Víkurfréttir - 23.02.1989, Page 12
12 Fimmtudagur 23. febrúar 1989
TIL SÖLU
MITSUBISHI SAPPARO ÁRG. ’88, ekinn
6700 km. Verð kr. 1350 þús.
Skipti möguleg á nýlegum ódýrari bíl.
MITSUBISHI
Upplýs. gefur Benni í síma 985-25360
á daginn og 92-27271 á kvöldin.
Ráðstefna haldin á Flug Hóteli,
Keflavík, laugard. 25.02. 1989
Keflavíkurflugvöllur
í alþjóðaleið!
Gefur það möguleika
til atvinnuuppbyggingar?
D A G S K R Á
1. 13.30 Avarp. Guðjón Guðinundsson frkvstj. SSS.
2. 13.40 Efnahagsbandalagið. Hver verður staðan
gagnvart Evrópubandalaginu í framtíðinni?
Olafur Davíðsson frkvstj. Félags ísl.
iðnrekenda.
3. 13.55 Fríiðnaðarsvæði. Gerð grein tyrir útkominni
skýrslu um fríiðnaðarsvæði. Björn Olafsson
hagfr. Byggðastofnun.
4. 14.10 Stefna stjórnvalda varðandi þátttöku erlendra
aðila í atvinnulífinu. Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra.
5. 14.25 Er þörf á samstarfi sveitarfélaga hvað varðar
atvinnuuppbygg. á flugvallarsvæðinu?
Guðfinnur Sigurvinsson bæjarstjóri í Keflavík.
6. 14.40 Hlé - veitingar.
7. 15.05 Þróun í flutningatækni. Fulltrúi frá Samson
transport DK.
8. 15.20 Útflutningur til Asíu. Nauðsynlegar markaðs-
aðgerðir. Ingjaldur Hannibalsson frkvstj.
útflutningsráðs.
9. 15.35 Fiskútflutningur frá Keflavíkurflugvelli.
Magnús Magnússon sölustj. SH.
10. 16.50 Panelumræður. Fyrir svörum sitja: Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra,
Björn Theodórsson Flugleiðum, Hallgrímur
Jónasson Flugfax, Karl Steinar Guðnason
alþingismaður, Magnús Magnússon Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna, Olafur Davíðsson
Félagi ísl. iðnrekenda, Ingjaldur Hannibalsson
útflutningsráði, Jóhann Einvarðsson alþingis-
maður.
11. 17.30 Ráðstefnulok.
Káðstefnustjóri verður Jón Egill Unndórsson.
Þátttökugjald er kr. 500.
\4tiUit
Fylgst með tímanum
Þegar allt var orðið klárt til þess að draga Eyrúmi AR áflot frá Keflavíkurslipp íblíðviðrinu síðasta
föstudag og ekkert vantaði nema flóðið, þá var lítið annað hægt að gera en að slappa af
Hann Ingimundur Guðnason hjá Brunavörnum Suðurnesja var með dæluna tilbúna um borð í Ey-
rúnu, ef eitthvað skyldi út af bera, en hún var tilbúin á sínum stað ogþvíekki annað að gera en aðfylgj-
ast með tímanum... Ljósm.: hbb
Kvörtunarbréf
úr Kvíguvogum
Margir íbúar í Vatnsleysu-
strandarhreppi hafa að und-
anförnu sett sig í samband
við gub. og kvartað undan
ýmsu sem þeim þykir að-
finnsluvert.
Slakur snjómokstur
Mörgum Vogamönnum
þykir snjómokstur í byggð-
arlaginu hafa verið heldur
slakur svo vægt sé til orða
tekið. Þykir mönnum of lítið
hafa verið mokað og með
ómögulegu tæki. En það hef-
ur verið verktakafyrirtækið
Lyngholt s/f sem hefur mok-
að göturnar. Ekki er þó við
fyrirtækið að sakast því að
sjálfsögðu stjórna ráðamenn
hreppsins mokstrinum.
...og síma- og
rafmagnsmál
Ekki fækkar þeim sem
kvarta undan símamálum í
hreppnum. Bæði er djöful-
legt að hringja úr hreppnum
og annarstaðar frá í hrepp-
inn.
Af öllum þessum raf-
magnsleysis-sveitarfélögum,
sem hér eru á Suðurnesjum,
er þó eitt sínu rafmagnslaus-
ast og er það hér í Vatns-
leysustrandarhreppi og hafa
rafmagnsmál hér ekki verið
með verra móti frá því raf-
magnssögur hófust.
Kenna raffróðir menn um
laxeldisstöð Lindarlax við
Vatnsleysu og segja að hún
sjúgi til sín orku all freklega
og nauðgi því dapra rafkerfi
sem fyrir er í sveitinni.
Bifreiðastraumur
Gamlir Strandaringar
glottu í kampinn dag einn í
síðustu viku þegar upphófst
mikill bifreiðastraumur um
gamla Keflavíkurveginn sem
liggur um byggðina á Vatns-
Ieysuströnd. Þetta var þann
dag sem áttabílaáreksturinn
átti sér stað í kófinu uppá
Reykjanesbraut.
Astæðan fyrir fyrrnefndu
glotti var sú að þegar
Reykjanesbrautin var lögð
hér í „den“ þá bentu spakir
menn, sem bjuggu niður á
Strönd, á þá staðreynd að
þarna uppi í heiðinni væru
veðravíti og andskotans
snjóakistur.
Verkfræðilærðir blýants-
nagarar og ólærðir, misvitrir
pólitíkusar tóku ekki mark á
kotbændum og grásleppu-
körlum af henni Vatnsleysu-
strönd og færðu veginn frá
byggðinni og uppí heiði.
Daginn sem áttabíla-
áreksturinn varð, var mikill
skafrenningur á Reykjanes-
brautinni en niðrá Strönd
var orðið snjólaust af lausa-
mjöll í norðangarranum
fyrir löngu og komið logn
um miðjan dag svo ekki
bærðist hár á hundsrassi.
gub.
Aðalfundur Norræna
félagsins
Keflavíkurdeild Norræna
félagssins heldur aðalfund
sinn laugardaginn 25. febrúar
n.k. í Fiug Hóteli kl. 14:00. Á
dagskrá verða venjuleg aðal-
fundarstörf. Auk þess mun
Jónína Guðmundsdóttir,
kennari, skýra frá reynslu
sinni af kennaraskiptum milli
Norðurlandanna, en hún tók
þátt í slíkri kennaraviku í
Hjörring í Danmörku í októ-
ber s.l.
Talsverð starfsemi hefur
verið hjá Norræna félaginu
undanfarin ár og má þar t.d.
nefna vinabæjamót hér í
Keflavík á s.l. sumri. Vinabæ-
ir Keflavíkur á hinunt Norður-
löndunum eru Hjörring í Dan-
mörku, Kerava i Finnlandi,
Kristiansand í Noregi og
Trollháttan í Svíþjóð. Þá hefur
félagið einnig tekið virkan þátt
í NORDJOBB. Á milli 10 og
20 ungmenni úr Keflavík og
Njarðvík hafa farið i sumar-
vinnu á hinum Norðurlöndun-
um á vegum NORDJOBB og
álíka margir komið hingað.
Norræna félagið hefur séð um
að útvega þessu unga fólki at-
vinnu og húsnæði.
Norræna félagið í Keflavík
spannar öll Suðurnes að
Grindavík undanskilinpi og
telur yfir 230 félaga.
Félagsmenn eru hvattir til
að fjölmenna á aðalfundinn,
svo og aðrir sem áhuga hafa á
Norrænni samvinnu.
Stjórnin