Víkurfréttir - 23.02.1989, Síða 15
\IÍKUK
4*aa*
Fjölmenni var á fundinum með heilbrigðisráðherra.
Lionsklúbbur Sandgerðis:
Heilbrigðisráðherra í heimsókn
A fund Lionsmanna í Sand-
gerði bar góðan gest að garði
er Guðmundur Bjarnason,
heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra, kom í heim-
sókn. Flutti Guðmundurmjög
greinargott erindi um heil-
brigðis- og tryggingamál, auk
þess að fara í gegnum fjárlög
ráðuneyta sinna. Erindi Guð-
mundar var mjög áhugavert
og spunnust af því góðar og
málefnalegar umræður er
stóðu fram eftir kvöldi. I
fundarlok færði Jónas Gests-
son, formaður Lionsklúbbs
Sandgerðis, Guðmundi fána
klúbbsins og þakkaði honum
fyrir komuna.
Formaður Lionsklúbbs Sandgerðis, Jónas Gestsson, aflienti
Guðmundi Bjarnasyni fána klúbbsins i þakklætisskyni.
Börnin og við:
Andlegar breytingar tengdar
meðgöngu og fæðingu
Markmið okkar hjá félaginu
Börtiin og við er fyrst og fremst
áhugafélag um brjóstagjöf og
að veita aðstoð þeim foreldr-
um er þess óska. Einnig hefur
áhugi okkar á barninu og upp-
eldi þess stór ítök í okkur og
höfum við fengið til liðs við
okkur ýmsa fyrirlesara til að
gefa okkur góð ráð og auka
þekkingu okkar á þessum mál-
um. Hefur þetta mælst vel fyrir
og áhugi fólks verið mikill.
Við fengum fyrir jólin Önnu
Helgadóttur, kvensjúkdóma-
lækni, og fjallaði hún um fóst-
urlát. Var rabbað yfir kaffi og
kökum og svaraði hún spurn-
ingum gestanna. Var þetta
mjög áhugaverður fundur og
fór maður heim margs vísari.
I desember fengum við Inga
Gunnlaugsson tannlækni til
að minna okkur á að bursta
tennurnar í börnunum og fjall-
aði hann almennt um tann-
hirðu barna og sykurneyslu.
Á mánudaginn ætlar Sól-
veig Þórðardóttir Ijósmóðir að
koma og fjalla um andlegar
breytingar foreldra tengt með-
göngu og fæðingu og mun hún
koma inn á þátt beggja for-
eldranna í þessu mikilvæga
hlutverki. Hvetjum við alla til
að koma og hlusta á skemmti-
legt umræðuefni og fá sér kaffi
og kökur. Fundurinn hefst kl.
9:00 í Myllubakkaskóla. Vilj-
um við svo að endingu minna á
mánaðarlegu rabbfundina
fyrsta mánudag í hverjum
mánuði i anddyri heilsugæslu-
stöðvarinnar (í Keflavík) og
munum við taka upp létt rabb
um eitthvað ákveðið málefni.
Stjórnin
Fimmtudagur 23. febrúar 1989 15
Helgi Eiríksson, Hjálmar Árnason og Ásgerður Búadóttir við
listaverkið Geisladagar. Ljósm.: hbb
Geisladagar í Fjölbraut
Nýtt vefnaðarlistaverk,
Geisladagar, eftir Ásgerði
Búadóttur var formlega af-
hent Fjölbrautaskóla Suður-
nesja á mánudaginn að við-
stöddum listamanninum,
skólameistara, kennurum og
nemendum FS.
Helgi Eiríksson, sem á
sæti í listskreytinganefnd
kennara Fjölbrautaskólans,
lýsti forsögu þess að ákveðið
var að kaupa listaverkið og
listamaðurinn Ásgerður
Búadóttir lýsti verkinu, sem
er úr íslenskri ull. Þá tók
skólameistari, Hjálmar
Árnason, formlega á móti
verkinu, sem er kostað af
Listskreytingasjóð ríkisins.
Næturvörður
Flug Hótel óskar að ráða nætur-
vörð. Þarf að geta hafið störf sem
fyrst.
Umsóknareyðublöð
liggja frammi
á staðnum.
A I R P o R T
Hafnargötu 57
Keflavík
Iðnaðarmenn athugið
TIL SÖLU
Loftpressa 300 L.Universale 300-40
v.l.Fasa 70 m slanga, plötu byssa, sprautu-
kanna. Hjólsög 1040 V. Fræsari 400 V.
Bandfræsari (pússari) Höggborvél stór.
Stingsög 400V. Einnig til sölu á sama stað
stjörnukíkir með fylgihlutum sem gefur
möguleika að nota myndavél til að taka
myndir í gegnum hann. Upplýsingar í síma
14823 eftir kl. 18.00.
Bíleigendur
athugið
ALTERNATORAR
STARTARAR
ÞOKULJÓS
OG MARGT
FLEIRA I BILINN
RAFBUÐ R.O.
Hafnargötu 52 - Sími 13337