Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.1989, Page 1

Víkurfréttir - 31.08.1989, Page 1
Píanóbarinn kominn með leyfi á ný Málamiðlun tókst á föstu- dag í máli Píanóbarsins, að sögn Asgeirs Eiríkssonar, fulltrúa bæjarfógetans í Keflavík. í framhaldi af því fékk staðurinn vínveitinga- leyfið á ný en með vissum skilyrðum. Skilyrðin eru þau að gestir mega ekki vera fleiri en 65, en áður var miðað við 100. Þá þarf að endurbæta loftræst- ingu og sjá til þess að neyðar- dyr aftantil séu lokaðar, svo tónlist berist ekki út þar. Tónlist skal vera í lágmarki og þannig stillt að hún trufli ekki nágrennið. Þá skal rýma staðinn að loknu skemmt- anahaldi hverju sinni og reynt skal að valda sem minnstu ónæði í nágrenni staðarins, bæði hans vegna og gesta hans. Að þessum skilyrðum uppfylltum má staðurinn selja vín eins og áður til loka þess tíma sem áður útgefjð leyfi gaf til kynna, en það rennur út í lok september og verður þá ekki endurnýjað. Vopn gerð upptæk á Vogastapa Lögreglunni í Keflavík barst um síðustu helgi til- kynning um að menn væru að skjóta úr byssum á Voga- stapa. Reyndist það rétt vera og kom lögreglan að mönn- um úr Reykjavík sem höfðu nýlega fengið byssuleyfi og tölsu sig mega skjóta á stað þessum. Slíkt er þó með öllu óheimilt nema með skrifiegu Ieyfi landeiganda. Lagði lög- reglan því hald á byssurnar og leyfi umræddra aðila, jafnframt því sem málið var sent áfram. Vatnsveita Suðurnesja: 500 hundruð milljónirnar komnar Vatnsveita Suðurnesja hefur móttekið þær tæpar fimm hundruð milljónir sem Bandaríkjamenn ætla að leggja í hina nýju vatnsveitu samkvæmt áður gerðu sam- komulagi. Að sögn Odds Einarssonar, formanns stjórnar vatnsveitunnar, er um að ræða 460 milljónir króna auk verð- og gengis- bóta. Hefur fénu þegar verið komið til ávöxtunar á vegum Sparisjóðsins í Keflavik. Þar sem fjármunum þessum verður varið til framkvæmda á stuttum tíma koma þeir ekki til almennrar lánaút- hlutunar. Engu að síður er mikill óbeinn ágóði fyrir sparisjóðinn að fá þessa fjár- muni, að sögn heimildar- manns blaðsins innan spari- sjóðsins. Fullfermi af ráðu- neytisþorski Ólafur Lárusson, sjómaður á Baldri KE, sýnir ljósmyndaranum hvernig þorri aflans var, stór og my ndarlegur þorskur. Á litlu my nd- inni sést hve Baldur er siginn. Ljósm.: hbb. Dragnótarbáturinn Bald- ur KE 97 setti vel í þann gula á þriðjudag norður af Hraunum. Fékkst fullfermi af stórum ogfallegum þorski úr einu kasti, eða tæp 25 tonn. Sá böggull fylgdi þó skammrifi að afli þessi var allur gerður upptækur er I Iand kom, eða því sem næst, þar sem lagt er ákveðið upp- tökugjald á þann þorsk sem er umfram 15% af afla drag- nótarbáta sem veiða hér á heimaslóðum, þ.e. I bugt- inni Þó svo að aflinn fari að mestu til sjávarútvegsráðu- neytisins er hann dreginn af aflakvóta bátsins og því má segja að sektin fyrir að hirða aflann sé tvöföld. Að sögn Kristjáns Ingi- bergssonar, skipstjóra, kom þessi mikli þorskafli fyrir- varalaust og því ekki við neitt ráðið. Þótti mönnum það hins vegar blóðugast að þurfa að láta ráðuneytið hafa aflann, sem veiddur er hér á heimaslóð, sérstaklega þeg- ar hann er svona óvanalega stór og fallegur.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.