ungu tónlistarfólki úr Keflavík og Njarðvík. Kvintettinn skipa f.v.: Helgi Víkingsson, Magnea Rán Guðlaugsdóttir, Þröstur Jó- hannesson, Helga AndrésdóttirogSverrirÁsmundsson. Ljósm.:pkei. Hluti Léttsveitar l'ónlistarskólans á ænngu nýverið. Ljósm.: pkci. Tónlistarskólinn í Keflavík: Létt sveifla í Félags- bíói n.k. laugardag Tvær léttsveitir (big Á laugardaginn kemur, þ. 25. febrúar, verða tónleikar haldnir í Félagsbíói kl. 17.00 og munu þar koma fram 2 létt- sveitir eða „Big bands“ eins og slíkar hljómsveitir heita á ensku. Hljómsveitirnar koma frá tónlistarskólunum í Kefla- vík og á Akranesi og á efnis- skrá eru fjölmörg þekkt lög, sem flokkast undir dægur- og jasstónlist. Gestirnir frá Akranesi hafa leikið saman í tæp 2 ár og er hljómsveitin að mestu leyti skipuð tónlistarnemendum og kennurum af Vesturlandi. Stjórnandi er Mike Jaques, enskur tónlistarkennari, sem nú starfar í Olafsvík. bands) koma fram Léttsveit Tónlistarskólans í Keflavík var stofnuð í haust og hefur því aðeins leikið saman í nokkra mánuði. Hún kom fyrst fram á jólatónleikum skólans í Keflavíkurkirkju í desember síðastliðnum og ný- lega kom hún fram í sjón- varpsþættinum „Á tali hjá Hemma Gunn“. Hljómsveitin hefur þegar skipað sér sess í bæjarlífinu og mun hún leika við ýmis tækifæri nú með vor- inu. Stjórnandi er Karen Stur- laugsson, kennari við Tónlist- arskólann í Keflavík. Tónleikarnir hefjast eins og áður segir kl. 17.00 og verða aðgöngumiðar seldir við inn- ganginn á kr. 300. Karen Sturlnugsson, kennari við Tónlistarskólann í Keflavík, stjórnar Létt- sveitinni. ______________ Ljósm.: pket. Ný hljómsveit: Þ.J.-kvintettinn Þ.J. kvintett er nafn á nýrri hljómsveit, sem skipuð er ungu tónlistarfólki úr Keflavík og Njarðvík. Hljómsveitin hefur undan- farnar helgar troðið upp í Flug Hóteli við góðar undir- tektir. Forsprakki sveitarinnar er Þröstur Jóhannesson sem var einn af höfuðpaurum OFRIS og sagði hann í sam- tali við blaðið að Þ.J. kvint- ettinn væri nokkurs konar afsprengi úr Ofris. I nýju sveitinni eru auk Þrastar, sem sjálfur syngur og leikur á gítar, Magnea Rán Guð- laugsdóttir, saxafónn, Helga Andrésdóttir, fiðla, Helgi Víkingsson, trommur, Sverrir Ásmundsson, kontrabassi og Davíð Olafs- son sem leikur á trompet. Þ.J. kvintettinn leggur áherslu á flutning eigin laga en grípur þó í önnur vinsæl lög. „Þetta er svona blúsuð stemning í rólegri kantinum, notaleg ti! hlustunar yfir bjórglasi,“ sagði Þröstur en vildi þó ekki beint segja að sveitin væri „markaðssett" fyrir komandi bjórstofur á svæðinu. jUUU 1 Fatafella á herra- kvöldi Handknattleiksráð Kefla- víkur mun standa fyrir hcrrakvöldi á Glóðinni föstudagskvöldið 24. febrú- ar n.k. og hefst það kl. 19:30. Þetta kvöld ætla að koma sannir, eldri og yngri hand- knattleiksmenn úr Keflavík ásamt góðuni vinum og skemmta sér eina kvöld- stund } góðum félagsskap. Ýmsir góðir gestir verða þetta kvöld og til að ntynda kemur frá Danmörku dönsk fatafella og sýnir listir sínar. Borðhald hefst kl. 19:30 og lýkur herrakvöldinu fornt- lega kl. 23:30, en þá hefst al- mennur dansleikur sem stendur til 03:00. Þeir sem hafa áhuga á því að mæta hafi samband við Malla í síma 15258 eða Ragnar í síma 12600. Miða- verð á herrakvöldið er 2000 krónur. Fyrsta söluferð Aðalvíkur: 40 tonn fóru í gúanó Um Qörutíu tonn af afla togarans Aðalvíkur voru ekki söluhæf á ntarkaði í Þýska- landi á dögunum. Fór þessi afli þvi i gúanó. Að sögn Ingólfs Falssonar, framkvæmdastjóra Hrað- frystihúss Keflavíkur, er ástæðan sú að þar sem togar- inn er kæliskip hafi komið þarna upp byrjunarörðugleik- ar sem algengir eru á slíkum skipum. Hefði því orðið of mikil kæling í lestinni með þeini af- leiðingum að ísinn bráðnaði ekki og því fór svona í þetta skiptið. Er vitað um að slíkir erfiðleikar hafi koinið upp á ýmsum öðrum kæliskipum er nýjar áhafnir koma um borð. Sigurborg KE seld til Eyja Útgerðarfyrirtækið Sigur- borg hf. í Keflavík hefur selt Sigurborgu KE til Vest- mannaeyja, að sögn eins eig- enda Sigurborgar hf„ Ingi- mundar Sigfússonar. Er það Sæhamar hf. í Vest- mannaeyjum, sem fimm út- gerðir í Eyjum standa að, sem kaupir skipið, en það mælist rúmlega 200 tonn. Sigurborg hf. seldi einnig nú á dögunum Hvalsnesið, til Brynjólfs í Njarðvík, en áfram munu þeir eiga hinn fræga snurvoðarbát Baldur. Mun áhöfn Sigurborgar KE verða áfram á skipinu, a.m.k. um stundarsakir, undir skipstjórn Ómars Ein- arssonar.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.