Víkurfréttir - 21.09.1989, Qupperneq 16
16
Frettir
Yikurfréttir
21.sept. 1989
Ökuleikni:
Guðný
stóð
sig vel
Við sögðum frá frammi-
stöðu Suðurnesjafólks í
Ökuleikni 1989 í síðasta
blaði. í þá frásögn vantaði að
segja frá frammistöðu ann-
ars kvenþátttakandans úr
Keflavík, Guðnýjar Guð-
mundsdóttur. Hún lenti í 7.
sæti en Guðný hefur verið
dugleg í Ökuleikninni und-
anfarin ár, því í fyrra varð
hún í 3. sæti í úrslitunum.
Ein matvöruverslun í Grindavík:
Kaupfélagið leigir
Staðarkjöri
Víkurbraut 60
í gönguferð með
lögreglunni
Eitt af þvi skemmtilegasta
sem krakkarnir á dagheimil-
unum og leikskólunum gera
Fundir - Félagsmál
Aðalfundur
Útgerðarfélagsins
Eldeyjar hf.
verður haldinn í Glaumbergi, Keflavík,
þann 8. október 1989 kl. 14.00. - Húsið
opnað kl. 13.00.
Aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum
félagsins.
Stjórnin
Bjarmi
Félag um sorg og sorgarviðbrögð
Við hefjum vetrarstarfið miðvikudaginn
27. september kl. 20.30 í Kirkjulundi.
Erindi: Álfheiður Steinþórsdóttir, sálfræð-
ingur, ræðir um hjónaskilnaði og sorg.
Stjórnin
« Allsherjarat-
'i) kvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat-
kvæðagreiðslu um kjör fulltrúa á 17. þing
Landssambands íslenskra verslunar-
manna, sem haldið verður 13.-15. okt. nk.
Kosið er um 4 fulltrúa og 4 til vara.
Framboðslistum sé skilað til formanns
kjörstjórnar, Þórarins Péturssonar,
Fífumóa lb, Njarðvík, eigi síðar en kl. 18
miðvikudaginn 27. sept. nk. Öðrum listum
en lista stjórnar skulu fylgja meðmæli.
Kjörstjórn
er að fara í gönguferðir með
lögreglunni og fræðast um
umferðarlögin. Ljósmyndari
blaðsins ók fram á eina slíka
göngu, sem hafði nýlokið við
að fara yfir gangbraut á
Vesturgötunni í Keflavík um.
daginn. Það var Guð-
mundur Sæmundsson, lög-
regluþjónn, einn sá vinsæl-
asti meðal ungu kynslóðar-
innar, sem þarna var á ferð
með krakkana á Garðaseli,
ásamt fóstrum. Guðmundur
hefur undanfarið verið
í heimsóknum á dagheimil-
unum og leikskólunum og
frætt börnin um nauðsynleg-
ustu umferðarreglurnar.
Um alllangt skeið hafa við-
ræður átt sér stað milli Kaup-
félags Suðurnesja og kaup-
mannanna í Staðarkjöri um
þann vanda sem blasti við
matvöruverslun í Grindavík.
Nýbygging Kaupfélagsins og
hugsanleg stækkun/nýbygg-
ing Staðarkjörs hefði haft í för
með sér meiri fjármagns- og
rekstrarkostnað en eðlilegt
mætti teljast. Offjárfesting í
verslunarhúsnæði og tvöfald-
ur rekstrarkostnaður kæmi í
framtíðinni til með að leiða af
sér hærra vöruverð, minni
þjónustu og augljósan tap-
rekstur beggja verslananna.
Slíkt yrði seint hægt að telja
Grindvíkingum til hagsbóta.
Menn gerðu sér fljótlega
ljóst að við þær aðstæður, sem
smásöluverslunin býr við í
dag, væri ekki raunhæft að
gera ráð fyrir nema einni stórri
verslun í Grindavík, sem með
Ymislegt
Fiskhjallar til sölu
á mjög góðu landi. Upplýsingar í síma
27120 á vinnutíma.
HUSNÆÐI?
Til leigu 180 ferm. efri hæð. Sér inngangur.
Hentar vel fyrir félagsstarfsemi eða léttan
smáiðnað. Uppl. í símum 15353 eða 12576.
ÚTBOÐ
Stjórn Dvalarheimila aldraðra, Suðurnesj-
um, óskar eftir tilboðum í gerð grunns,
kjallara og gólfplötu jarðhæðar dvalar-
heimilis fyrir aldraða að Faxabraut 13-15 í
Keflavík.
Stærð kjallara er um 171 fermetri og stærð
gólfplötu 619 fermetrar.
Útboðsgögn eru afhent á Verkfrasðistofu
Njarðvíkur gegn 5000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð mánudaginn 2. okt-
óber kl. 13.30 á skrifstofu Sambands sveit-
arfélaga á Suðurnesjum, Vesturbraut 10a,
Keflavík.
stærð sinni gæti uppfyllt þær
kröfur sem neytendur gera nú
til þjónustu, vöruúrvals og
verðs. Einnig hafabættarsam-
göngur og aukin bifreiðaeign
leitt til þess að samkeppnin er
ekki aðeins innan byggðarlaga
heldur er verð og þjónusta í
Grindavík í harðri samkeppni
við önnur svæði s.s. Keflavík/
Njarðvík og höfuðborgar-
svæðið. Þörf á samkeppni á
staðnum gerir ekki lengur
sömu kröfur og áður til þess að
á stað eins og Grindavík séu
reknar tvær verslanir. Því yrðu
þeir aðilar sem að matvöru-
verslun standa í Grindavík að
leita leiða til að geta boðið upp
á vörur á sem hagkvæmustu
verði, en það verður einungis
gert með stórri verslun.
Þessar viðræður hafa nú leitt
til þess að samkomulag hefur
náðst milli Kaupfélags Suður-
nesja og Staðarkjörskaup-
manna um að Staðarkjör opni
matvöruverslun í nýju hús-
næði Kaupfélagsins að Víkur-
braut 60 í Grindavík. Um leið
verður hætt að versla með mat-
vörur í núverandi Staðarkjöri
og í verslunum Kaupfélagsins.
Með þessu vonast aðilar til
að hægt verði að veita Grind-
víkingum góða þjónustu á
samkeppnisfæru verði í fram-
tíðinni.
Sameiginleg fréttatilkynning
frá Kaupfélagi Suðurnesja
og kaupmönnum Staðarkjörs,
Grindavík.
Messur
Hvalsneskirkja
Guðsþjónusta verður kl. 11. Nýr
organisti, Oddný Þorsteinsdóttir,
er tekinn til starfa.
Hjörtur Magni Jóhannsson
Útskálakirkja
Guðsþjónusta verður kl. 14. Þetta
verður síðasta guðsþjónusta Jón-
ínu Guðmundsdóttur sem organ-
ista Utskálakirkju, áður en hún
lætur af störfum til að takast á við
önnur verkefni á öðrum vettvangi.
Kirkjukaffi verður í Útskálahús-
inu að lokinni guðsþjónustu.
Hjörtur Magni Jóhannsson