Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.1989, Síða 10

Víkurfréttir - 05.10.1989, Síða 10
10 BÍIAR&þjónusta Bílaverkstæði Ingólfs Þorsteinssonar: Vetrarskoð- anir njðta vinsælda „Vetrarskoðanir hafa notið mikilla vinsælda á meðal bíleig- enda og er fólk farið að sækja mun meira í þetta en áður, enda kostnaði haldið í algjöru lág- marki,“ sagði Ingólfur Þor- steinsson, bifvélavirki, í sam- tali við blaðið. Nú er kominn sá tími að bíl- eigendur þurfa að fara að huga að ökutækjum sínum fyrir vet- urinn. En hvað þarf að gera og hvað vill helst bila? Gefum Ingólfi aftur orðið: „Það er raunar allt sem get- ur bilað. Það sem fólk þarf þó Kerti þarf að skipta um reglulega. Hér heldur Ingólfur á einu slíku. Ljósm.: hbb. einna helst að láta athuga er gangverkið í bílunum. Þegar fer að kólna þarf að láta at- huga með frostlög og þvíum- líkt. Einnig geta komið fram gallar á hleðslukerfi þegar fer að kólna, gallar sem ekki hefur borið á yfir sumartímann,“ sagði Ingólfur og bætti við: „Þeir þættir sem ég athuga í vetrarskoðuninni eru þeir hlutir bílsins, er þurfa reglu- bundið eftirlit og fólk ætti að láta athuga a.m.k. árlega,“ sagði Ingólfur Þorsteinsson, bifvélavirki, að endingu. Yikurfréttir 5.0kt. 1989 Eskfirð- ingar fá slökkvi- bílinn Stjórn Brunavarna Suður- nesja hefur samþykkt að taka tilboði Slökkviliðs Eskitjarðar upp á 1500 þúsund í þrjú-bíl- inn svonefnda, sem er slökkvi- bíll af árgerðinni 1974. Sá sami og keyptur var hingað að frumkvæði Félags slökkviliðs- manna á sínum tíma. Verður hann sendur með skipi austur, eftir að nýjasta viðbótin við tækjaflota slökkviliðsins er komin til landsins. Um er að ræða slökkviliðs- og björgunarbíl af fullkomnustu gerð, sem er áætlað að fari í skip til heim- ferðar til fslands nú á næst- unni. Vlgalegt Kringlumerki Bílakringlan í Grófinni 8 í Keflavík stcndur svo sannarlega undir nafni. Þar eru tvær bílasölur með samtals 12 bílaum- boð, bílaverkstæði, bilabúð, bílaverkstæði og sprautun, og ryðvarnar- og bryngljáaþjónusta. Fyrir framan „Kringl- una“ sjálfa er stórt og vígalegt merki þessu til staðfestingar. Ljósm.: hbb. MUNIÐ Keilubæ Opið til kl. 23alladaga. K, iíi ii !<i ---------JC Byggöasafn Suöurnesja 4 Bílasýningar um helgina hjá þremur bílasölum Það verður í nógu að snúast á bílasölunum í Keflavík og Njarðvík um helgina. Bílasýningar verða hjá báð- um bílasölunum í Bílakringl- unni. A Bílasölu Suðurnesja verða þrjár nýjar gerðir af Mazda 323 kynntar og verða sýningarbílar á bílasölunni um helgina Hinum megin við þilið, á BG-bílasölunni, verð- ur „fjórhjóladrifs bílasýning", þ.e. allir stærri bílar og jeppar frá Ingvari Helgasyni, og má þá nefna Patrol og Paihfinder jeppana og fleiri gerðir. Bílanes í Njarðvík verður einnig með „aldrifs bílasýn- ingu“ frá Mitsubishi, sem kynnti í fyrsta skipti fyrir skömmu Mitsubishi Lancer og Galant með aldrifi, og nýrri al- drifstækni. Þá verður einnig sýning á jeppanum vinsæla, Pajero. Boðið verður upp á reynsluakstur á öllum bílun- um á Bílanesi um helgina. íslandsmeistararnir í rallakstri 1989, Ólafur og Halldór Sigurjónssynir. Ljósm.:Gunnlaugur Rögnvaldsson Rallakstur: BÍLBÓTARBRÆÐUR ÍSLANDSMEISTARAR Lokað vegna sumarleyfa út októbermánuð. Bílbótarbræðurnir úr Njarðvík, þeir Ólafur og Hall- dór Sigurjónssynir, hafa tryggt sér íslandsmeistaratitil- inn í rallakstri 1989. Þeir sigr- uðu í Borgarfjarðarrallinu um síðustu helgi, sem var næst síð- asta keppnin í sumar. Engu að síður eru þeir öruggir sigur- vegarar á Islandsmótinu. Þeir hafa þegar sigrað í fjórum rall- keppnum af fimm og í þeirri fimmtu voru þeir í 2. sæti.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.