Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.1989, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 01.06.1989, Qupperneq 16
V/KUR 16 Fimmtudagur 1. júní 1989 GARÐUR Tilboð óskast í brottflutning eða niðurrif íbúðarhúsanna Gerðavegs 18 og Steinboga í Garði. Um er að ræða bárujárnsklædd timburhús sem standa á steyptum sökkli annað og steypt- um kjallara hitt. Verktaki skal fjarlægja húsin, brjóta sökk- ul og kjallara og jafna yfir með grús. Verk- inu skal lokið fyrir 1. sept. 1989. Þeir sem hug hafa á geta vitjað útboðs- gagna og fengið nánari upplýsingar hjá undirrituðum. Tilboðsfrestur er til kl. 11 mánudaginn 12. júní nk. Réttur áskilinn til að taka hvaða til- boði sem er eða hafna öllum. Sveitarstjóri Gerðahrepps Byggðasafn Suöurnesja Opið á laugardögum kl. 14 - 16. Aörir timar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. »i\ MÍ í« W ii Bi | í 11 __. J ÚTBOÐ Byggingarnefnd flugstöðvar á Kefla- víkurflugvelli býður út gerð lang- tímabílastæða og lóðarfrágang við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Kefla- víkurflugvelli. Um er að ræða bíla- stæði fyrir 340 bíla og tilheyrandi lóð- arfrágang. Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræðistofunni, Fellsmúla 26, Reykjavík, eftir kl. 13.00 þriðjudag- inn 30. maí 1989. Fyrirspurnir og óskir um upplýsing- ar skulu berast Almennu verkfræði- stofunni eigi síðar en 5. júní 1989. Tilboðum skal skilað til byggingar- nefndar, varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins, Skúlagötu 63,105 Reykjavík, fyrir kl. 14, mánudaginn 12. júní 1989. Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Sameinumst um gott hundahald Tilefni skrifa minna er að vekja hundaeigendur, sem ekki geta sinnt sínum hundum samkvæmt lögum, upp til vit- undar um þá ábyrð sem á þeim hvílir. Ekki bara sjálfra þeirra vegna, heldur líka hundaeig- enda sem verða þolendur vegna vanrækslu fyrrnefndra. Eg ætla líka að leyfa mér að tala máli þeirra sem eru á móti hundahaldi í þéttbýli almennt. Einnig vil ég vekja athygli á nánast takmarkalausu aðgerð- aleysi þeirra sem eiga að sjá um að farið sé að lögum um hundahald fyrir hönd bæjar- félagsins. Hundar eru eins misjafn- lega lundaðir og við mennirnir og því minna sem þeir eru sið- aðir og vandir, því meiri ástæða er til að ætla að þeir verði óöryggir og leitandi út fyrir heimili sitt. Bæði börn og fullorðnir, sem ekki hafa haft tækifæri til að kynnast hund- um sem heimilishundum og félögum, er ekkert um lausa- gang hunda gefið (að sjálf- sögðu) og finna gjarnan til hræðslu gagnvart þeim. Eg hef sjálfur orðið fyrir áreitni hunda sem ganga lausir og skil því vel þau óþægindi sem slíkt hefur í för með sér. En ég hef líka, sem betur fer, kynnst betri hliðinni á þessum dýrum og skil því einnig þá ánægju og þann félagsskap sent hafa má af hundum. Þar sem ekki er við blessuð dýrin að sakast, þá ætla ég að beina máli minu til þeirra sem hafa með þau að gera. I vetur er leið tókum við tík, þá sex mánaða, inn á heimili okkar til reynslu fyrst og þá sem hún uppfyllti alla þá kosti sem prýða mega heimilishund ákváðum við að taka hana að okkur. Ekki liðu margir dagar þangað til við fengum hótun- arbréf frá Heilbrigðiseftirlit- inu, þar sem þess var krafist að við færum að lögum um hundahald, „án tafar, að öðr- um kosti o.s.frv.“ Borist hafði kvörtun vegna hundsins, sem þá var enn til reynslu hjá okk- ur og við vildum ekki skrá strax þess vegna. Við hlýddum kallinu og höf- um síðan farið að tilmælum He i I brigðiseft i r li tsi ns um hundahald. Þó hefur tíkin nokkrum sinnum sloppið úr bandinu, en náðst fljótlega og aldrei farið á flakk. En eðlið sækir náttúruna heim og nú er að skapast nán- ast óþolandi ástand við heim- ili okkar og nágrenni þess, vegna lausra hunda, sem ganga frjálsir ferða sinna án þess að nokkuð sé að gert. Að kvarta við meindýraeyði er eins og að hrópa upp í vindinn. Reyndar eru skráðir viðtals- tímar hjá því mæta fólki í líku samræmi við það aðhald sem það sýnir hundahaldi og lög- um þar um. Þess vegna spyrég hundaeftirlitsmann á Suður- nesjum: Hvers vegna er ekki farið eftir 3.-4. grein um sam- þykkt um hundahald, þegar um margítrekað brot hunda- eigenda er að ræða? Hvers vegna eru ekki virtar óskir þol- enda að fjarlægja hunda, þegar kvartað er yfir þeim? Eru máske önnur lög til sem vernda hundaeigendur sem fara ekki að lögum? Og þá hvers vegna er þeirra ekki get- ið í samþykktum um hunda- hald? Þegar þetta er skrifað, 29.5.’89, er tíkin okkarað lóða í fyrsta sinn. Þetta finna bless- aðir hundarnir Iangar leiðir og leita á vit ævintýranna. Núsíð- ustu vikurnar hafa tveir hund- ar nánast vaktað heimili okk- ar, okkur og nágrönnunum til mikils ama. Það hefur gengið svo langt að við höfum orðið að fara með tíkina út fyrir bæ- inn til að viðra hana. Eigendur þessara hundaeru Lúðvik Finnsson, Heiðarbóli 51, og Gunnar Örn Örlygsson, Lágmóa 1. Eg vil taka fram að það eru fleiri hundar sem ganga lausir, en ég hef ekki náð þeim til að athuga hverjir eigendur þeirra eru. En nú vil ég spyrja eigendur þessara hunda: Hver er ástæðan fyrir því að þið getið ekki sinnt ykk- ar hundum eins og lög gera ráð fyrir? Og Gunnar Órn er kannski tilbúinn til að koma upp í Heiðarholt 1C og greiða kostnaðinn vegna læknisað- gerða, sem við urðum aðgera á tíkinni til að varna því að hún yrði hvolpafull? Þín er ábyrgð- in en ekki hundsins, Gunnar. Að lokum vil ég biðja Suð- urnesjamenn að sameinast um að hundahald geti þrifist hér með sóma. Gagnkvæm virð- ing og tillitssemi gegn náung- anum er besta leiðin til að gera samfélagið heilbrigt og ánægjulegt. Virðingarfyllst, Sigfús Sigfússon. Vilt þú skrifast á við Bandaríkjamann? Annað slagið konta á póst- húsið í Keflavík bréf frá ung- um bréfaskrifurum víðsveg- ar að úr heiminum, sem óska eftir því að eignast penna- vini hér á Suðurnesjum. Nvlega kom bréf frá tólf ára dreng frá Dallas í Texas sem hefur áhuga á því að eignast pennavini á Suður- nesjum. Hann segist búa í Dallast með foreldrum sín- um, nokkrum fiskum, feitum ketti og systur sinni. Ahugamál bréfritarans eru m.a. að teikna og spila á klarinett. Einnig hefur hann áhuga á körfubolta. horna- bolta, lestri og fiskveiðum. Þeir sem áhuga hafa á að skrifast á við strákinn geta sent bréf á ensku til: Anthony Marcon 10316 Pinecrest Dr. Dallas, Texas 75228 U.S.A. Póst- og sima- málastofnunin auglýsir: að svæðisskrá fyrir 92 svæðið er komin og gildir fyrir öll Suðurnes. Verð kr. 130. Takmarkað upplag. Stöðvarstjóri X)ST oo StMAMALHSTOfWUN

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.