Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.1989, Síða 8

Víkurfréttir - 31.08.1989, Síða 8
I 8 Fimmtudagur 31. ágúst 1989 MlKUK jum% Nýi 4 Runnerinn á sýningu á Bílasölu Brynleifs Á Bílasölu Brynleifs verð- ur um helgina kynntur hinn nýi „foringi" frá Toyota, þ.e. 4Runner-jeppinn, en hann hefur ekki verið í boði hér áður hjá Toyota-umboð- inu. Fjölmargir svona bílar af eldri árgerðum Itafa þó sést á götum hér, margir glæsilega útbúnir, þannig að 4Runner-inn er vel þekkturá Suðurnesjum. Nýi 4Runncr- inn er með V6 3ja lítra vél og beinni innspýtingu, 4ra dyra. Svo er í boði mikill aukabún- aður. Slökkvibíllinn á bensínstöð? Meðal fjölmargra sem sýnt hafa áhuga á að eignast gamla slökkvibílinn, en þeir munu vera á þriðja tuginn, eru rekstraraðilar einnar bensínstöðvar á Suðurnesj- um. Þeir munu hafa áhuga á að hafa bílinn til sýnis á svæðinu á góðviðrisdögum... 10 þúsund bílar Bílaeign á Suðurnesjum er mjög mikil. Alls eru 10 þús- und bílar I umferð á svæðinu. Bílabragginn með bilanatölvu Bílabragginn í Njarðvík er kominn með nýja tölvu í þjónustu sína, sem greinir bilanir I kveikju og rafkerfi. Tölvan er af gerðinni SUN, sem er þekkt fyrirtæki á sviði vélastillingatölva. Bíla- bragginn mun vera eitt af þremur fyrirtækjum, á Is- landi sem hefur tekið svona tölvu í notkun. Ný bónþjónusta Ný bónþjónusta hefur ver- ið opnuð að Fitjabakka ld í Njarðvík, er nefnist Bónhús- ið. Þar er boðið upp á bón og þvott og mössun á lakki ef óskað er. Valur með 3ja besta tímann Tveir Suðurnesjaöku- menn verða í úrslitum Öku- leikninnar um næstu helgi. Valur Á. Gunnarsson, ,,Glaumbergsstjóri“, sigraði í keppninni sem fram fór í Galtalæk, fékk 146 refsistig, sem er þriðji besti árangur- inn í sumar. Sigurvegari í keppninni í Keflavík varð Jón Þorkelsson, sem hlaut 180 refsistig. Þeir félagar, ásamt sigurvegaranum í kvennaflokki í Keflavík, verða í eldlínunni í úrslita- keppni Ökuleikninnar í Reykjavík um helgina. 3ILAR OG ÞJONUSTA - 100 Mazda-bílar á 6 mánuðum Ný Mazda 323 að koma. - - segir Eyvindur Ölafsson Ein vinsa'lasta tegundin frá Mazda, 323, kemur í nýrri út- færslu í þessum ntánuði. Að sögn Eyvindar á Bílasölu Suðurnesja, sem er umboðs- aðili fyrir Ðílaborg og'Svein Egilsson hf., kemur 323 Mazdan í gjörbreyttri mynd og á mjög hagstæðu verði. „Mazdan á marga aðdá- endur hér á Suðurnesjunt. Við höfum selt yfir 100 bíla síðan í mars, mest af626og 323. Sérstaklega er 626 2ja dyra bíllinn vinsæll hérna. Það hefur verið rýmingar- sala hjæ okkur að undan- förnu á síðustu 1989 bílun- um og hún hefur gengið vel. Við eigunt aðeins örfáa bila eftir.“ Sala í notuðum bílum hef- ur einnig verið ágæt og sagði Eyvindur að það væru mest skipti. „Við höfum getað boðið uppítökubíla á mjög hagstæðum kjörum og það hefur haft sitt að segja." I haust er einnig von á nýj- um Suzuki Swift. „Þessi smábíll hefur fengið góðar viðtökur. Nýi bíllinn hefur verið stækkaður auk fleiri smábreytinga," sagði Ey- vindur. „Vinsæl á Suðurnesjum11 hjá Bílasölu Suðurnesja Eyvindur Ólafsson bilasali við einn nýjan frá Mazda. Ljósm.: pket. Gamall vinnujálkur á söluskrá Annar af eldri slökkvibílum Brunavarna Suðurnesja hefur nú verið auglýstur til sölu. Bíll þessi hefur haft númerið tveir sem slökkvibíll frá því hann kom til Keflavíkur upp úr 1950. Þá var fyrir hjá Slökkviliði Keflavíkur bíll af árgerðinni 1947. Sá sem nú er á söluskrá er þó eldri og því algjört antík. Um er að ræða Ford-bíl af árgerðinni 1942, sem kom fyrst hingað til lands á vegum hersins og var notaður af þeirra aðilum m.a., fram til loka síðari heimsstyrjaldar- innar. Síðar keypti Bruna- bótafélag íslands bíl þennan og lét gera hann upp á verk- stæði sínu í Hafnarfirði. Það verk vann Erlendur Halldórs- son, sem kunnur er af endur- byggingu gamalla bíla m.a. fyrir Þjóðminjasafnið. Slökkvilið Keflavíkur keypti bílinn síðan upp úr 1950 og hjá þeim hefur hann verið í fullri notkun síðan og hjá Brunavörnum Suðurnesja eftir að það fyrirtæki tók við af slökkviliðinu. Engömlu Ford- bílarnir voru einu bílarnir hjá liðinu fram til 1973, enda mikl- ir vinnujálkar. Fyrir þá sem hafa áhuga á að eignast þennan antíkgrip, skal bent á að skila ber tilboð- um fyrir 15. september. BÍLEIGENDUR ATHUGIÐ! Er bíllinn skítugur eða lakkið orðið matt? Við þrífumbílinn, jafnt að utan sem innan, ásamt mössun á lakki. Fljót og góð þjónusta. BÓNHÚSIÐ Fitjabakka 1-D Sími 16071 (Við hliðina á Víkurtré) BÓN- HÚSIÐ sf. Torfærukeppni Stakks á sunnudaginn „Það eru allir þeir helstu búnir að skrá sig, þannig að það má búast við hörku- keppni. Bílarnir eru alltaf að verða betur og betur útbúnir og þar af leiðandi erfiðara að gera þrautir við hæfi. En við ættum nú ekki að verða í vandræðum með það frekar en fyrri daginn,“ sagði Þor- steinn Marteinsson í björg- unarsveitinni Stakki í Kefla- vík en hin árlega torfæru- keppni félagsins verður við Grindavík á sunnudaginn kl. 14. Torfærukeppnin, sem nú er haldin í 19. skipti, gefur stig til Islandsmóts. Keppt er í tveimur flokkur, óbreytt- um bílum og sérútbúnum. Meðal keppenda er hin svakalega Heimasæta 2 sem hefur verið nánast ósigrandi að undanförnu. Torfaeruáhugamenn mega eiga von á miklum tilþrifum við Grinda- vík á sunnudag. Ljósm.: hbb. BÍLALEIGA GÓÐIR BÍLAR - GOTT VERÐ Hafnargötu 33 - Sími 13333

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.