Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.1989, Síða 1

Víkurfréttir - 01.06.1989, Síða 1
yfíKUR KEFLAVÍKURHÖFN: Alvarleg skemmd á hafnargarðinum 22. tbL 10. árg. Fimmtudagur 1. júní 19P9 Mjög alvarlegar skemmd- ir eru á hafnargarðinum í Keflavík. Að sögn Péturs Jó- hannssonar, hafnarstjóra Landshafnar Keflavíkur- Njarðvíkur, eru liðið áfjórða ár síðan fyrst varð vart við skemmdirnar. Koma þær best fram á dekki hafnar- garðsins, sem hefur sigið all mikið á smá kafla. Fyrir nokkrum árum var komið mikið sig á þessum kafla og þá var malbik fyllt í holuna en nú er það komið aftur í sama horf. Sagði Pétur að ástæðan fyrir sigi þessu væri að gat væri komið á garðinn sjálfan á samskeytum, með þeim af- leiðingum að fyllingarefni hefur lekið út. Eins virðist brimið eiga auðvelda leið í gegnum garðinn á umrædd- um kafla. Er nú svo komið að mjög brýnt er að gert verði við garðinn og síðan að grjótfyll- ing verði sett utan á hafnar- garðinn til að verja hann til frambúðar. Að sögn Péturs hafa ýmsir ráðamenn skoðað skemmdirnar, en þó væri ekki séð fram á að fjármunir fengjust í bráð til að endur- nýja og laga umræddan kafla í hafnargarðinum. Verði ekkert gert í bráð gæti notk- un á þeim hluta hafnargarðs- ins, sem stór skip nota, orðið vandkvæðum bundin. BLÁA LÓNIB: Stórbættar var- úðarráðstafanir? í kjölfar slyss, sem varð í Bláa lóninu síðasta laugar- dag, verða gerðar miklar var- úðarráðstafanir, að sögn Guðmundar Guðbjörnsson- ar, eins forráðamanna bað- hússins. Sagði haún slys þetta einstætt, en leiddi þótil þess að menn tækju nú á mál- um. Umrætt slys varð með þeim hætti að 10 ára gömul stúlka úr Reykjavík hlaut 2. stigs bruna á bringunni er hún féll af vindsæng nálægt öryggisnetinu. En sökum þess að stúlkan var á vind- sænginni varð hún þess ekki vör að mjög heitur straumur var á þeim stað sem hún var á. Hafði annað fólk, sem var í lóninu á umræddum tíma, - forðast hitastraum þennan. Sagði Guðmundur að síð- an baðhúsið kom til sögunn- ar hefðu um 80 þúsund manns komið í lónið. Fyrir utan þau dauðsföll sem orðið hefðu og vart mætti rekja til lónsins, væri slys sent þetta nýtt fyrir þeim. Engu að síð- ur yrðu rnenn nú að taka hart á málum til að koma í veg fyrir að slíkt gæti endurtekið sig. Hefðbundin hátíðarhöld á sjómanna- daginn Dagskrá sjómannadags- ins verður með hefðbundn- um hætti á Suðurnesjum. Er víða í blaðinu greint frá því hvernig hátíðarhöldin fara fram á hverjum staðfyrir sig, auk þess sem á síðu 6 er aug- lýsing varðandi sjómanna- daginn í Keflavík. Helsta nýjungin varðandi hátíðarhöldin í Keflavík er aukinn þáttur björgunarat- riða. Þá mun einnig koma nýr liður, sem er knattspyrna milli 6. fíokks ÍBK og feðra piltanna. GÁRURNAR SKOÐAÐAR Þessi ungi sveinn tók því rólega um borð í Baldri frá Keflavík og fylgdist með sólinni speglast í gár- unum á sjónum. Hvað drengurinn var að hugsa vitum við ekki, en myndin var tekin nýlega í Sand- gerðishöfn. Ljósm.: hbb. 170 milljónir til Suðurnesja Byggðastofnun veitti 170 milljónum króna til fram- kvxmda á Suðurnesjum á síð- asta ári. Rúmlega 100 milljónir fórú til fimm byggðarlaga hér á Suðurnesjum til ýmissa verk- efna og rúmlega 50 milijónir í lán til að auka verkefni inn- lendra skipasmíðastöðva. Þá veitti stofnunin 18 milljónum til kaupa á R.A. Péturssyni hf. í Njarðvík. Meðal stærstu verkefna, sem Byggðastofnun veitir fjármagni til, er Eldey hf., 15 milljónir til kaupa á fiskiskipum, Utgerðar- félagið Jarl hf. vegna raðsmíða- skipsins Jarls KE, 11 milljónir, og 10 milljónir króna til Drátt- arbrautar Keflavíkur til endur- byggingar á upptökuaðstöðu og raflögnum. Þá var Birgi Her- mannssyni, Reykjavík, veitt 18 milljón króna lán til kaupa á R.A. Péturssyni hf. af Byggða- stofnun, eins og áður kemur fram. Útgerðarfélagið Njörður hf. fékk rúmlega 15 milljór 'rkróna til nýsmíði og var jafnframt hæst þeirra aðila sem fengu lán til aukningar verkefna í inn- lendum skipasmíðas.öðvum. Vegna gjaldþrotaúrskurða keypti Byggðastofnun fjögur fyrirtæki á nauðungaruppboð- um á síðasta ári.Þaraf voru tvö Suðurnesjafyrirtæki, R.A. Pét- ursson í Njarðvíkog Hafnir hf. í Höfnum. Um áramót hafði Byggðastofnun tekist að selja annað fyrirtækið en átti enn Hafnir hf. Þá afskrifaði stofn- unin hluta láns R.A. Pétursson- ar hf. á síðasta ári, eina milljón og fjögur hundruð þúsund. Handteknir eftir innbrotstilraun * % í síðustu viku varð skóla- stjóri Myllubakkaskóla var við grunsamlegar manna- ferðir við skólann er hann var þar við vinnu kvöld eitt. Reyndust þar vera á ferðinni fjórir strákar með skrúfjárn vlð innbrotstilraun. Lét hann lögregluna þegar vita, en þrátt fyrir að þeir væru á bak og burt, er lög- reglan kom á staðinn, tókst þegar um kvöldið að hand- taka tvo þeirra, sem síðan leiddi til þess að hinir tveir voru handteknir morguninn eftir. Játuðu þeir við yfirheyrsl- ur að hafa ætlað sér inn í skólann. Ekkert bendir til að þeir hafi verið aðilar að inn- brotinu í vikunni þar áður. Er það mál því enn óupplýst. Mjög hátt fiskverð Mjög hátt meðalverð var á fiski á Fiskmarkaði Suður- nesja í síðustu viku, það hæsta í langan tíma. Meðalverð á þorski var 56,50 krónur, á ýsu 66,02 krónur, á ufsa 33 krónur og meðalverð á karfa var 31 króna'. Að sögn Eyjólfs Þórs Guðlaugssonar hjá Fisk- markaði Suðurnesja, þá hafa togarar verið á grálúðu og því lítið um fisk á markaðn- um. Frystihúsin eru fisklítil og kaupa því þann fisk sem í boði er. „Það er lítið sem berst á land og því má búast við háu fiskverði í sumar,“ sagði Eyj- ólfur Þór Guðlaugsson að endingu.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.