Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.1989, Side 1

Víkurfréttir - 05.10.1989, Side 1
STZERSTA FRETEA - OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURl Landsbókasafr Safnahúsinu Hverfisgötu 101 Reykjav: 39. tölublað 10. árgangur Fimmtudagur 5. október 1989 Tillaga frá bæjarstjórn Keflavíkur Skoðanakönnun um sam- einingu sveitarfélaga ingi og kynningu málsins. son, Hermann Ragnarsson, Jafnframt skorar bæjarstjórn Anna M. Guðmundsdóttir, Mikið um pröflausa í umferð- inni Lögreglan í Keflavík hefur undanfarið þurft að hafa tölu- verð afskipti af próflausum ökumönnum, ökumönnum sem sviptir hafa verið ökurétt- indum. Að sögn Þóris Mar- onssonar, yfirlögregluþjóns, er háar sektir við þessum brot- um. Jafnframt sagði Þórir að frá áramótum til 1. október hefðu 143 ökumenn verið teknir, grunaðir um ölvun við akstur. Hannes F.inarsson, bæjar- fulltrúi, lagði fram eftirfarandi tillögu á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur á þriðjudag og gaf jafnframt öðrum bæjarfulltrú- um kost á að skrifa upp á hana sem þeir gerðu: „Bæjarstjórn Keflavíkur samþykkir að við næstu bæjar- stjórnarkosningar fari fram skoðanakönnun um hug bæj- arbúa til sameiningar sveitar- félaga á Suðurnesjum og sam- þykkir að kjósa þriggja manna nefnd á næsta bæjarstjórnar- fundi til að vinna að undirbún- Keflavíkur á aðrar sveitar- stjórnir á Suðurnesjum að gera slíkt hið sama. Hannes Einarss., Vilhjálmur Ketilsson, Jón Ólafur Jóns- Ingolfur Falsson, Garðar Oddgeirsson, Magnús Har- aldsson, Drífa Sigfúsdóttir.“ Var umrædd tillaga sam- þykkt með 9 atkvæðum gegn engu. Fjölmenni var á áheyrendapöllum bæjarstjórnar er málið var þar til umljöllunar. Hér eru það nágrannar Píanóbarsins. Fylgismenn Píanóbarsins létu sig ekki vanta, né heldur formaður áfengisvarnanefndar Keflavíkur. Ljósm.: hbb. ðlögleg umfjöllun? ÖvísUinnram- tlð Planóbarsins Eigendur telja sig eiga rétt á vínveitingaleyfi til bráðabirgða meðan málið er til meðferðar, en fógeti telur svo ekki vera Hilmar Jónsson, stórtempl- ari og formaður áfengisvarna- nefndar Keflavíkur, segir að ólöglega sé staðið að umfjöllun bæjaryfírvalda um áfengismál þessa dagana. Um er að ræða umsókn um framlengingu vín- veitingaleyfis fyrir Píanóbar- inn, samþykkt um að leyfið fær- ist yfir á annað húsnæði og orðalagsbreytingar fyrir Píanó- barinn og Rána varðandi lengri opnunartíma. Umrædd mál voru sam- þykkt í bæjarráði án þess að þeim hafi áður verið vísað til umfjöllunar í áfengisvarna- nefnd. Um þetta segir Hilmar orðrétt: „Það er eðlilegast að vísa slíkum málum til áfengis- varnanefndar til umfjöllunar, annað er ólöglegt. Þar sem það var ekki gert verður að taka allt málið upp að nýju, um það er engin spurning. Það er kom- in ný og harðari reglugerð frá ráðherra sem kveður skýrt á um að svo skVtli með slík mál fara“. A fundi bæjarstjórnarinar á þriðjudag var failist á túlkun Hilmars eins og sést hér til hliðar. En Hilmareróánægður með fleira eins og sést á síðu 6 í blaðinu í dag. Þrátt fyrir að á fundi bæjar- stjórnar Keflavíkur lægi fund- argerð bæjarráðs er kvað á um að synja framlengingarumsókn Píanóbarsins nema samþykki nágranna lægi fyrir, breytti bæjarstjórn um skoðun á málinu á fundinum á þriðjudag. Þá lágu fyrir mótmæli nágranna svo og Hilmars Jónssonar, formanns áfengisvarnanefndar, sem krafðist þess að málinu yrði vísað til nefndarinnar, annars myndi hann kæra bæjarstjórn. Var því samþykkt að vísa málinu til umfjöllunar í áfeng- isvarnanefnd með 7 atkvæð- um, gegn atkvæði Ingólfs Fals- sonar, en Drífa Sigfúsdóttir sat hjá. Taldi Ingólfur að sam- þykki fundargerðar bæjarráðs væri það eina rétta. Samkvæmt upplýsingum frá eigendum Píanóbarsins telja þeir að samkvæmt 7. grein laga um veitingar og sölu á áfengi eigi að veita þeim bráðabirgðaleyfi meðan málið er til meðferðar hjá yfirvöld- um. Að þeirra sögn telur fógeti að umrædd grein gildi ekki fyrir Píanóbarinn, nema ná- grannar veiti samþykki fyrir því. En í bréfi fógeta frá því í ágúst er hann veitti leyfið í september var tekið fram að það yrði ekki endurnýjað, og við það virðist hann ætla að standa. Vínveitingar samþykktar í Stapa Bæjarstjórn Njarðvíkur samþykkti á fundi sínum, sem haldinn var austur á Flúðum um síðustu helgi, að heimila Gísla Haukssyni að fá vínveit- ingaleyfi í Félagsheimilinu Stapa í Njarðvík. Var beiðni þessi samþykkt einróma á fundinum og vísað þar með til bæjarfógeta. -------------------1— Viðbygging Hlévangs: Lægsta til- boð 77.8% af kostnað- aráætlun Tilboð í gerð grunns, kjall- ara og gólfplötu jarðhæðar við- byggingarinnar við Hléváng í Keflavík voru opnuð á mánu- dag. Alls bárust sjö tilboð i verkið en kostnaðaráætlun nam 11 milljónum og áttatíu þúsund- um króna. Lægsta tilboðið var frá Hjalta Guðmundssyni og nam það 77,8% af kostnaðaráætlun. Næst lægsta tilboðið, sem var frá Húsagerðinni, nam 80,9%, en hin öll voru rúmlega 90% af kostnaðaráætlun. Mun stjórn Dvalarheimila aldraðra fjalla um ntálið á fundi sinum í dag. Tilboðin sem bárust voru þessi, samkvæmt heimild Verk- fræðistofu Njarðvíkur: Húsanes s.f. ..... 10.622.500 Steinsmíði s.f. .. 10.262.178 Viðar Jónsson .... 10.657.963 Þórður Guðmundsson 10.208.825 Jón og Gunnar sf. ... 10.373.050 Húsagerðin h.f. ... 8.967.190 Hjalti Guðmunds'on 8.622.425

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.