Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.11.1989, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 02.11.1989, Blaðsíða 5
5 Byggingasamvinnufélag aldraðra á Suðurnesjum „1 Fðl Iks ýn ir i íb lí íi ði ir i- u im mil kin in ðl li II ig a úú - segir Úlaíur Björnsson, stjórnarformaður Á liðnu sumri var stofnað til félagsskapar hér á Suðurnesj- um um byggingu íbúða fyrir eldri borgara svæðisins. Bygg- ingarsamvinnufélag aldraðra á Suðurnesjum heitir félagsskap- urinn og stofnfundur var hald- inn 27. júlí í kjölfar mjög fjöl- menns kynningarfundar, þar sem hugmyndir að húsbygging- unni voru kynntar. Síðasta mánudagskvöld var síðan haldinn kynningarfund- ur með eldri borgurum svæðis- ins, þar sem lagðar voru fram endanlegar teikningar af hús- inu og kostnaðaráætlun. „Hugmyndin að félaginu kviknaði fyrst þegar Húsanes keypti lóðina að Tjarnargötu 18 í Keflavík. Þessi félagsskap- ur er nú orðinn löggiltur og stenst þær kröfur sem til hans eru gerðar. Teikningarnar af húsinu hafa verið samþykktar af félagsmálaráðuneytinu og verið teknar fyrir hjá Húsnæð- isstofnun og fengið mjög góð viðbrögð. Nú ætti okkur ekkert að vera að vanbúnaði að ganga frá samningum við verktaka og einnig sölu íbúða í húsinu.“ -Hvernig hafa viðbrögð eldri borgara verið? „Fólk innan félagsins hefur sýnt þessu mikinn áhuga og við erum langt komnir með að manna flestallar íbúðirnar í húsinu, ef svo mætti komast að orði,“ sagði Ólafur. -Er þörfin orðin mikil? „Þörf fyrir húsnæði sem þetta hefur stóraukist á und- anförnum árum. Fólk, sem komið er fram á sjötugsaldur- inn, vill hafa minna umleikis og losna við allt viðhald eignar sinnar. Stór hópur af þessu fólki á stórar eignjr sem orðn- ar eru viðhaldsfrekar og vegna hrakandi heilsu hentar það ekki öldruðum, en þessar eign- ir kæmu sér vel fyrir unga fólk- ið sem komið er með stærri fjölskyldur.“ Ólafur sagði að félagið væri ekki stofnað eingöngu um byggingu á þesu eina húsi, heldur myndi félagið standa fyrir húsbyggingum um næstu framtíð, svo lengi_ sem eftir- spurn leyfir. Tók Ólafur fram að þeir sem keyptu íbúðir í húsi Byggingarsamvinnufél- agsins þyrftuekkiaðseljaofan af sér sitt fyrra íbúðarhús fyrr en fólkið væri flutt inn í íbúð- irnar, þar sem félagsmönnum stæði til boða framkvæmdalán vegna kaupa á íbúð í húsi Byggingarsamvinnufélags aldraðra á Suðurnesjum. Að öðrum kosti býðst fólki ekki þessi framkvæmdalán, eða 85% lán Húsnæðisstofnunar, þar sem fólk á stórar eignir fyrir. Hús það er félagið hyggst reisa verður að Kirkjuvegi 1 í Keflavík og í því verða 26 rúm- góðar íbúðir. En hvenær er áætlað að framkvæmdum við húsið Ijúki? „Við hjá félaginu stefnum Stjórn BSA. F.v.: Guðbergur Ingólfsson gjaldkeri, Ragnar G. Jón- asson ritari, Ólafur Björnsson formaður, Hermann Helgason með- stjórnandi og Eggert Jónsson varaformaður. að því að lokið verði við frá- gang hússins á miðju ári 1991 ef allt gengur að óskum,“ sagði Ólafur Björnsson, stjórnarfor- maður Byggingarsamvinnu- félags aldraðra á Suðurnesj- um, að lokum. JOLIN NÁLGAST! Við höfum tíma til að spara með því að sauma jólafötin á börnin... Nokkur laus pláss á saumanámskeið sem hefst nk. laugardag 4. nóv. Næstu 3 daga, fimmtudag, föstudag og laugardag verður kona í versluninni til að taka mál og sníða fyrir fólk. OPIÐ TIL KL. 16 LAUGARDAG. Hafnargötu 54 Sími 12585 Gleraugnaverslun Keflavíkur býður nú nasstu þrjár vikurnar mjúkar snertilinsur á sérstöku kynningarverði. Tímapantanir í síma 13811. Gleraugnaverslun Keflavíkur Húsnæði óskast Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja óskar eftir húsnæði til leigu fyrir starfsemi meindýra- eyðis og hundaeftirlits. Nauðsynlegt er að húsnæðið sé í nágrenni við skrifstofur Heil- brigðiseftirlitsins að Vesturbraut lOa, Keflavík. Nánari upplýsingar gefur Magnús H. Guðjónsson, framkvæmda- stjóri H.E.S., í síma 13788. Lóð til sölu Til sölu er 1015 fermetra iðnaðarlóð að Bolafæti 13, Njarðvík. Skipt hefurveriðum jarðveg. Teikningar fyrir 400 fermetra iðn- aðarhúsnæði fylgja. Gatnagerðargjald greitt. Greiðsluskilmálar. Upplýsingar hjá Kópu h.f., Bolafæti 9, símum 11959 og 13988. Fjölmcnni var á kynningarfundinum á mánudag. Ljósmyndir: hbb. Ck ristian kynning föstudag kl. 14-18 'ior \/a*<4i ■ I (M M I M A Vanti þig skart þá komd’í Smart upp meiri- háttar samkvæmis- sokkabuxur frá OROBLU. Þær vinsælustu í dag! smaRt Hólmgarði 2 Sími 15415 Opið laugardag til kl. 16

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.