Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.1989, Síða 12

Víkurfréttir - 31.08.1989, Síða 12
12 Fimmtudagur 31. ágúst 1989 r Iþróttahús Keflavíkur leigðir út tímar í Iþróttahúsi Keflavíkur til almenn- ings. Upplýsingar gefur Jón Jóhannsson í síma 11771. íþróttaráð Frá Holtaskóla Nemendur komi í skólann sem hér segir: Miðvikudag 6. september: 9. bekkur komi kl. 09.00 8. bekkur komi kl. 11.00 Fimmtudag 7. september: 7. bekkur komi kl. 09.00 6. bekkur komi kl. 11.00 Kennarafundur hefst föstudaginn 1. sept- ember kl. 10.00. Skólastjóri f I vetur verða f Frá Grunnskólanum Sandgerði Skólabyrjun Skólinn verður settur föstudaginn 1. sept- ember kl. 14. Nemendur mæti síðan til starfa þriðjudag- inn 5. september sem hér segir: 7. og 8. bekkur kl. 9. 5. og 6. bekkur kl. 10. Forskóli, 1., 2., 3. og 4. bekkur kl. 13. Skólastjóri Opiö á laugardögum kl. 14 - 16. Aðrir timar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. \)IKUR jútUi Eiríkur Hilmarsson, fyrsti stúdentinn úr FS sem lýkur doktorsprófi. Ljósm.: hbb. Eiríkur Hilmarsson: Fyrsti FS-stúdentinn sem lykur doktorsnámi Nýverið lauk Eirikur Hilmarsson úr Keflavík doktorsnámi í stjórnun frá University of Wisconsin í Bandaríkjunum. Er hann fyrsti stúdentinn frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem lýkur dokt- orsnámi. Víkurfréttir tóku hann tali fyrir síðustu helgi. „Þetta nám sem ég var að ljúka mun t.d. nýtast mér í skólastjórnun, starfi fræðslu- stjóra eða við stjórnun há- skóla. Eg var á hagfræðisviði í skólanum og lokaritgerð mín var hagfræðiritgerð,“ sagði Eiríkur og bætti við: „Eg er nú að leita mér að atvinnu í einka- geiranum eða á opinberri stofnun, en ekki kennslustofn- un. Það er hugmynd mín að kynna fyrir mönnum gæða- stjórnun þ.e. að ódýrara sé að framleiða góða vöru heldur en lélega vöru.“ -Hvað er þetta langt nám? „Eftir að hafa verið þrjú ár í Háskóla íslands tók námið er- lendis mig fimm ár. Síðastliðin þrjú ár hefégeinnigkennt með náminu." -Að lokum, um hvað fjallaði doktorsritgerðin? „Doktorsritgerðin fjallaði um hversu vel fjárfestingar skila sér í þjóðfélaginu. Geysi- legum fjárhæðum er veitt til menntunarmála. Mér lék for- vitni á að vita hvort íslenska þjóðin væri ofmenntuð. Niðurstaða mín er m.a. sú að íslendingum nýtist mjög vel menntun í starfi og þeir fjár- munir sem varið er til mennt- unarmála nýtast vel,“ sagði Eiríkur Hilmarsson að end- ingu. Færseth-höllin: Ný nudd- stofa opnar á laugardag Ný nuddstofa opnar í Keflavík nk. laugardag. Er stofan til húsa í hinni svo- nefndu Færseth-höll, á ann- ari hæð Hafnargötu 23. Eigandi nuddstofunnar, Soffía Zophoniasdóttir, sagði í samtali við blaðið að hér væri um almenna nudd- stofu að ræða, þar sem hægt væri að fá ýmsar tegundir nudds og ekki þyrfti tilvísun frá læknum. Þess má geta að Soffia hefur áratuga langa reynslu í nuddi. Nuddstofan er opin á mánudögum, miðvikudög- um og föstudögum frá kl. 10 til 18 og á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13-21. Vildi Soffía brýna það fyrir fólki að tekið er á móti síma- pöntunum kl. 12-13 og 18-19 alla daga og fólk beðið um að hringja ekki á öðrum tímum. Síminn hjá Sofliu er 14337. Soffía Zophoniasdóttir nuddar unga stúlku við vöðvabólgu. Ljósm.: hbb

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.