Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.1989, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 23.02.1989, Qupperneq 18
\)iKun 18 Fimmtudagur 23. febrúar 1989 | ftitiU B-lið UIVBFN tapaði Draumur margra Njarðvík- inga um að tvö lið þeirra yrðu í úrslitum bikarkeppni KKI ræt- ist að öllum líkindum ekki. UMFN tapaði fyrir ÍR í 4ra liða úrslitum í Njarðvík sl. mánudag, 71:87. Seinni leikur liðanna verður í kvöld í Seljaskóla. A sama tíma leika lið KR og UMFN-A í Njarðvik sinn seinni leik. Stjörnuleikurinn í Keflavík á sunnudag Stjörnuleikurinn í körfu- bolta, sem vera átti fyrir tæp- um tveimur vikum, verður á sunnudag í íþróttahúsi Keflavíkur og hefst kl. 19.15. Njarðvík- ingar að slaka á? Njarðvíkingar máttu þola tap fyrir Valsmönnum á Hlíðarenda í Flugleiðadeild- inni á sunnudagskvöldið, 75:90, og voru einnig undir í leikhléi, 40:47. Það var fyrrum Keflvík- ingur í liði Vals, Hreinn Þor- kelsson, sem varprímusmót- or Valsmanna. Hreinn skor- aði 31 stig og var óstöðvandi. Hittni Njarðvíkinga var með eindæmum léleg að þessu sinni og var helsti orsaka- valdurinn að þessu stóra tapi. Stigahæstur Njarðvík- inga var Helgi Rafnsson með 18 stig. Mile þjálfar UMFN MILE, hinn júgóslavneski íþrótlakennari og knattspyrnu- þjálfari, hefur tekið við þjálfun Njarðvíkurliðsins í knattspyrnu sem féll i 4. deild í fyrra. M ile hef- ur scm kunnugt er þjálfað UMFN þrívegis áður með ágætum ár- angri. Firmakeppni ÍBK Það verður mikið sparkað og hlaupið i íþróttahúsi Keflavíkur um helgina en þá fer fram firma- keppni knattspyrnuráðs. Leikið verður eftir nýju reglunum, með Ijóra útileikmenn og markvörð. Hvert lið má síðan nota 3 vara- mcnn. Góð frammistaða ÍBK og UMFG 1. deildarlið ÍBKog 3. deildar- lið UMFG stóðu sig vel á íslands- mótinu í innanhússknattspyrnu. Bæði liðin komust i 8 liða úrslit en þá tapaði ÍBK fyrir Þrótti, 2:3, eftir framlengingu og UMFG fyrir Fylki, 2:3, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sek- úndum framlcngingar. í undanrásum sigruðu Keflvík- ingar m.a. Framara, sem skört- uðu Ragnari Margeirssyni og Grindvíkingar gerðu jafntefli við Fram og sigruðu ÍBK siðan 1:0. Flugleiðadeildin í körfu: Stórleikur Axels og Sigurðar „Haukarnir áttu ekkert svar við góðri vörn hjá okk- ur. Annað sem tókst mjög vel var skorun inní teig, þar sem Siggi og Axel voru í miklum ham,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leik- maður ÍBK, eftir góðan sig- ur liðsins á Haukum í Kella- vík á sunnudagskvöldið, 97:86. í hálfleik var ÍBK yfir, 54:44. Já, endurkoma Axels hef- ur virkað vel á Keflvíkinga. Hann skoraði 26 stig og sýndi garnla, góða takta í sókninni. Sigurður Ingi- mundarson var einnig óstöðvandi, skoraði alls 31 stig og átti einn sinn besta leik í vetur. Ásamt þeim tveimur var Guðjón Skúla- son atkvæðamikill og eins Jón Kr., þó hann hafi ekki skorað rnikið, en hann lagði áhcrslu á að mata lelaga sína inní teig. Leikurinn var aldrei veru- lega spennandi, Keflvíking- ar voru cinfaldlega sterkari. Síðustu leikir Hauka eru skylduverk, þvi þeir eiga enga möguleika á að komast í úrslitakeppnina. A\el er komimi al'tur og munar um minna hjá IBK, enda grimmdin og haráttan í fyrirrúmi hjá jöxlunum einsogsjá má hér, þarsemhanniiskr- ar á I lelga Rafnsson. Knattborðsstofa Suðurnesja í rífandi gangi I síðasta tölublaði var sagt frá lokun Knattborðsstofu Keflavíkur, samkvæmt til- kynningu í Lögbirtingablað- inu. Nokkurs misskilnings virðist hafa gætt hjá mörgum urn að Knattborðsstofa Suð- urnesja, sem staðsett er við Grófina 8 í Keflavík, væri hætt starfsemi, en svo er langt í frá að vera. Málið er að fyrir þremur árum voru tveir eigendur að Knatt- borðsstofu Keflavíkur og annar þeirra var Börkur Birgisson, sem síðar stofnaði einn Knattborðsstofu Suður- nesja, og lagði um leið fyrr- nefnda nafnið niður. Kvennakarfa: Naumur sigur ÍBK á UMFN Litlu munaði að Njarðvík- ingum tækist að stela sigrin- um frá nágrönnum sínum úr Keflavík, er liðin áttust við í 1. deild kvenna á sunnudags- kvöldið í Keflavík. Lokatöl- ur urðu 49:47 fyrir ÍBK. Keflavíkurstúlkurnar byrjuðu vel, komust í 8:0 og höfðu 31:20 yfir í leikhléi. Þegar staðan var 42:30 í byrj- un síðari hálfleiks meiddist styrkasta stoð Keflavíkur- liðsins, Anna María Sveins- dóttir, og þurfti að fara af leikvelli. Njarðvíkurstúlk- urnar notfærðu sér þetta, minnkuðu muninn óðfluga og skoruðu 17 stig á móti 7 á lokakaflanum en nær kom- ust þær ekki. IBK hékk á sigrinum og þarf því aðeins sigur í tveimur leikjum í við- bót til að tryggja sér Islands- meistaratitilinn annað árið í röð. Margrét Sturlaugsdóttir ÍBK. skor- aði 11 stig gegn UMFN. Björg Hafsteinsdóttir og Margrét Sturlaugsdóttir voru atkvæðamestar Kefl- víkinga með 13 og 11 stigog þær Helga Friðriksdóttir og Harpa Magnúsdóttir með 15 og 13 stig. UMFN með annan fótinn í bikarúrslitin Njarðvíkingar sigruðu KR í fyrri leik liðanna í 4ra liða úrslitum bikarkeppni KKÍ á þriðjudagskvöldið í Selja- skóla, 93:70, eftir að hafa verið undir í leikhlé 42:44. í síðari hállleik fóru bikar- meistararnir i gang með Kristin Einarsson í l'arar- broddi sem besta mann og hreinlega ylirspiluðu KR- inga. Njarðvík mætir KR í íþróttahúsi Njarðvíkur í kvöld. Það var sko allt í lagi hjá Kristni Finars gegn KR, enda skoraði liann 23 stig. ÍBK þarf einn leik ÍBK þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sérelsta sætið í B-riðli Flugleiðadeild- arinnar, eftir sigur á Tinda- stóli á Sauðárkróki sl. þriðju- dag, 96:83. Keflvíkingar virðast vera komnir á skrið Gunnar Sigurður Hver fer á Wembley með Samvinnuferðum-Landsýn? Yfirreddarinn hjá Útgcrðar- félaginu F.ldey hf.. Gunnat Magnússon, gerði sér lítið fvrir og sló skólastjóra Tónlistarskól- ans i Njarðvik út úr keppninni er hann lékk 6 rétta á meðan Har- aldur Árni Haraldsson fékk að- eins 4 rétta. Skólastjórinn náði cngu að síður ágætum árangri, var inni í 3skiptiogcrí 2.-3. sæti hvað það varðar, ásamt Jóni Halldórssyni, setn einnig náði þreniur skiptum. Þeir tveir eru liklegir í 4ra manna úrsiitin ásamt topp-tipparanum Júlíusi Baldvinssyni úr Garðinum, sem náái 7 skiptum og verður seint slegið. Siðan koma nokkrir með 2 skipti. Úrslitakcppnin hefst þegarfer að draga að lokum keppnistíma- bilsins og varir í u.þ.b. 4 vikur. Verðlaunin scm Cetraimaspek- ingur Víkurfrélta /9SPhlýtureru helgarferð til London á bikaVúr- slitaleikinn á Wembley í maí sem ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir-Landsýn gefur, svo til mikils er að vinna. En áfram meðsmjörið. Gunn- ar hefur skorað á bróður sinn, Sigurð, Magnússon, smið og fyrrverandi knattspymumann i Víði. Sigurður cr, eins og Gunn- ar, mikill Liverpoolaðdáandiog var „viss" þegarviðfengum röð- ina hjá hotium. „Þetta verða léttir 12 réttir,- allavega nálægt því“ sagði Sigurður. G. S. Aston Villa-Charlton X 1 Derby-Everton 2 X Millwall-Coventry 2 1 Norwich-Man.Utd. X X Southampton-Tottenham 2 2 Wimbledon-Sheff.Wcd. X 1 Bournemouth-Portsmouth 2 1 Barnsley-Blackburn 2 X Brighton-Watford 1 2 Oxford-lpswich X 1 Stoke-Leicester 1 1 Sunderland-Hull 1 1 eftir þjálfaraáfallið lyrir skömmu. Guðjón Skúlason var yfirburðamaður í liðinu og skoraði 38 stig, þjálfar- inn, Jón Kr., kom næstur með 22 stig. Létt hjá Grindvíkingum Grindvíkingar áttu ekki í erfiðleikum með að afgreiða Stúdenta í Flugleiðadeild- inni, er liðin áttust við í Grindavík á sunnudag. Heimamenn skoruðu 83 stig gegn 56 og voru yfir í leik- hléi, 38:26. Það var aldrei spurning hvoru megin sigur- inn lenti. Yfirburðir Grind- víkinga voru miklir. Stigahæstir: Guðmundur Bragason 20, Steinþór Helgason 12ogRúnarÁrna- son 11. Úrslitaleikur við Val Það er ljóst að Grindvíkingar og Valsmenn munu heyja úr- slitaleik um 2. sætið í A-riðlinum í Flugleiðadeildinni þann 5. mars n.k. Seinni leikur liðanna í riðlinum er dagsettur þá en liðin eiga tvo leiki óleikna og ljóst að úrslitin ráðast í þessari síðustu viðureign.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.