Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.09.1989, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 21.09.1989, Blaðsíða 8
8 mdar grin ■ gagnryni y vangaveltur- un^sjón:*emil páll.*» Varnarliðið kallar úlfur, úlfur Að undanförnu hafa verið tíðar æfingar hjá varnarlið- inu, þar sem notuð hafa ver- ið merkjablys. Þótt viðkom- andi æfingar hafi verið til- kynntar áður, hafa þær í sumum tilfellum valdið því að hjálparsveitir hafa verið kallaðar út, þar sem ekki lá ljóst fyrir áður að um æfingu var að ræða. T.d. var boðum komið alla leið til Slysa- varnafélagsins í byrjun síð- ustu viku, en engu að síður var slysavarnasveitin Þor- björn í Grindavík kölluð út. Hitt er þó alvarlegra, að þeg- ar tilkynnt er um að notuð verði neyðarblys á ákveðnu 3ja-4ra klukkustunda tíma- bili, gæti orðið sjóslys á sama tíma, þar sem ekki væri tekið mark á neyðarblysi vegna vitneskju um æfingu hersins. Sjá menn því í hendi sér að Varnarliðið verði að hætta þessum æfingum sem þegar eru komnar langt út í öfgar. Höfum liðið marga Patreksfirði... Haldið var upp á tveggja ára afmæli Fiskmarkaðs Suðurnesja síðasta fimmtu- dag, en eins og fram kom í síðasta tölublaði eru ýmsar blikur þar á lofti. Var m.a. rætt um kvótamál í afmælis- ræðu stjórnarformanns Fiskmarkaðarins, Loga Þor- móðssonar. Sagði hann m.a. í því sambandi: „Okkar svæði hefur liðið marga Pat- reksfirði." Er nokkuð til í því. ... sveitarstjórna- mennirnir endurspegl- uðu ástandið... Þó öllum sveitarstjórnum á svæðinu hafi verið boðið að senda fulltrúa í afmælið voru þær aðeins þrjár sem létu það eftir sér, Keflavík, Grinda- vík og Miðneshreppur. Höfðu menn á orði að þetta endurspeglaði það hvaða sveitarstjórnir gera sér grein fyrir því að við lifum á sjáv- arútvegi. lofti í útgerðarmálum svæð- isins og þá alveg eins varð- andi þetta fyrirtæki sem önn- ur. Hvar verður Islandsbanki? Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvar Is- landsbanki verður staðsettur í Keflavík, þegar sameining Verslunar- og Utvegsbanka mun eiga sér stað. Báðir bankarnir eru með stór útibú í Keflavík. Ekki eru mörgár síðan Útvegsbankinn stækk- aði við sig og bætti við efri hæðinni að Hafnargötu 60. Verslunarbankinn stækkaði einnig fyrir nokkru síðan og endurhannaði húsnæðið nánast og er nú í hinum ,,opna“ stíl, mjög glæsilegt. En hvort húsnæðið verður nú fyrir valinu hjá Islands- banka? Útvegsbankahúsið er með hvelfingu undir og er stærra. A báðum stöðum eru ekki næg bílastæði fyrir stórt útibú, þó Verslunarbankinn hafi frekar vinninginn þar miðað við eigin stærð í dag. En samkvæmt síðustu frétt- um þá tippa fleiri á Útvegs- bankahúsið... ... Jóhanna eða Eiríkur? Meira um Islandsbanka. Þeir sem hafa spáð í spilin lenda í „strandi" þegarkom- ið er að umræðu um útibús- stjóra. Verður það Jóhanna í Kringlunni í Reykjavík. Þar eru á boðstólum sömu vöru- merki og í Póseidon og ber nýja búðin nafn hins kunna danska tískufatnaðar, Jackpot. Næturlíf á Langbest Veitingaþjónusta hefur þróast ört á Suðurnesjum og stöðum hefur fjölgað. Nú ætlar einn þeirra að bæta við þjónustuna og hafa opið á laugardagskvöldum, bjóða fría heimkeyrslu á pizzum ásamt meðlæti á laugardags- kvöldum til kl. 5 um morg- uninn. Þetta er veitingastað- urinn Langbest í Keflavík. Duglegur ritstjóri Það fer vart milli mála að úti í Höfnum býr afkasta- mikill ristjóri ýmissa sér- tímarita sem gefin eru út á vegum Frjáls framtaks. Sá maður heitir Leó M. Jóns- son og er ritstjóri tímarita eins og Bíllinn, Bóndinn og tölvublaðs, svo eitthvað sé nefnt. Eru umrædd tímarit mjög vel úr garði gerð og að- ilum til sóma. Færri sjá eldspýtu- stokksblaðið Gárungarnir hafa lengi haft gaman afþví að minnsta dagblað þessa lands, Al- þýðublaðið, er svo lítið að hæglega má brjóta það sam- an og geyma í eldspýtu- stokki. En vandamálið sem Bætt umferðarmenning Mikið er nú rætt um bætta umferðarmenningu til að draga úr slysa- hættu. Við hér á Suðurnesjum búum við lélega hraðbraut sem þegar er búin að kosta milli 40 og 50 mannslíf. En hvað skyldi hið opinbera gera til að draga úr slysahættunni? Eitt af því litla sem gert er, er uppsetning á þessu merki við Reykjanesbraut, sem að vísu fáir hér syðra trúa á að hafi einhvern tilgang. En það er víst annað mál. Ljósm.: hbb. ... eða þingmennirnir? Þá var mæting þingmanna ekki betri. Aðeins Geir Gunnarsson og Hreggviður Jónsson máttu veraaðþvíað eyða smá tíma meðal útgerð- ar- og sjávarútvegsmanna á þessum tímamótum. Þá sendi Karl Steinar Guðna- son kveðju og gat þess að han son kveðju og gat þess að hann kæmist ekki sþkum anna. Sama gerði Olafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra. Frá hinum heyrð- ist ekkert. Aðalfundur Eldeyjar Ákveðið hefur verið að boða til aðalfundar útgerðar- félagsins Eldeyjar h.f. 8. október nk. Margir hafa beðið með óþreyju eftir fund- inum, enda ýmsar blikur á Reynisdóttir, Verslunar- bankastjóri, eða Eiríkur Al- exandersson úr Útvegsbank- anum? Jóhanna hefur gegnt útibússtjórastöðu lengur en Eiríkur en hvort það dugar henni er allsendis óvíst að segja til um... Magnús opnar í Kringlunni Magnús Ketilsson, sem rekið hefur tískuverslunina Póseidon í Keflavík í mörg ár, hefur opnað tískuverslun hrjáir það er að mjög fáir lesa það. Ekki einu sinni kratar kaupa þetta flokksmálgagn sitt í áskrift. Hefur aðal lest- urinn verið hjá stofnunum og öðrum er fá blaðið frítt. Svo hefur það a.m.k. verið hér á Suðurnesjum. En nú hefur lesendum fækkað enn til muna, þar sem þeir sem stjórna blaðinu hafa hætt að dreifa því ókeypis, a.m.k. hér á Suðurnesjum. Er jafn- vel talið að útbreiðslan nú nemi aðeins einum, tveimur eða þremur tugum blaða á öllum skaganum. \ikurfréttir 21. sept. 1989 Hluti gesta Hitaveitunnar, er ORMAT-virkjunin var formlega tekin í gagnið. Ljósm.: hbb. Viðkvæmir sveit- arstjórnamenn... nesjamanna mikill, með eina af hættulegustu akbrautum landsins við bæjardyrnar. Nokkuð er farið að gæta taugatitrings meðal sveitar- stjórnamanna varðandi alla gagnrýni. Enda ekki nema tæpt ár í kosningar. Vegna þessa hafa sumir þeirra, sem mættu í Svartsengi er Ormat- virkjunin var vígð, haft sam- band við blaðið og kvartað yfir að ekki skuli hafa komið fram í umíjöllun Mola að þeir hafi mætt. Þar var hins vegar verið að skrifa um þá sem mættu ekki og þvi voru ekki birt nöfn hinna. Þá hafa aðrir kvartað yfir þvi að sveitarstjórar þeirra hafi ekki boðað þá. ... með undantekn- ingum þó Eitt hafa sumir sveitar- stjórnamenn þó rétt fyrir sér samkvæmt nánari athugun Mola, þ.e. að komið hefur í ljós að tveir sveitarstjórna- menn til viðbótar munu hafa verið á staðnum, en höfund- ur sá þá ekki. Um er að ræða einn frá Vogum og annan úr Garðinum. Boðið eftir að hófið hófst Nú hefur komið í ljós að boðunarkerfi Fiskmarkaðar Suðurnesja hefur alls ekki verið gallalaust þrátt fyrir að svo hafi átt að vera. Fulltrú- ar tveggja sveitarfélaga fengu boð í hófið eftir að það hófst. Er hér um að ræða Garðmenn og Vatnsleysu- strandarmenn. Sé eins með önnur sveitarfélög er engin furða þó skógur sveitar- stjórnamanna hafi verið gis- inn í afmæli markaðarins. Myndarlegt framlag Suðurnesjamanna Þeir voru margir sem sátu hrærðir fyrir framan sjón- varpstækið og horfðu á fjár- öflunarþátt SEM-hópsins og Stöðvar 2. Þar tókst á einni kvöldstund að safna fyrir markmiðinu, húsi upp á 20 milljónir króna. Hlutur Suð- urnesjamanna í þessu átaki var myndarlegur. Þeir komu fram sem skemmtikraftar, fórnarlömb og síðast en ekki síst sem gefendur. Gáfu þeir peninga, vinnuframlag, efni og eitt fyrirtæki á Suðurnesj- um gaf fiskmeti í tvær mál- tíðir á viku fyrir íbúa húss- ins um ókomna framtíð. Enda er skilningur Suður- Forsetinn fór á kostum Fyrir bæjarstjórnarfund í Keflavík á þriðjudag áttu margir von á löngum og leið- inlegum fundi, enda tæplega 100 fundargerðir á dagskrá. Að vísu höfðu flestar þeirra hlotið afgreiðslu bæjarráðs meðan bæjarstjórnin var í sumarfríi. Skeleggum for- seta tókst þó að breyta þess- um ótta í málefnalegan, létt- an og góðan fund, sem lauk á tveimur tímum rúmum. Sá sem sat í forsetastól og átti heiðurinn af þessu er Vil- hjálmur Ketilsson, sem sann- arlega var í essinu sínu. Atvinnumálanefnd tekin á beinið Fundargerðir atvinnu- málanefndar Keflavíkur eru fremur fáséðar á fundum bæjarstjórnar Keflavíkur, enda fundir ekki mjög al- gengir. Á síðasta fundi bæj- arstjórnar kom þó ein slík fundargerð til afgreiðslu. Má segja að nánast allt sem þar kom fram hafi verið tekið til mikillar gagnrýni í bæjar- stjóminni. Verndaður vinnu- staður, mjög slæmt atvinnu- ástand og að útgerð og fisk- vinnsla ætti erfitt með að fá fyrirgreiðslu. Ekkert þess- ara mála fékk náð fyrir aug- um bæjarfulltrúa. Annars staðar í blaðinu er sérstak- lega rætt um verndaðan vinnustað. En varðandi hin atriðin þá spurðu bæjarfull- trúar sumir hverjir hvaða lýs- ingarorð yrði notuð um at- vinnuástandið t.d. í nóvem- ber og desember, fyrst það er mjögslæmt nú. Um lánamál- in kom fram að það skorti ekki fyrirgreiðslu, heldurætti þessi rekstur í vandkvæðum með að standa undir lánum vegna kvótaskorts. Bæjarfélögin þrjú með í Landsleiknum Nú hafa bæjarfélögin þrjú á Suðurnesjum öll ákveðið að vera með í Landsleik Stöðvar 2, sem er að hefjast. Verður gaman að fylgjast með spurningaleik þessum og sjá hvaða byggðarlag stendur sig best af þeim þremur á Suðurnesjum. Þó ekki hafi enn heyrst hverjir muni skipa lið bæjarfélag- anna, skulum við vona að valið verði gott.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.