Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.05.1989, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 25.05.1989, Blaðsíða 6
\>iKun Fimmtudagur 25. maí 1989 itítm Tónleikar í Norræna húsinu í Reykjavik Sunnudaginn 28. maí n.k. heldur Helgi Maronsson, tenór, einsöngstónleika í Norræna húsinu í Reykjavík. Undir- leikari á tónleikunum er Krystina Cortes, píanóleikari. Á efnisskránni eru m.a. ítalskar antikaríur frá 1567-1778 eftir Brahms og Beethoven og óperuaríur eftir Flotov, Donizetti, Bellini og Puccini. Tónleikarnir heljast kl. 17.00. Munið Getraunanúmer ÍBK: 230 Gróðurmold til sölu Seld í heilum, hálfum og kvart bílhlössum. Upplýsingar í símum 12667 og 985-25726. Sverrrir Örn Olsen (Bósi) LOFTNET Sala, uppsetningar og viðgerðir á sjónvarps-, útvarps- og talstöðvaloftnetum. Kristján Svanbergsson, Brekkubraut 13, Sími 15235. Fljúgum hærra Kæru lesendur! Jæja, þá lauk þessu blessaða kennaraverkfalli loksins! Þetta er orðið hálfskammar- legt hvað þessi stétt þarf alltaf að skylmast lengi í sínu árlega verkfalli. Skólakrakkarnir búa við þennan ótta ár eftir ár þegar kemur að lokum annar- innar og geta því ntiður ekkert að gert. Hvernig væri að semja við kennarastéttina yfir sum- artímann, þegar allt prófves- enið er búið? Eru þá ekki allir kennarar í fríi? Þeir gætu þá verið allt sumarið í verkfalli og ströglast við samningsaðila fram á haust! Já, mikið er ég feginn að hafa hætt við að fara í kenn- araháskólann. Til mikillar lukku réð einn nýbusaður ná- ungi úr kennarastétt mér frá því að fara út í þetta nám, því launin væru ekki þess virði og að þurfa að basla fyrir þeint í fjögur ár á syngjandi sveittum skólabekk. Sá er nú með allt þetta að baki ogstendur senni- lega enn löðursveittur eftir baráttuna fyrir vel útilátnum launakröfum. Eg held bara að ég hafi staðið nteð honum í þessari baráttu, svona inn við beinið. Eg veit að þeir eiga allt gott skilið, þvíekki gerðum við þeim öllunt lífið léttara þegar að níðþungur njálgurinn nag- aði okkur í Njálutínia. Síðan voru það „pilotarn- ir“, þeir fengu sitt „weids in- krís“ á heldur styttri tíma, fannst ykkur ekki? Að vísu fóru þeir ekki í „stræk“ en að þeir skyldu láta tveggja millj- arða „sportbílinn með öllu“ sitja úti á „rampi“, „unlódað- an“ og gjörsamlega „grándað- an“, bara af því að „pei-ið“ var ,,lásý“, það sló allt út! Ég segi fyrir mitt leyti, að fengi ég svona „sportara“ til að flakka á í vinnunni, þá gæfi ég bíla- peningana, eða ökutækja- styrkinn á skattamáli, til Bíl- greinasambandsins „á nó- inu“. (Lesendur eru beðnir af- sökunar á þessu stíllausa slettumáli). Það er merkilegt að þessir menn geti heimtað aukaálag á meðan verkalýðurinn, á vel- ryðguðum Volkswagen og yfirgengið af álagi, veitist svo mikið sem 1,5% eða þar um bil á sín lágu laun ársfjórðungs- lega, án þess, já, án þess að geta lagt „Vollanum“ svo mikið sem brot úr degi. Ég held við verðum að taka þessa kalla og flengja þá frammi fyrir landslýð, þannig að hver maður fái að minnsta kosti einn skell fyrir hverja ferð sem þeir neituðu að fljúga nýju „dömunni“. Þaðvitaallir að jómfrúarferð nægir okkur ekki, nema að sú „ferð“ hafi reynst okkur illa! Mér skildist að þeir hafi verið svo ánægðir með hana, svona unga og ferska, að þeir myndu rífast um að fljúga henni. Ekki bara það, heldur og væru þeir orðn- ir einum færri uppi í klefa og ættu því að fá meira til að pota í! Nei, þeir fengu ennþá meira, því mikill vill jú alltaf meira, ekki satt? Að öllu gamni slepptu, (já, svona allt í gamni), þá held ég að sparnaðaraðgerðir Flug- leiðamanna séu á góðri leið með að hrynja í hrákdallana, ef þeir halda áfram að ganga að kröfum þessara manna. Hvernig ætla svo Flugleiðir að mæta þessum hækkunum? Ég get sko alveg sagt ykkur að þessi fjandans fjárútlát koma bara á kostnað ferðamannsins, kostnað almúgans, sem verður enn einu sinni að láta í minni pokann fyrir miskunnarlaus- um millahækkunum. Fljúgum, fljúgum, fljúgum hærra, fokdýrt fjandans verðið er. Veskið okkar, smærra og smærra, smýgur brátt úr lófa þér. Þeir neita öllum náð og friði, naga okkur inní bein. Galvaskir þeir „gránda" liði, grysja okkar sáru mein. Þeir heimta alltaf hærri launin, himinháar kröfur þær. Því alltaf gengur gamla raunin, grátur alveg niðrá tær. Nú skuluð þið sko fljúga „Dísu“, skammist ykkar mætu menn. Að komast upp á svona skvísu, geta sumir ekki enn. Kærar kveðjur. Frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja TILKYNNING UM LÓÐA- HREINSUN Á SUÐUR- NESJUM YORIÐ 1989 Með skírskotun til ákvæða gildandi heilbrigðisreglugerðar er lóðaeigendum og öðrum umráðamönnum lóða skylt að halda lóðum sínum hreinum og snyrtilegum. Fjarlægja skal alltdrasl og ónytjadót sem fyrst og ekki seinna en 7. júní nk. Lóðirnar verða skoðaðar og þar sem hreinsun þeirra reynist ábótavant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð umsjónarmanns lóðar. Opnunartímar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja eru: Alla virka daga kl. 08 til 22 Laugardaga kl. 08 til 16 Sunnudaga LOKAÐ Það er algerlega bannað að henda rusli á víðavang og þeir sem verða uppvísir að slíku eiga á hættu að verða kærðir. Fimmtíu og fimm þúsund hænur Það er komið vor í Vatns- leysustrandarhreppi eins og annars staðará Suðurnesjum. Grásleppuveiði er hafin og eins og venjulega þá segist grásleppukörlunum misjafn- lega frá aflabrögðum, en að sjálfsögðu verða þeir að bera sig eins og aðrir útgerðar- menn og tala í hálfkveðnum vísum. Sauðburður er hafinn fyrir þó nokkru og hefur, að því mér er tjáð, gengið bærilega. Og úr því minnsFer á sauðfé þá má ekki gleyma því að á dögunum fór fram hin lögskipaða búfjártalnig í hreppnum og urðu hænur hlutskarpastar hvað varðar fjölda og varð enginn, sem til þekkti, hissa á þeim úrslitum en fjöldi þeirra var sam- kvæmt síðustu tölum 55.700. Rollur hafa heldur beturgef- ið eftir, hvað fjölda varðar, í seinni tíð, en nú eru ekki 800 stk. í öllum hreppnum. Já, það er nú öldin önnur á Ströndinni, því hér fyrr á öldum heyrðust vart önnur hljóð í sjaldgæfu strandar- logninu en áraglamur og jarm. Hettumávurinn er farinn að verpa fyrir all nokkru síð- an og eins og undanfarin vor, þá tók hann sér bólstað í hólmanum í Vogatjörninni. En Vogamenn eru vanafast- ir og hafa aldrei sætt sig al- mennilega við að hafa þarna hettumáv, vilja heldur kri- una, eins og í gamla daga, og því laumast á hverju ári prakkaralegur hreppsnefnd- armaður útí hólmann og tín- ir hettumávseggin og rýmir þannig til fyrir kríunni. Og nú er sumsé krían komin í hólmann og allt að komast í samt lag í hreppnum. gub

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.