Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.05.1989, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 25.05.1989, Blaðsíða 16
\>iKun Fimmtudagur 25. maí 1989 [jutUt ER HOPFERÐ FRAMUNDAN? r r SBK A HOPFERÐABILA í ÖLLUM STÆRÐUM Hringið í þessi símanúmer: 15444 S - eða þetta gamla góða, 11590. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur Norðurvellir - breyting á umferðarreglum Samkvæmt 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og að fengnum tillögum bæjar- stjórnar Keflavíkur hefur lögreglustjórinn í Keflavík ákveðið eftirfarandi: Umferð um Norðurvelli hefur forgang (biðskylda) gagnvart umferð frá götum og botnlöngum sem tengjast Norðurvöllum. Um er að ræða umferð frá Óðinsvöll- um, Bragavöllum, Freyjuvöllum, Ránar- völlum, Týsvöllum og þrem botnlöngum tilheyrandi Norðurvöllum. Breyting þessi tekur gildi 8. júní nk. Keflavík, 23. maí 1989. Lögreglustjórinn í Keflavík. Hér orsakaðist rafmagnsleysið er verið var að flytja byggingakranann sem sést á myndinni. Ljósm.: epj. Byggingakrani sló út rafmagni Byggingakrani, sem var á dráttarvagni aftan í bíl, sló út háspennulínu, þar sem hún liggur yfir Reykjanes- braut á Fitjum á laugardag. Við það varð rafmangslaust í Njarðvík og hluta Keflavík- ur í smá tíma. Ekki er talið að tjón hafi orðið á línunni er kraninn rakst í hana. En þetta atvik ætti að vera aðvörun til þeirra sem standa í slíkum flutningum undir háspennu- iínur, því oft fer illa og þá jafnvel hjá flutningatækinu. HVAR ER RÉTTLÆTID? „Nú er kjarabaráttu kenn- ara lokið að sinni.“ Þessi orð mælti skólameistari Fjöl- brautaskóla Suðurnesja á fjöl- mennum fundi með nemend- um skólans föstudaginn 19. maí, eftir 6 vikna verkfall kennara. Hvort kennarar séu farnir að skipuleggja næsta verkfall vitum við hins vegar ekki en eitt er víst, að nemend- ur eru búnir að fá sig full- sadda. A þessum fundi kom í ijós algert virðingarleysi skóla- meistara í garð nemenda, þegar hann lýsti yfirákvörðun sinni um hvernig skólaiokum yrði háttað án alis samráðs við nemendur. A þessum 6 verk- fallsvikum sá skólameistari enga ástæðu til að funda með nemendum sínum en taldi liins vegar meiri þörf á því að hlaupa í fjölmiðla meðfullyrð- ingar um áhugaleysi nemenda á náminu, sem hann hafði eng- in rök fyrir. Það sást best þegar um 80% nemenda mættu aftur í skólann eftir verkfail. Er hægt að kalla það áhugaleysi? En víkjum nú að þolendum þessa verkfalls, sem nú virðist vera orðinn árviss viðburður hjá kennurum. Þetta er þriðja verkfallið sem við undirritað- ar og aðrir lengra komnir lend- um í. Hyers eiga nemendur að gjalda? I þessum verkföllum ætlast skólameistari og kenn- arar til að við styðjum við bak- ið á þeim i kjarabaráttu þeirra og lærum upp á okkar eigin spýtur á meðan og mætumsíð- an í próf eins og ekkert hafi í skorist! Með þessu eru kennar- ar aðeins að lýsa yfir að þeir séu óþarfir og önnin gæti verið mun styttri en hún er. Nú stóð síðastliðið verkfail yfir í 6 vikur og á áðurnefnd- um fundi skólameistara og nemenda tilkynnti skólameist- ari að próf yrðu tekin og að- eins yrði metið í einstökum áföngum. Hann tók einnig fram að við nemendur ættum að vera þakklátir kennurum okkar fyrir að bregðast svo skjótt við með því að ætla að ljúka önninni á tæpum tveim- ur vikum. Hér skal tekið fram að. önninni hefði átt að ljúka á 5 vikum að öllu forfallalausu. A fundinum sýndi skóla- meistari engan skilning eða áhuga á skoðunum nemenda og taldi ekki ástæðu til að svara fyrirspurnum okkar sem voru á þann veg að nemendum væri stillt upp við vegg og sett- ir úrslitakostir þess eðlis að það væri undir okkur komið hvort önnin væri ónýt eða ekki. Annað hvort förum við í próf eða við föllum! M eð þessu eru kennarar einungis að firra sig allri ábyrgð og koma henni yfir á nemendur. Skólameistari gaf kennur- um vald til þess að ákvarða hver fyrir sig hvort próf yrðu tekin úr áföngunum eða þeir yrðu metnir. Þarna er nemend- um mismunað stórlega, þar sem engin samstaða er með kennurum og útkoman er sú að sumir nemendur fá allt upp i 5 fög metin á meðan aðrir fá ekki neitt og þurfa að taka allt upp í 7 próf. Þetta er okkur boðið að taka á einni viku, 23.- 31. maí, og í haust. Það er ekki nóg með það að skólanum ljúki 3.júní (honum hefði átt að ljúka 15. maí), heldur er áætlunin sú að taka hluta af ágúst og bjóða þá upp á upp- rifjun fyrir haustpróf. Kennar- ar geta haft af okkur allt að mánaðar sumarvinnu, sjálfir nýkomnir úr 6 vikna kjarabar- áttu! Hvað með kjör nem- enda? Hver á að borga okkur laun? Þetta verðum við nem- endur að sætta okkur við án þess að geta nokkuð að gert. Nú kann einhver að spyrja, hvers vegna við nemendur tök- um okkur ekki saman og mót- mælum þessu fyrirkomulagi. Málið er það að þetta fyrir- komulag, sem þegar hefur ver- ið ákveðið, kemur í veg fyrir alla samstöðu nemenda, þar sem sumir nemendur telja sig sleppa það vel út úr önninni að þeir sjá enga ástæðu til að mót- mæla og standa með þeim verr settu. Að lokum má takaþaðfram að skólameistari sagðist ekki telja neina ástæðu til þess að ræða þetta mál frekar og gekk út af hinum margumrædda fundi og skildi eftir sig reiða og vonsvikna nemendur. Er því ekki eðlilegt að við spyrjum okkur sjálf: Hvar er réttlætið? Keflavík, 20. maí. Ingunn Lilliendahl FS, Inga Brvnja Magnúsdóttir FS, Björg Garðarsdóttir FS, Þórey ITalldórsdóttir FS. GARÐAUÐUN Sturlaugs Ólafssonar Hef nýlokið námskeiði um eyðingu sníkjudýra á plöntum. Nota eingöngu hættulítil efni sem reynst hafa árangursríkust við garðúðun. Ath. Er líka með sérstök efni ábarrtréog roðamaur. Fljót og góð þjónusta. Úða með bestum fáanlegum áhöldum. Pantið tímanlega, áður en það stórsér á gróðrinum. Tek sumarlanga ábyrgð á görðum sem panta plöntuúðun fyrir 20. júní. Uppl. í síma 12794. Best að hringja á kvöldin.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.