Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.09.1989, Side 13

Víkurfréttir - 21.09.1989, Side 13
Unga fólkið Bréf frá Hondúras: Fátæka fólkið biður um mat 24.08. 1989 Kæru vinir, vandamenn og Garðbúar. Nú er ég búin að vera hér í Hondúras í sex mánuði og þetta eru búnir að vera frábær- ir sex mánuðir. Fjölskyldan mín er millistéttarfjölskylda og hreint og beint frábær. Ég bý í höfuðborginni sem heitir Tegucigalpa. Eg er búin að ferðast nokkuð og hér er svo mikið að sjá, það sem ekki er hægt að sjá heima. Hér er fá- tækt og fátæka fólkið er á göt- unni að selja hluti eða biðja um mat og pening. Skólinn sem ég er í er ágæt- ur. Þetta er stelpnaskóli og ég þarf að vera í sérstökum skóla- búningi svo ég sakna þess að geta ekki verið í gallabuxum og íþróttagalla í skólanum. Skólinn er búinn í október, mánuði fyrr en venjulega vegna forsetakosninga. Hond- úrasbúar byrja kosningabar- áttuna ári áður en kosið er. Jæja, ég ætla ekki að hafa þetta bréf lengra. Ég vil bara fá að þakka AFS og foreldrum mínum fyrir að gera þetta ár að raunveruleika. Ég er búin að læra mikið og sjá það að ís- lendingar lifa mjög góðu lífi, þó þeir vilji ekki viðurkenna það. Þetta er lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma og ég myndi segja að allir unglingar hefðu gott af þessu. Ég læt svo fylgja með heim- ilisfangið mitt í von um að ein- hver leggi sér penna í hönd og skrifi mér. Það er alltaf gaman að fá bréf að heiman. Astar- og saknaðarkveðjur, Anna Gunnlaugsdóttir, Hondúras. Anna Gunnlaugsdótlir Ráquél Col. Ruben Dario 4 calle 1 y 2 aue Casa no. 2235 Tegucigalpa D. C. HONDURAS C.A. Víkurfréttir 21. sept. 1989 Beitningaaðstaða Sandgerðishöfn auglýsir beitningaaðstöðu til leigu á hafnarsvæðinu í Sandgerði. Upplýsingar gefur Sigurður Bjarnason, hafnarstjóri. Hausttískan í Glaum- bergi Af og til er gestum skemmtistaðarins Glaum- bergs boðið upp á óvæntar uppákomur. Nú nýverið var það sýningarflokkur frá Dansstudiói Sóleyjar (Jó- hannsdóttur) er sýndi það nýjasta úr tískuheiminum. Var allur fatnaðurinn frá tískuvöruversluninni Tangó við Tjarnargötu í Keflavík. Ljósmyndari okkar, Hilmar Bragi, tók meðfylgj- andi mynd af sýningarfólk- inu og látum við hana tala sínu máli. Það var Sigríður „Gloría“ Gunnarsdóttir er sá um snyrtingu á sýningar- fólkinu, en fatnaðinn getur fólk skoðað nánar í Tangó. KEFLAVÍKURKIRKJ A: Fermingarbörn gefa hökul Fermingarböm Keflavík- urkirkju árið 1959 hafa ákveðið að færa kirkjunni hökul að gjöf til minningar um þrjú fermingarsystkini sem eru látin, þau Helgu Sig- urðardóttur, Éirík Jóhanns- son og Grétar Skaptason. Hökla má rekja allt aftur til Grikkja og Rómverja. Þeir urðu síðan sérstakur klæðnaður presta á 4.-9. öld, þegar almenningur lagði af slíkan klæðnað. Síðar varð hökullinn nær einvörðungu notaður í messunni, við sam- ' félagið um Guðs borð. Ræktarsemi við kirkju og kristni yljar manni alltaf um hjartaTæturnar og ég vil fyrir hönd sóknar og safnaðar þakka 30 ára fermingar- börnum Keflavíkurkirkju þessa veglegu gjöf um leið og við blessum með þeim minn- ingu látinna fermingarsyst- kina. Sóknarprestur STAPAFELL KEFLAVÍK AEG, GRAM og IGNIS frystikistur frá kr. 31.900.- KÆLISKÁPAR 16 gerðir frá kr. 29.900 ÞVOTTAVÉLAR með og án þurrkara ÞVOTTAÞURRKARAR frá kr. 24.900 ÖRBYLGJUOFNAR - HRÆRIVÉLAR - RYKSUGUR - ELDAVÉLAR - ELDAVÉLASETT - ELDHÚSVIFTUR STAPAFELL Símar 12300 og 11730

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.