Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.1989, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 01.06.1989, Blaðsíða 14
VÍKUK 14 Fimmtudagur 1. júní 1989 ftOUt Almenn reiðnámskeið Hestamannafélag Mána og Keflavíkurbær gangast fyrir reiðnámskeiðum á Mána- grund, sem hefjast 5. júní, fyrir börn, ungl- inga og fullorðna. Kennt verður 1 klst. í senn. Fyrirhugað er að halda 3ja tíma námskeið á morgnana. A þeim námskeiðum verður kennd umhirða, umgengni, reiðmennska. Innritun er hafin í símum 12433 (Ollý), 15610 (Hulda), 11343 (Dadda). Kennari verður: Sigurlaug Anna Auðunsdóttir. Hestamanna- félagið Máni Firmakeppni Hestamannafélagið Máni heldur sína ár- legu firmakeppni laugardaginn 3. júní kl. 14 á Mánagrund. Máni þakkar fyrirtækjum fyrir veittan stuðning. Fjáröflunarnefnd Umferðarskólinn Ungir vegfarendur: „Þátttakan framar öllum vonum“ - segir Heiðrún Sigurðardóttir, einn umsjónarmanna Mikil og góð þátttaka var í umferðarskólanum Ungir vegfarendur, sem lögreglan og Umferðarráð stóðu fyrir hér á Suðurnesjum og við sögðum frá í síðasta tölu- blaði. Alls voru boðuð 580 börn á aldrinum 5-6 ára í umferðarskólann og þar af mættu 565 börn og 190 full- orðnir. „Þátttakan í umferðar- skólanum er framar öllum vonum og það var ánægju- legt að sjá svona mörg andlit í umferðarskólanum. Þá er gaman til þess að vita að for- eldrar hafa mikinn áhuga á umferðarfræðslu sinna barna,“ sagði Heiðrún Sig- urðardóttir, lögregluþjónn og einn umsjónarmanna um- 'ferðarskólans, í samtali við blaðið. Það voru tveir Iögreglu- þjónar, þau Guðmundur Sæmundsson og Heiðrún Sigurðardóttir, sem sáu um skólahaldið í öllum stærri byggðarlögum Suðurnesja, ásamt fóstrunum Margréti Gunnarsdóttur og Mariu Finnsdóttur. Iþrótta- og leikjaskóli fyrir börn íþrótta- og leikjaskóli Keflavíkur fyrir börn 6-12 ára hefst 1. júní. Kennd verða öll helstu undirstöðuatriði ýmissa íþróttagreina m.a. knattspyrnu, handbolta, körfubolta, blaks, frjálsra íþrótta og ýmissa leikja, bæði úti og inni. Kennsla fer fram í íþróttahúsinu við Sunriubrautog á íþrótta- vallarsvæðinu. Kennarar eru: Einvarður Jóhannsson, íþróttakennari, María Jóhannesdóttir, íþróttakennari, Jón Kr. Gíslason, íþróttakennari, Anna María Sveinsdóttir, íþróttaleiðbeinandi, Einar Einarsson, íþróttaleiðbeinandi. Hvert námskeið stendur yfír í 3 vikur. Þátttökugjald er kr. 1.500. Innritun á tvö fyrstu námskeiðin, 5.-23. júní og 26. júní til 14. júlí, fer fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut fímmtudaginn 1. júní og föstudaginn 2. júní frá kl. 16 til 19. ÍÞRÓTTARÁÐ KEFLAVÍKUR Söngvakeppni í Stapa: Lífgað upp á dansleikja- stemninguna Fyrirhugað er að haldin verði söngvarakeppni á veg- um hljómsveitarinnar LOTUS í samráði við félags- heimilið STAPA. Keppnin verður haldin samhliða dansleikjum sem verða föstudagana 30. júní og 21. júlí. Úrslitakvöldið verður svo föstudaginn 18. ágúst. Allir verða dansleikirnir haldnir í Stapa. Tilgangurinn með þessu er að gefa tækifæri, þeirn söngvurum sem kunna að leynast í fjöldanum en finna ekki rétta tækifærið til að korna fram og e.t.v. að slá í gegn. An efa verður þetta einnig til þess'að lífga upp á stemninguna á böllunum í sumar. Keppendur geta annað hvort komið fram 30. júní eða 21. júlí, en síðan koma allir fram á úrslitakvöldinu sjálfu, 18. ágúst. Að sjálf- sögðu eru takmörk á þátt- takendafjölda, en reiknað er með að keppendur verði ekki rnikið fleiri en 8, þ.e. 4 hvort kvöld. Verðlaunin i keppn- inni verða helgarferð fyrir tvo til London eða Amster- dam, ásamt aukaverðlaun- um. Samfara þessari keppni verða fleiri uppákomur ef þátttaka fæst, s.s. keppni í sjómanni o.fl. Það er von aðstandenda að fólk sitji nú ekki á leyndum hæfileikum og þeir sem þekkja einhvern, sem hugs- anlega býryfirsönghæfileik- um, ýti nú við viðkomandi og hvetji hann/hana til að taka þátt í keppninni. Ald- urstakmark keppenda er miðað við aldurstakmark sem gildir á dansleikjum í Stapa. Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar eru í síma 13443 (Stapi).

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.