Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.1989, Síða 6

Víkurfréttir - 01.06.1989, Síða 6
VÍKUR 6 Fimmtudagur 1. júní 1989 \ji€ttU BÖLIÐ ALLIR VILJA FÁ Kæru lesendur! Þetta er nú meiri hringavit- leysan hjá þeim í bæjarstjórn- inni. Ég sem hélt að framganga< eftir síðustu kosning- ar yrði eins staðföst og Siggi á mínútunni forðum daga, þegar maður spurði hann hvað klukkan væri. Já, við þurfum fleiri slíka öndvegismenn sem standa fast á sínu og eru ekki að þessu pólitíska pukri hver í sínu horni. Framganga þessa vínveit- ingamáls er alveg dæmigerð fyrir pískrandi pukrið og til stórskammar fyrir þetta fólk, sem viðjú kusumígóðritrúog með góðri samvisku. Ef ein- hvern tímann hafa runnið á mann tvær grímur þá er það vegna þessa máls. Ég held bara að þær hefðu dugað til verð- launa á gallhörðu grímuballi í Gerðahreppi. En hvers vegna allt þetta pukur? Það er búið að sam- þykkja að engin fleiri leyfi skuli veitt á þessu ári og þau verða bara að standa við stóru orðin, hvaðsem tautarograul- ar! Eitt skal yfir alla ganga hvort sem þeir eru fagmenn eða fúskarar í fyllerísbransan- um. Fordæmið er slæmt, ef sú verður raunin að fagmaður, hvaða nafni sem hann nefnist, fær að fylla fagurgala fríkvöld- anna frekar en sá sem ekki hef- ur fengist við þessa iðju. Hvað gerist nú ef fleiri fagmenn vilja sneið af kökunni? Þetta erorð- ið svo flókið með öllum þess- um ,,F-um“ að manni verður bara flökurt! Já, hún er orðin ærin, byrðin á blessuðu áfengisvarnaráðinu hér í bæ. Hvernig skyldu þeir taka á málunum og hvaða fólk er þetta sem veður elginn brátt í umsóknum? Vonandi tekst því að halda í brækur bæjar- stjórnarmanna, sem svo breytilega bjóða bandamönn- um Bakkusar ogbölmenningu bæjarlífsins byrginn. Það munaði ekki um það! Slysavarnakonur í Garði með blómasölu Slysavarnakonur í Garði verða með blómasölu um helgina í tilefni sjómanna- dagsins. Munu félagskonur ganga í hús í Garði og bjóða blóm til sölu. Eru Garðmenn hvattir til að taka vel á móti sölufólkinu, enda mun ágóði renna til þarfra mál- efna. Orðhvatur: Vítaspyrnu- vandkvæði ÍBK-liðsins Hvað er að ske? hugsaði Orðhvatur, þegar hann frétti af því að ÍBK hefði misnotað aðra vítaspyrnu í leiknum á móti FH á dögunum. Ykkur að segja þá trúði ég þessu ekki fyrr en ég sá í ríkissjón- varpinu nokkrum dögum síðar. En er Orðhvatur sá umræddan filmubút rann upp fyrir honum ljós. Tvær megin ástæður voru fyrir því að Frey greyinu tókst ekki að skora: 1. Of mikið vinnuálag. Það sést glögglega á fyrrnefndri filmu að Freyr stendur í ruslahreinsun á vellinum rétt áður en hann framkvæmir spyrnuna. Ogerþaðforkast- anlegt af knattspyrnuráði að láta leikmenn hreinsa völl- inn meðan á leik stendur. 2. Ef filman er skoðuð vel má sjá að það stendur mark- vörður í markinu hjá FH og ef menn skoða atvikið til enda má sjá það að það er þessum andskotans mark- verði að kenna að Freyr ekki skoraði. Varðandi síðari liðinn finnst Orðhvati það fárán- legt að þessum markverði skuli leyft að standa í mark- inu meðan spyrnan fer fram, því það vita allir sem vit hafa á knattspyrnu, að markverð- ir reyna alltaf að trufla þá sem taka vítaspyrnur. Orðhvatur er með tillögur til úrbóta, því við svo búið má ekki sitja í vítaspyrnu- málunum. Tillögurnar eru þessar: 1. Annar leikmaður verði fenginn til að hreingera völl- inn en sá sem á að fram- kvæma vítaspyrnurnar. 2. Ókunnugum markvörð- um verði bannað að standa í mörkum sem ÍBK á. 3. Gísli Torfason verði fenginn til að taka fram skóna og hann fenginn til að taka vítaspyrnur í sumar, því að maður sem fer holu í höggi (lélegu, ef marka má fjölmiðilinn Reykjanesjhlýt- ur að géta farið mark í skoti, sér í lagi verði markið tómt. Jæja, þetta hlýtur að ganga betur næst. , Þó að ég sé nú ekki sá allra stærsti stúkumaður þá efast ég um að hann Búkki þurfi nokkru að bæta við þetta! Svo var það annað sem nag- ar mína náðarsál og það er þegar þessir tíðræddu bæjar- stjórnarmenn eru sífellt að sitja hjá við atkvæðagreiðslur. Hvernig er þetta dæmi eigin- lega, er bara hægt að sitja hjá allan liðlangan daginn eða fylgir þessu einhver „hjásetu- kvóti“? Það er e.t.v. hægt að kaupa kvóta hjá þeim, sem alltaf eru með eða á móti? Nei, ég gæfi sko ekki mikið í þau í bridsinu, því þar yrði sögnin sennilega æði oft og pirrandi pass! Nei, það þarf víst að kynna sér málin örlítið betur áður en greitt er atkvæði og því finnst mér að það ætti að breyta þessu fyrirkomulagi þannig, að fólkið verði látið sitja eftir en ekki hjá, svona til tilbreytingar! Ég er viss um að kennarar taka undir þessa til- lögu hjá mér (henni verður ekki breytt) og vonandi verð- I ur hún ekki látin sitja eftir á I næsta fundi. Jæja, þá er best að fara að hætta þessu fjasi svo að maður verði ekki kýldur á kránni eða krotaður úr krataflokknum! Ég held samt að ég geti ekki setið á mér með ljóðstúfana frekar en vant er og það verður þá bara að píska mig fyrir pennafárið. Þau bjóða bara Birni einum, barinn er hans besta fag. Stjórnin enn í stórum meinum, standist eigi orðalag. Hún þráttar nú og þögul mýkist, þykist ekki muna neitt. Dæmalaust hún Denna líkist, dugar svona yfirleitt. Þá veitist að þeim varamaður, tillögurnar vella út. Breytist allt það bull og þvaður, bráðlega í flöskustút. Mér sýnist að sá stútur lendi, stórum Birni bara hjá. Bænum bestu kveðjur sendi, bölið allir vilja fá. Skál í botn! (í bili) Sjómannadagurinn DAGSKRÁ Sjómannadagsins í Keflavík-Njarðvík, sunnudaginn 4. júní Kl. 9:00 Islenski fáninn dreginn að húni við Minnismerki sjómannaog við höfnina. Kl. 11:00 Sjómannamessa í Keflavíkurkirkju. Kl. 12:30 Skemmtisigling með börn. Farið verður bæði frá Keflavíkur- og Njarðvíkurhöfn, en aðeins komið að í Keflavík. Börn fá ekki aðgang nema í fylgd með fullorðnum. Kl. 14:00 Hátíðarhöld við höfnina: 1. Hátíðarræða - Fulltrúi Vélstjórafélags Suðurnesja. 2. Aldraðir sjómenn heiðraðir. 3. Aflakóngur heiðraður. 4. Björgunarsveitin Stakkur og Hjálparsveit skáta í Njarðvík sýna björgunaratriði. 5. Kappróður. 6. Stakkasund, koddaslagur og reiptog. 7. Lúðrasveit Tónlistarskólans í Keflavík leikur milli atriða. Kl.17:00 6. flokkur ÍBK og feður þeirra keppa í fótbolta. KAFFIVEITINGAR: Kaffi verður selt á Glóðinni, neðri sal. Er fólk hvatt til að nota sér staðinn. Opið verður á Glóðinni kl. 14-18. Merki sjómannadagsins verða afhent sölubörnum á Víkinni kl. 10:00á sjómannadaginn - Góð sölulaun. SJÓMANNADAGSRÁÐ

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.