Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.07.1989, Qupperneq 1

Víkurfréttir - 20.07.1989, Qupperneq 1
Gámafiskurinn á erlendum mörkuðum: Suðurnesjafisk- urinn selst vel Nú er komið í ljós að fisk- ur af Suðurnesjum og úr Vestmannaeyjum selst á mun hærra verði úr gámum erlendis en fiskur frá öðrum landshlutum. Er talið að ástæðan sé sá aðstöðumunur sem verstöðvarnar hér hafa fram yfir landsbyggðina til að koma fiskinum sem fersk- ustum út. Geturþarna mun- að allt að fjórum dögum, að því er fram kom í Morgun- blaðinu um síðustu helgi. Sé borið saman verð, sem fékkst fyrir þorsk í gámum frá mismunandi stöðum kemur í ljós að meðalverðið er betra hér syðra en annars staðar. Þannig fengust 58,35 kr. fyrir kg af þorski úr Þor- lákshöfn, 57,94 kr./kg úr Keflavík, 57,33 kr./kg úr Vestmannaeyjum og 56,62 kr./kg úr Grindavík. En gámaþorskur frá Vestfjörð- um og norðvesturlandi seld- ist á 40,23-56,34 kr./kg á sama tíma. Skylmingar f nýja íþróttasalnum Skylmingar eru meðal nýrra íþrótta er fá inni í hin- um nýja sal íþróttahúss Keflavikur sem verður opn- aður nú í haust. Búið er að leggja gólfið í salnum sem verður fljótlega tilbúinn. Ekki er vitað til að skylm- ingar hafi verið stundaðar á Suðurnesjum áður, en nokkrir einstaklingar eru þegar byrjaðir að æfa íþrótt- ina. Auk skylminga er vitað að hópur áhugamanna um tennis hafa sótt um tíma í nýja salnum. Það má því eiga von á því að breiddin í íþróttalífi Keflvíkinga eigi eftir að aukast með tilkomu nýja salarins. Breyttir tímar hjá SBK: „Vitlaust að gera“ „Það er allt vitlaust að gera, hópferðir um allt land. Eina vandamálið er að manna þetta allt,“ sagði Steindór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Sérleyfisbif- reiða Keflavíkur, í samtali við blaðið. Steindór sagði að allir bíl- ar fyrirtækisins væru í stöð- ugri notkun í áætlunarferð- um og hópferðum. „Menn sem hafa verið að labba hér framhjá hafa verið gripnir og sendir í 10-12 daga hópferð- ir. Starfsmenn fyrirtækisins hafa staðið sig frábærlega, það verð ég að segja, því menn hafa þurft að hlaupa í allt, keyrslu, þvott ogannað. Það er unnið hér allan sólar- hringinn en samstaðan er góð og þetta er gaman þegar svona vel gengur," sagði Steindór. Það má þvi segja að það séu breyttir tímar hjá SBK. Fólk á ferð um landið hefur haft samband við blaðið og allir segjast sjá bíla frá SBK á ferðinni, hvar og hvenær sem er. f ÖRUGGUM HÖNDUM. i PIANOBARINN á Kaupfélagshornið Ákveðið hefur verið að flytja veitingastaðinn Píanó- barinn í haust í hús það sem áður hýsti matvörubúð kaupfélagsins að Hafnar- götu 30 í Keflavík. Að sögrn Kristjáns Inga Helgasonar hafa undirtektir viðkomandi yfirvalda verið mjög jákvæð- ar gagnvart staðsetningu þessari. Er stefnt að því að nota hugsanlega dyr frá Hafnar- götunni fyrir matsölu á dag- inn, en aðalinngangurinn yrði hins vegar frá portinu við Tjarnargötu. Er því nú verið að útfæra hönnun á staðnum sem mun bjóða upp á talsvert stærra húsnæði, sem gefur um leið meiri möguleika á aukinni fjöl- breytni. Um það hvort þessir flutn- ingar séu tilkomnir vegna þrýstings frá nágrönnum Píanóbarsins í dag sagði Kristján: „Ja, núverandi staður er í íbúðarbyggð og þvi mjög óhentugur með till- iti til staðarvals. Nýi staður- inn virðist vera að öllu leyti mun hentugri hvað staðsetn- ingu varðar.“

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.