Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.1989, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 05.10.1989, Qupperneq 6
6 Viðtalið „Þát tur íþrötta- forystunnar er sárg irætilegur" - segir Hilmar Jónsson, stórtemplar og formaður áfengisvarnanefndar Keflavíkur, um þróunina í vínsölumálum í Keflavík Mikið hefur verið rætt um fjölgun á bjórkrám að undan- förnu svo og framlengingu á vínveitingaleyfi Píanóbarsins og þá ekki síst meintar kvartan- ir nágranna staðarins yfir há- vaða, ólátum og slæmri um- gengni í nágrenni Píanóbarsins. I umræðunni hefur hlið áfengis- varnauefndar lítið verið haldið á lofti. Við ætlum því að breyta þar út af og gefum Hilmari Jóns- syni, stórtemplar og formanni áfengisvarnanefndar Keflavík- ur, hér með tækifæri á að segja skoðun sína í málinu, bæði er varðar tiltekinn stað og fleira er því viðkemur. Þar kemur fram að ýmislegt hefði trúlega mátt fara öðruvísi eða svo er skoðun hans á málinu. Bæjaryfírvöld Hilmar er ekki sáttur við framgang mála í bæjarráði Keflavíkur að undanförnu, þar sem hvert málið á fætur öðru hefur komið upp er teng- ist áfengi. Umræddum málum er ekki vísað til áfengisvarna- nefndar heldur hljóta þau af- greiðslu í bæjarráði í trássi við gildandi reglugerð. „Leyfi Randvers Ragnars- sonar fyrir vínveitingar að Tjarnargötu 31 rann út um síð- ustu helgi og nú hefurKristján Ingi Helgason sótt um fram- lengingu á umræddu leyfi. Þá sé ég í fundargerð bæjarráðs frá 6. júlí að Kristján Ingi sæk- ir um vínveitingaleyfi að Hafn- argötu 30. Hvorugt þessara mála hefur komið til umfjöllunar í áfeng- isvarnanefnd, en engu aðsíður hlotið fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði. Slíkt er með öllu ólöglegt og því verður að taka málið upp að nýju og vísa til umfjöllunar hjá okkur.“ Nágrannarnir og lögreglan ,,í framhaldi af kvörtunum vegna Píanóbarsins var eftir- farandi bókað í áfengisvarna- nefnd 29. maí sl.: „Nefndinni hafa borist kvartanir vegna hávaða, óláta og slæmrar umgengni í ná- grenni við vínveitingastaðinn að Tjarnargötu 31. Þetta dæmi sýnir að fara verður með fyllstu gát í að veita vínveitingaleyfi.“ Eftir að hafa hlustað á og rætt við nágranna sem búa við Píanóbarinn, þá verð ég að segja, að ég er svolítið hissa á framkvæmdaraðilanum, sem á að fara með lög og reglur. Að hann skuli ekki hafa svipt við- komandi stað vínveitingaleyfi. Ég held að það sé alveg föst regla erlendis, að ef rökstudd- ar kvartanir berist, eins og hér eru mýmörg dæmi um, þá sé staðurinn umsvifalaust svipt- ur leyfi. Ég get því ekki skilið hvers vegna það er ekki gert í þessu tilfelli. Sumir nágrannanna hafa verið kallaðir fyrir lögreglu. Ég veit af samtölum við þá að þar komu fram mjög alvarleg- ar upplýsingar um ástand mála. Því vil ég undirstrika að ég tel að lögregluyfirvöld hefðu átt, án frekari umhugs- unar, að taka vínveitingaleyfið af staðnum.“ Er þetta eitthvert þjóðþrifafyrirtæki? „í beinu framhaldi af þessu segja menn að hér sé um mikla fjármuni að ræða sem ákveðn- ir einstaklingar hafi sett í þetta. Er það eitthvað öðruvísi með þessa menn en t.d. útgerð- armenn, sem verið er að gera upp? Er þetta svo mikið þjóð- þrifafyrirtæki að ekki megi æskja þess að þessir aðilar fari eftir lögum og reglum? Ef ekki þá hljóta þeir að verða að hlíta því að hætta rekstri, fyrst þeir geta ekki löglega að honum staðið.“ Geysilega mikið slys „Píanóbarinn er staðsettur inni í miðri íbúðarbyggð og hefur þó vínveitingaleyfi. Það hlýtur öllum að vera ljóst að þarna hefur orðið geysilega mikið slys og það er alveg úti- lokað annað en að friðhelgi heimilanna verði það sem sem tillit sé tekið til. En ekki að ein- hverjir ímyndaðir hagsmunir ráði ferðinni, þegar ekki er um merkilegri starfsemi að ræða. Það er ábyrgðarhluti að halda svona áfram endalaust, með tilliti til kvartana og það ítrekaðra kvartana, sem berast frá stóru svæði í nágrenninu. Við í minni nefnd hlustum á kvartanir fólksins og það er ákaflega þungt hljóð í mönn- um um það hvernig til hafi tek- ist þarna. Við erum mjög gagnrýnin á hve lögreglan hefur verið slöpp í þessu og að bæjarfull- trúarnir skuli ekki hafa tekið tillit til aðstæðna íbúanna þarna í nágrenninu.“ Sorgarsaga íþrótta- frömuðanna „Það sem mér hefur þó sárnað langmest í þessu máli er að aðstandendur þessa staðar skuli vera frammámenn í íþróttahreyfingunni. Ég hef sjálfur starfað í íþróttahreyf- ingunni og æskulýðsfélags- skap og mér finnst þetta svo sárgrætilegt aðjafnvel talkerfi íþróttavallarins skuli notað til að hvetja fólk til að hita sig upp fyrir leiki á bjórkrá, eins og gert hefur verið. Mjög margir eru sammála um þetta atriði og það er óháð skoðunum þeirra á vínveit- ingastöðum. Sem betur fer er yfirgnæfandi meirihluti íþróttafrömuða hér mjög ábyrgir menn og til þeirra hef- ur verið hægt að bera mikið traust. En ég verð að segja að sú sorgarsaga sem hefur verið að gerast í keflvískri íþrótta- hreyfingu, er ég hræddur um að megi rekja töluvert til þess að slakað hefur verið á sið- ferðilegri reisn toppmanna. Mér finnst það alveg útilok- að að hvetja menn til að fara inn á bjórkrá til að safna kjarki fyrir leiki.“ Björn Vífill „Ég sé í fundargerðum að á sama fundi og rætt var um mál Kristjáns Inga var tekin fyrir umsókn frá Birni Vífli um að Ráin fengi heitiðskemmtistað- ur. Er það gert til þess að hægt verði að hafa þann stað lengur opinn, vegna þrengri reglu- gerðar sem dómsmálaráð- herra gaf nýlega út og var snið- Vikurfréttir 5. okt.1989 „Er þetta svo mikið þjóðþrifafyrirtæki, að ekki megi æskja þess að þessir aðilar fari eftir lögum og reglum?“ in að óskum Reykvíkinga vegna ástandsins þar, sem þá var orðið hörmulegt. Mótmæli við þeirri reglu- gerð minna mann á að hags- munir einhverra útvaldra vega þyngra en heildarinnar. Af eðlilegum ástæðum hefði beiðni Björns Vífils verið vísað til umfjöllunar okkar. Vil ég minna á að hann fékk leyfið á sínum tíma með þátt- töku minnihluta bæjarfull- trúa. Þrír sátu hjá, tveir greiddu atkvæði á móti en fjór- ir með. Það sýnir okkur að menn eru eitthvað að vakna þó það hafi verið algjört slys að mótatkvæðin samþykktu í raun málið. Að einu leyti stendur Björn Vífill þó vel að vígi, hann er veitingamaður og hefur starf- að sem slíkur í grein sinni.“ Geigvænlegt vandamál -En Hilmar, svo við snúum nú blaðinu aðeins við, hvað finnst þér almennt um þróun mála hér syðra? „Hér í Keflavík er sjö þús- und manna byggð. Við erum þó komnir með fimm vínveit- ingastaði. Það hlýtur hver heil- vita maður að sjá að þetta er allt of mikið á ekki stærra svæði. Ég er með síðustu tölur um það hvernig við stöndum í áfengisneyslunni. Heildar- neysla ársins hefur þegar hækkað um 36%. Ef við skoð- um sérstaklega það hálfa ár síðan bjórinn kom, þá er þar um 46% hækkun að ræða. Éru menn svo samviskulausir að þeir sjái ekki að það verður að minnka þetta framboð? Það hljóta allir að sjá hversu geig- vænlegt vandamál hér er á ferðinni og því verðum við að hafa kjark til að bæta ástand- ið.“ AA og SÁÁ „Ég hef fylgst með þessum málum lengi, haft á minni könnu ýmislegt er snýr að æskulýðsmálum. Ég fer nokk- uð oft á opna fundi hjá AA fólki og ég verð að segja að það væri nokkuð hollt fyrir bæjar- stjórnarmenn að fara á slíka fundi. Þeir eru opnir og þar gætu þeir heyrt þau geigvæn- legu vandamál sem þetta fólk á við að glíma. Ég held að það sé alveg deginum ljósara að eftir að bjórinn kom og eftir að framboðið hér jókst svona ört, þá er ástandið að versna. Það hraðversnar hér á þessu svæði. Þetta kemur alveg heim við þær upplýsingar sem koma frá SÁÁ, sem rekur eina kröftug- ustu meðferðarstofnun lands- ins. Þeir segja að það séu nú komnir langir biðlistar eftir plássi. Segja þeir þetta ein- göngu stafa af þeirri breytingu sem kom með bjórnum. Ég spyr líka í sambandi við það sem hér er að gerast í sam- bandi við bjórkrár, hvernig það geti talist heppilegt að hafa tvær bjórkrár við aðal- götu bæjarins. Eru menn að kalla á ástand eins og í Reykja- vík, þar sem enginn getur verið óhultur í miðbænum eftir ákveðinn tíma?

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.