Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.05.1989, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 25.05.1989, Blaðsíða 11
\IÍKUK {%UU\ Húsfyllir var við skólaslit Tónlistarskólans í Keflavík. Ljósm.: hbb. Tónlistarskólanum í Keflavík slitið: A þriðja hundrað nemendur í vetur Tónlistarskólanum í Kefla- vík var slitið formlega laugar- daginn 13. maí eftir viðburða- ríkt skólaár. Á þriðja hundrað nemendur stunduðu nám við skólann í vetur og ekki kom- ust allir að sem þess óskuðu. 52 nemendur í skólanum þreyttu millistigapróf á hin ýmsu hljóðfæri og í söng. í ávarpi skólastjóra Tónlist- arskólans í Keflavík, Kjartans Más Kjartanssonar, á skóla- slitunum, kom m.a. fram að tónleikar á vegum skólans í vetur urðu alls 14. Á þessum tónleikum kom fram flest allir nemendur skólans. Skólastjóri rakti þær heim- sóknir sem nemendur skólans hafa farið í, víðsvegar um Iandið, og greindi einnig frá hverjir sótt hefðu skólann heim. Ef mið er tekið af því hvað gert hefur verið á vegum skólans í vetur, þá er augljóst að hvorki nemendur né kenn- arar hafa setið auðum hönd- um. Eins og undanfarin ár veitti Tónlistarskólinn í Keflavík viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Það tónlistar- fólk sem verðlaunað var, er: Kittý Guðmundsdóttir, Krist- ín María Gunnarsdóttir, Helga Andrésdóttir ogSigurð-) ur Sævarsson. Þrír nemendur skólans munu halda á námskeið til Hjörring í Danmörku nú í sumar en það eru Sigrún Sæv- arsdóttir, Harpa Magnúsdótt- ir og Helgi Víkingsson. Stærstu viðurkenningu sem skólinn veitir, þ.e. ókeypis skólavist næsta skólaár, fékk Steinunn Karlsdóttir. Þessi viðurkenning er veitt fyrir góð- an heildarnámsárangur. Umferðarskólinn „Ungir vegíarendur: Sögð sagan af Siggu og skessunni Lögreglan í Keflavík, Njarðvík og Gullbringusýslu efnir í samvinnu viðUmferð- arráð til umferðarfræðslu fyrir 5 og 6 ára börn á Suður- nesjum. Fer fræðslan fram dagana 25.-30. maí nk. Meðal þess sem farið verður yfir í Umferðarskól- anum eru nokkrarmikilvæg- ar umferðarreglur, sögð sag- an af Siggu og skessunni í umferðinni og sýnd kvik- mynd um lítinn dreng sem kennir vélmenni umferðar- reglurnar. Þátttakendur fá verkefnablað til að teikna á heima og auðvitað „löggu- stjörnu“ fyrir teikninguna. Hvert barn mætir tvisvar í Umferðarskólann og hefur 60 mínútna viðdvöl hvorn dag. Umferðarskólinn byrjaði í dag í Barnaskólanum í Sand- gerði, Barnaskólanum Garði, Stóru-Vogaskóla og Barnaskólanum í Grinda- vík. Verður honum fram haldið á morgun. Þann 29. og 30. maí verður Umferðarskólinn síðan í Grunnskólanum í Njarðvík og Grunnskólanum í Kefla- vík. STUÐJ LUKKUBANDIÐ leikur föstudags- og Iaugar- dagskvöld til kl. 03. KAFFIHLAÐBORÐ sunnudag. Ungir nemendur Tónlistarskóla Sandgerðis koma fram. BREYTTUR OPNUNARTÍMI: Frá og með mánudeginum 29. maí: Opið virka daga til kl. 23.30. Föstudaga og laugardaga til kl. 03. Sunnudaga til kl. 21. Sími 37755 20 ára aldurstakmark. Matargestir, pantið borð tímanlega. Fimmtudagur 25. maí 1989 11 Leiksýningin „Sjáið manniiin' sýnd í Keflavík Þrír einþáttungar eftir dr. Jakob Jónsson frá Hrauni verða sýndir í Keflavíkur- kirkju laugardaginn 27. maí nk. kl. 20.30. Verkið var frumflutt á Kirkjulistahátíð 1989Í Hallgrímskirkjuáveg- um Listvinafélags Hall- grímskirkju. Fyrsti einþáttungurinn nefnist Þögnin, en í þeim þætti leikur Erlingur Gísla- son Heródes Antipas, fjórð- ungsstjóra í Galíleu. Leikur- inn gerist í Jerúsalem árið 33 í áheyrnarsal fjórðungsstjór- ans, þar sem Jesja Ben-Jósef er ósýnilegur áhorfendum. Annar einþáttungurinn ber heitið Krossinn. Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikur Júdít í leikþættinum og Anna Kristín Árngríms- dóttir Mirjam. Leikurinn gerist í Júdeu að vori. Þriðji leikþátturinn nefnist „Sjáið manninnl", sem er sýningar- heiti einþáttunganna. I þætt- inum leikur Þórunn Magnea Magnúsdóttir Mirijam frá Magdala og Hákon Waage leikur Pontíus Pílatus. Leik- urinn gerist árið 37, seint að kvöldi. Það er mikill fengur að fá sýninguna hingað og ástæða til að hvetja Suðurnesjamenn að nýta sér þetta einstaka tækifæri. Leiknum var mjög vel tekið í Reykjavík. Höf- undurinn, dr. Jakob Jóns- son, sem var lengst af prest- ur í Hallgrímskirkju í Reykjavík og hefur skrifað mikið um trúmál og menn- ingarmál, er boðinn velkom- inn til Suðurnesja ásamt Listvinafélagi Hallgríms- kirkju, en formaður þess er dr. Þór Jakobsson, sonur hans. Olafur Oddur Jónsson ' Q O > 5? Hinn stórkostlegi bítlavin- É-H ur Eyjólfur Kristjánsson g verður gestur okkar í kvöld fimmtudag, og leikur af Q fingrum fram frá kl. 2 1-01. Frítt inn, snyrtilegur o klæðnaður. w Austurlandastemn- h-H r K ing um helgina Hlaðborð með réttum frá Aust- urlöndum fjær - sterkum, sæt- um, súrum og ljúffengum. Komdu og kitlaðu bragðlauk- ana og prófaðu prjónana, föstu- HH dags- og laugardagskvöld. fe Url HM Sími 11777

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.