Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.1989, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 01.06.1989, Blaðsíða 17
\)iKiin Grindavík: Þrir farnir til síld- veiða í nót Á mánudag átti Grinda- víkurbáturinn Skarfur að leggja af stað til síldveiða í hringnót. Þá var þess vænst að áður en þetta blað kæmi fyrir augu lesenda væru tveir Grindavíkurbátar til viðbót- ar, Hafberg og Sigurður Þor- leifsson, farnir til samskonar veiða. Mun vera ráðgert að nýta aflann í laxafóður. Vinnuslys í Sandgerði Vinnuslys varð um borð í Sandgerðingi GK í Sand- gerðishöfn á fimmtudag, er verið var að hífa upp úr bátn- um og viðkomandi híf slitn- aði niður með þeim afleiðing- um að kar lenti á fingri manns. Var viðkomandi aðili fluttur með sjúkrabíl til læknismeðferðar. Muggur hf. - nýtt útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki Stofnsett hefur verið í Keflavík útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki er ber nafn- ið Muggur h.f. Stofnendur eru aðilar á Hnífsdal, Isafirði og í Reykjavík. Eru þetta m.a. þeir aðilar er keyptu allt hlutaféð í Jöfri h.f. og eign- uðust þar með rækjutogar- ann Jöfur KE 17. Á ofsahraða á Grindavíkurvegi Lögreglan stóð á mánu- dagskvöld ökumann að því að aka á ofsahraða eftir Grindavíkurvegi. Mældist ökuhraðinn 139 km/klst. Var ökumaðurinn sviptur ökuréttindum á staðnum og kallaður síðan fyrir fulltrúa daginn eftir. Fyrirtæki til vinnslu á jarðefnum Arnar Jónsson, Njarðvík, hefur ásamt aðilum í Kópa- vogi og Garðabæ stofnsett í Garðabæ fyrirtæki, er nefnist Víkurvinnslan h.f. Er tilgangur firmans rekstur á jarðefnanámum, vinnsla á jarðefnum, kaup og sala á jarðefnum innanlands og til útlanda. Grindavík: Barðanum GK bjargað frá strandi Er verið var að færa Sand- gerðisbátinn Barðann GK-375 milli bryggja í Grindavíkur- höfn á laugardag varð vélar- bilun í bátnum. Skipti þá engum togum að Barðann rak út úr höfninni og stefndi í að hann ræki upp austan megin í sundinu, á svipuðum slóð- um og Skúmur GK strand- aði á fyrir nokkrum misser- um. Skipverjar á tæplega tíu tonna þilfarsbáti, Funa GK 87, sáu í hvað stefndi og leystu þegar landfestar og tókst að koma endum milli bátanna í þann mund er Barðinn sló niður hælnum. Þó mikill stærðarmunur væri á bátunum dró Funi Barð-. ann að bryggju í Grindavík- urhöfn á ný. Funi GK er, sem fyrr seg- ir, tæplega 10 tonna plast- bátur, en Barðinn er 243 tonna stálbátur. Skipstjóri á Funa er Skúli Magnússon, en með honum voru í þessum björg- unarleiðangri tveir skipverj- ar auk eins sjómanns, sem fyrir tilviljun var staddur þar um borð. KAFFIKYNNIN G I í SAMKAUP föstudag kl. 14-18 Gott kaffi Gott verð Heilverslun Gunnars Hjaltasonar Sumarleyfí Sóknarprestur og starfsfólk Innri- og Ytri- Njarðvíkursókna verða í sumarleyfi frá og með 5. júní - 16. júlí. A meðan annast þjón- ustuna sóknarprestur og starfsfólk Kefla- víkurkirkju. Sóknarprestur og sóknarnefndir Njarðvíkurprestakalls. Frá Grunnskóla Njarðvíkur: IBUÐ OSKAST Ibúð óskast fyrir kennara við skólann frá 1. júlí nk. Upplýsingar veitir skólastjóri eða yfirkenn- ari í símum 14399 eða 27369. Fimmtudagur 1. júní 1989 17 Funi GK 87 við bryggju í Grindavík. Barðinn kominn að bryggju á ný. Ljósm.: epj. Ariston gæði - Ariston verð Bökunarofnar, margar gerðir. Hellurborð, hvít eða stál. Helluborð, 4hellur, 2gashellurog 2rafmagnshellur. Hellurborð, 4 hellur, 2 halogen hellur, 2 venjulegt rafmagn. Hvað er Halogen? Við útskýrum og sýnum. Margt annað til að skoða. Athugaðu líka verðið og kjörin. Kjölur h/f, Víkurbraut 13, Keflavík, sími 12121. Kjölur, Ármúla 30, Rvk., sími 91-678891,91-678890. Tökum forskot á sjómannadaginn á Vitanum Sérstakur sjómannadagsmat- seðill laugardag og sunnudag. Meðal annars: • Rjómalöguð sjávarréttasúpa og lambasteik, bearnaise kr. 1.350 • Rjómalöguð sjávarréttasúpa og gratineraður skötuselur kr. 1.120 Borðapantanir í síma 37755. - Kaffihlaðborð sunnudag. - BREYTTUR OPNUNARTÍMI: Opið virka daga til kl. 23.30. Föstudaga og laugardaga til kl. 03. Sunnudaga til kl. 21. Sími 37755 20 ára aldurstakmark. Matargestir, pantið borð tímanlega.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.