Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.10.1989, Page 12

Víkurfréttir - 05.10.1989, Page 12
12_____________ BÍLAR&þjónusta Heilsugæslustöð fyrir blla Nú eru flestir dýrari bílar með sérstakan tölvubúnað sem stjórnar eldsneytis- og kveikju- kerfinu. Þessi nýja tækni hefur gert kleift að stórauka spar- ncytni bíla og draga úr mengun andrúmsloftsins af völdum um- ferðar. Tækniþróunin gerir stöðugt auknar kröfur á hcndur verkstæðum. Nýrri tækni fylgir ný tcgund bilana og vandamál sem leita verður uppi og leysa með nýjum aðferðum og nýjum tækjum. Af því leiðir að ekki er lengur hægt að fara með nýjan bíl á hvaða bílaverkstæði sem er. Skipting s.f. í Keflavík bætti fyrir skömmu við tækjakostinn bandarískum tölvubúnaði af gerðinni SunMCA 3000. Um er að ræða fullkomnasta búnað á markaðnum um þessar mundir til ástandsgreiningar, bilana- leitar og stillingar á bílvélum. Nýja tölvukerfið hjá Skiptingu er eins konar heilsugæslustöð fyrir bíla og henni veitir for- stöðu Oskar J. Hreinsson, bif- vélavirkjameistari, sem er sér- hæfður í meðferð tölvubúnaðar- ins. Betri þjónusta Þeir sem eiga nýlega bíla með eða án rafeindabúnaðar geta nú fengið fljótlegri og betri þjónustu hjá Skiptingu og þannig tryggt hámarks- sparneytni og hagkvæmari rekstur bíla sinna. Þau „sjúk- dómseinkenni" sem bileigend- ur ættu að gefa gaum og sem gefa tilefni til að panta tíma hjá „heilsugæslustöðinni" eru m.a. erfið gangsetning, gang- truflanir öðru hverju, t.d. í rigningu, aukin eyðsla, ójafn lausagangur, aílleysi, áber- andi dökkur útblástur og að- vörunarljós í mælaborði sem blikkar öðru hverju eða lýsir stöðugt t.d. með skilaboðun- um „Check engine“. Með nýja tölvubúnaðinum fer í fyrsta lagi fram hraðvirk prófun á stjórnbúnaði kveikju- og eldsneytiskerfis sem gefur til kynna ástand og hugsanlegar bilanir. I öðru lagi kemur tölvukerfið í veg fyrir að eytt sé tíma í bilanaleit og ónauðsynlega vinnu auk þess að koma í veg fyrir að skipt sé um hluti sem ekki valda gangtrufluninni. I þriðja lagi kemur reglulegt eftirlit hjá „heilsugæslustöðinni" í veg fyrir óþarfa bensíneyðslu og ótímabært slit á vél vegna van- stillingar. í fjórða lagi fæst tölvuútskrift með upplýsing- um um ástand vélar og rafbún- aðar fyrir og eftir stillingu eða viðgerð og getur eigandinn fengið skýringar fagmanns á þeim upplýsingum sem eru á skýrslunni auk leiðbeininga um rétta notkun og meðferð bílsins. Þeir sem kaupa eða selja bíla geta einnig notfært sér þessa nýju þjónustu til þess að fá ná- kvæma skýrslu yfir ástand og stillingu vélar og rafbúnaðar. Skoðunin framkvæmd Þegar komið er með bílinn er spurt um hugsanleg „sjúk- dómseinkenni" og hvaða áhrif kvillinn hefur á notkun bílsins. Síðan er vélin og annar búnað- ur bílsins skoðaður til að ganga úr skugga um að ekki séu sjáanlegar lausar tenging- ar eða leki. Tölvan er síðan tengd vélinni og hún látin rannsaka ástand hennar og viðbrögð og bera saman við staðalgildi sem hún geymir í minni. Innifalið í þessum þætti er mæling á þjöppun, raf- hleðslu og ástandi rafgeymis, greining mengunarefna í út- blæstri o.fl. Allar þessar mæl- Ingimundur Kjartansson (t.v.), Oskar J. Hreinsson og Eyjólfur Herbertsson kanna ástand bíl- vélar _með nýja tölvubúnaðin- um. A neðri myndinni skráir IOskar upplýsingar inn í tölv- una- ________________________ ingar koma fram á tölvuskján- um auk þess sem þær má prenta út. Einn hluti þessarar tækja- samstæðu er IBM AT-sam- hæfð tölva með tveimur diskl- ingadrifum en á disklingunum eru geymd stilliforrit og gagnagrunnur fyrir hverja ein- staka gerð bíls og fær Skipting s.f. reglulega send ný forrit á disklingum frá Sun í Banda- ríkjunum. Er þar bæði um að ræða endurbætur á stillingu eldri bíla og stilligögn fyrir nýjar gerðir evrópskra, banda- rískra og japanskra bíla. L.M.J. Tónlist 13 Víkurfréttir 5. okt. 1989 Tónlistarskólinn í Garði: Haustmarkaður á morgun Tíunda starfsár Tónlistar- Nemendur við skólann eru í vetur er fyrirhugað að I vor verður haldið Bjöllu- skólans í Garði er nú hafið und- ir stjórn nýráðins skólastjóra, Mínervu M. Haraldsdóttur en hún tekur við starfi Jónínu Guð- mundsdóttur, sem verið hefur yfirkennari og síðan skólastjóri skólans sl. 7 ár. A nemendatónleikum skólans sl. vor var Jónína kvödd með þakklæti og eftirsjá og leyst út með blónium og gjöf frá Tón- listarfélagi Gerðahrepps. nú 55. Kennslugreinar eru: Píanó, fiðla, gítar, þverflauta, blokkflauta, trompet, horn, og forskóli I, II og III. Einnig eru starfræktir barnakór og bjöllukór með u.þ.b. 20 nem- endum í hvorum. Kennarar skólans eru auk Mínervu, Alma Hansen, Jón- as Björnsson, Karen Stur- laugsson, Ólrikka Sveinsdótt- ir og Uwe Eschner. minnast tímamótanna með ýmsum hætti. Til að byrja með verður haldinn haustmarkað- ur á lóð Sparisjóðsins í Garði föstud. 6. okt. frá kl. 10 f.h., þar sem boðið verður til sölu grænmeti og kökur í miklu úr- vali Allur ágóði rennur til hljóðfærakaupa. Vonast er til að sem flestir komi og geri góð kaup um leið og þeir styrkja gott málefni. kóramót í Garðinum. Þá koma í heimsókn bjöllukórar frá Hellissandi og Stykkis- hólmi. Munu þessir 3 kórar æfa saman eina helgi og endað verður með sameiginlegum tónleikum. Tónlistaráhugi er mikill í Garðinum og hefur skólinn alltaf notið mikillar velvildar Garðbúa frá fyrstu tíð. Tónlistarskólinn í Njarðvík: Gítarnámskeið - Vinnukonugrip Á vegum Tónlistarskóla Njarðvíkur er að hefjast nám- skeið í gítarleik, sem miðast að því að nemendur geti slegið ein- faldan hljómagang undir söng eða með öðrum hljóðfærum, svokölluð „vinnukonugrip“. Námskeiðið hefst mánudag- inn 9. október og stendur yfir í 8 vikur, eða til 30. nóvember. Kennt verður í tveimur litlum hópum og verður því nem- endaíjöldi mjög takmarkaður. Kennslustundir verða tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og fimmtudögum, snemma kvölds, u.þ.b. I/2 klst. í senn. Leiðbeinandi verður Anna María Guðmundsdóttir. Skráning fer fram föstudag- inn 6. október (allan daginn) og fram til kl. 12.00 mánudag- inn 9. október. Nemendur verða að útvega sér hljóðfæri sjálfir. Verði þátttaka góð og áhugi fyrir hendi mun skólinn stefna að því að halda framhalds- námskeið eftir áramót. Bjöllukór Tónlistarskólans í Garði við skólaslit I. vor. Jónína Guðmundsdóttir, fyrrverandi skóiastjóri, stjórnaði kórnum. Ljósm.: Asgcir Kjartansson 323 3dyra frá kr. 698.000 Vökvastýri, 16 ventla vél 5 gira. „ VINNINGSLIÐIÐ FRA ER KOMIÐ TIL SUÐURNESJA . . iff ve eí> 323 4dyra frá kr. 785.000 Vökvastýri, 16 ventla vél 5 gíra, samlæsing á huröum. og verður á bílasýningu hjá Bílasölu Suðurnesja, laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl. 13-17. Komiö og skoðið VINNINGSLIÐIÐ 3x323 frá MAZDA BIIAKRINGLAN GRÓFIN 7og8 --- KEFLAVÍK -- „Allt er þegar þrennter", segir máltækiðog má það til sanns vegarfæra, því viðkynnum 3mis- munandi gerðiraf MAZDA323, Coupe, Saloon og Fastback, nýjar frá grunni! Það óvenjulega er, að gerðirnar eru nú mis- stórar og hafa gjörólíkt yfirbragð, útlit og eig- inleika og er nánast ekki eitt einasta stykki í yfirbyggingum þeirra eins. BILABORG HF FOSSHÁLSI 1.S.68 12 99 Ragnar bakari kynnir kanil-formkökur. Kynning frá Rjúkandi kaffi Vífilfelli. á könnunni. 323 5dyra frá kr.862.000 Vökvastýri, 16ventlavél 5 gira, samlæsing á hurðum og rafmagn i rúðum. 'SOtl Simi 14611

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.