Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.08.1989, Síða 16

Víkurfréttir - 31.08.1989, Síða 16
16 Fimmtudagur 31. ágúst 1989 Frystihúsavélstjórar boða verkfall Vélstjórafélag Suðurnesja boðaði í síðustu viku til verk- falls vélstjóra er starfa í níu frystihúsum á Suðurnesjum, þ.e. alls staðar nema í Grindavík. Kemur verkfallið til framkvæmda aðfaranótt næsta mánudags, hafi samn- ingar ekki tekist fyrir þann tíma. Samningar félagsins hafa verið lausir síðan um áramót en aðeins hafa verið haldnir fjórir fundir með viðsemj- endum, sem eru Vinnuveit- endafélag Suðurnesja, Vi'nnumálasamband sam- vinnufélaga og Hraðfrysti- hús Keflavíkur. Er deilan nú i höndum ríkissáttasemjara. Auglýsing frá Sálarrannsóknar- félagi Suðurnesja i f Enski skyggnilýsingamiðillinn Iris Hall heldur almenna skyggnilýsingafundi i húsi félagsins að Túngötu 22, Keflavik, fimmtu- dagana 7. og 14. sept. kl. 20.30. Öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Miðasala við innganginn. Stjórnin Frá Grunnskóla Njarðvíkur: UPPHAF SKÓLA- STARFS 1989 Kennarafundur verður í skólanum föstu- daginn 1. september kl. 10 árdegis. Nemendur komi í skólann miðvikudaginn 6. september sem hér segir: Kl. 9 9. og8. bekkur. Kl. 10 6. og 7. bekkur. Kl. 11 4. og 5. bekkur. KI. 13 2. og 3.bekkur. Kl. 14 1. bekkur. Forskólabörn, fædd 1983 (sex ára), og for- eldrar þeirra verða boðuð í viðtal símleiðis 6.-8. september. Skólagangaforskólabarna hefst 11. september. Skólastjóri AUGLÝSING um breyttan heimsóknartíma á Sjúkrahúsinu í Keflavík Frá og með 1. september verða heimsókn- artímar sem hér segir: Virka daga kl. 18.30-19.30 Um helgar kl. 15-16 og 19-19.30 Athygli er vakin á því að reykingar heim- sóknargesta eru ekki leyfðarástofnuninni. Jafnframt skal vakin á því athygli, að sömu heimsóknartímar gilda fyrir fæðingadeild. Hjúkrunarforstjóri Eldur í potti með feiti Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fékk í síð- ustu viku tilkynningu um að reyk legði frá húsinu nr. 98 við Hringbraut í Keflavík. Er að var komið reyndist eld- ur hafa komið upp í potti sem í var feiti. Var því nokk- ur reykur í húsinu sem er hæð og ris. Eldurinn var fljótt slökkt- ur enda hafði íbúi hússins sett lok á pottinn þegar séð var hvað um var að ræða og þannig haldið eldinum niðri. Kom því aðallega i hlut slökkviliðsins að reyklosa íbúðina. Firmakeppni U.M.F.N. í utanhússknattspyrnu verður haldin á grasvellinum í Njarðvík dagana 7. og 8. sept. nk.,þarsem leikið verðurþvertávöll- inn. í hverju liði eru 6 leikmenn inná í einu, þar af einn í marki. Leiktími er 2x15 mín. Þátttökugjald er kr. 8.000 á lið. Þátttöku skal tilkynna í síðasta lagi 4. sept. til neðan- greindra aðila: Oddgeir, hs. 13690 - vs. 16200. Þórður, hs. 13766 - vs. 54293. Guðjón, hs. 12983 - vs. 11288. Styrktarfélag aldraðra Suðurnesjum KERAMIK Ákveðið er að halda þrjú keramiknámskeið í haust. Fyrsta námskeiðið byrjar 7. sept- ember, annað námskeiðið 5. október og það þriðja 2. nóvember. Upplýsingar hjá Soffíu í síma 11709 fyrir hádegi. NEFNDIN Messur Keflavíkurkirkja Laugardagur 2. sept. Árnað heilla: Guðrún Agústa Björgvinsdóttir og Sigmundur Guðmundsson, Heiðargarði 3, Keflavík, verða gef- in saman í hjónaband kl. 14. Sóknarprestur Útskálakirkja Messa kl. 11. Kór, organisti og sóknarprestur úr Grindavík messa. Séra Örn Bárður Jónsson Hvalsneskirkja Messa kl. 14. Kór, organisti og sóknarprestur úr Grindavík messa. Séra Örn Bárður Jónsson Grindavíkurkirkja Bænasamkomur alla þriðjudaga kl. 20.30. Sóknarprestur

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.