Víkurfréttir - 02.11.1989, Blaðsíða 19
IÞROTTIR
19
Vikurfréttir
2. nóv. 1989
Sjálfssalastríðið hjá ÍBK:
Allir leikmenn ÍBK áfram
Handbolti:
Fyrsti sigur
Njarðvíkinga
Njarðvíkingar gerðu góða ferð
norður á Akureyri á laugardaginn.
Þá sigruðu þeir Þór, 25:24, eftir að
hafa leitt 13:10 í leikhléi.
hafa leitt 13:10 í leikhléi. Njarðvík-
ingar voru yfir allan leikinn og var
sigur þeirra aldrei í hættu. Marka-
hæstir hjá UMFN voru Arinbjörn
Þórhallsson og Ólafur Thorder-
sen með 6 mörk.
Stjórnir ÍBK, UMFK og KFK
funduðu á þriðjudagskvöldið með
leikmönnum ÍBK í íþróttavallar-
húsinu við Hringbraut, vegna gos-
sjálfsalamálsins svokallaða. í DV
á mánudag var m.a. sagt að allir
leikmenn ÍBK-liðsins myndu
fylgja Knattspyrnuráði, sem hefur
gefið út að það muni allt hætta
störfum, sem kemur i framhaldi af
úrslitum sjálfsalamálsins. Á fund-
inum á þriðjudag lýstu allir leik-
menn IBK því yfir að þeir væru
ekki á leiðinni út úr félaginu og
myndu ekki gera, hvernig sem
þessi mál færu.
Samkvæmt heimildunt Víkur-
frétta ákváðu stjórnir ÍBK,
UMFK og KFK að kalla Knatt-
spyrnuráðsmenn á fund til að
kryfja málin til mergjar, og reyna
að linna lausn á því.
Knattspyrnu-
dómari ársins
- verður útnefndur
um helgina
Á laugardaginn kemur, 4. nóv-
ember, verður haldinn aðalfundur
í Knattspyrnudómarafélagi Suð-
urnesja í Glaumbergi og hefst
hann kl. 13:30. Eftir fundinn verð-
ur Knaltspyrnudómari Suðurnesja
1989 útnefndur.
Pílukast:
Guðjón vann tvöfalt
Guðjón Hauksson, einn af pílu-
bræðrunum frægu úr Grindavík
(bróðir Péturs, ísl.m.’88), varðaft-
ur sigursæll á Suðurnesjamótinu í
pílukasti, sem fram fór í Keflavík
um siðustu helgi. Hann sigraði i
báðum greinunum sem keppt var
í, þ.e.a.s. í tvímenningi á laugar-
deginum ásamt félaga sínum úr
Grindavík, Ægi Ágústssyni, og á
sunnudeginum í einmenningi, en
leikar fóru á sama veg í fyrra.
í úrslitaleiknum í tvímenningi
sigruðu Guðjón og Ægir þá Frið-
rik Jakobsson, Njarðvík, og Þor-
stein Jóhannsson, Garði, 2-1 (2:3,
3:1, 3:1) í hörkuleik.
I einmenningi sigraði Guðjón
síðan Óskar Þórmundsson 2-0
(3:0, 3:1) í jafnari leik en tölurnar
gefa til kynna.
Mjög góð þátttaka var í mótinu,
66 keppendur úr öllum sveitarfél-
ögunum á Suðurnesjum utan
Hafha, en þó að meðtalinni
„Varnarliðsvík".
12 pílu leggur Guðjóns vakti
einna mesta athygli á mótinu en
það mun vera óopinbert Islands-
met í 501, en 501 er hægt að taka út
í minnst 9 pílum (t.d. 180, 180,141
út). Aðeins einu sinni hefur náðst
að taka 9 pílu leik upp í sjónvarpi,
en þá náði John Lowe því, en hann
er margfaldur meistari í „faginu"
en hann hlaut þá 100.000 sterlings-
pund í verðlaun frá bresku dag-
blaði.
Guðjón tók 12 pílu legginn
þannig: 81, 180, 140, 120 út.
Önnur helstu úrslit á mótinu:
Einmenningur: 3. sæti, William
O’Connor, Keflavík. 4. sæti, Frið-
rik Jakobsson, Njarðvík.
Tvímenningur: 3. sæti, William
O’Connor, Keflavík, ogT.J. Cell-
ery, V.lið.
Fæstar pílur: Einmenningur,
Guðjón Hauksson, Grindavík, 12.
Tvímenningur, Guðjón Hauksson
og Ægir Ágústsson, Grindavík,
14.
Fyrsta „alvöru'* píluparið,),
hjónin Kristín Ingvadóttir og
Björn Sveinsson.
Hæstur útgangur: Einmenning-
ur, Guðjón Hauksson, 120. Tví-
menningur, Arnar Sigurðsson,
130.
Efnilegasti byrjandinn: Magnús
Ólafsson, Keflavík.
Hæstur útgangur á miðju
(búlli): Arnar Sigurðsson, 130.
Flest „180”: Guðjón Hauksson,
3.
Árangur margra í mótinu var
framúrskarandi og gefurgóða von
um að við náum að halda íslands-
meistaratitlinum hér á Suðurnesj-
um, en íslandsmótið hefst um
næstu helgi með undankeppni í
einm., en undanúrslitin og úrslita-
leikur í einm. verða sýnd í beinni
útsendingu í ríkissjónvarpinu 18.
nóvember nk.
Pílukastfélag Suðurnesja stóð
fyrir móti þessu og vill stjórn þess
koma á framfæri þakklæti til
Sparisjóðsins í Keflavík, en hann
gaf farandbikarana glæsilegu, sem
keppt er um í mótinu, og til for-
ráðamanna Holtaskóla fyrir að
lána félaginu sal undir mótið.
F.h. P.F.S.
Július Ólafsson
Sigurvegarar í,einmenningi, Guðjón (í miðið), Tvímenningsmeistararnir Ægir Agústsson og
Óskar og William. Guðjón Hauksson. Ljósm. Júl. ói.
L,. wáá. „
Sigurvegari í A-flokki, Rúnar Sigtryggson, á Svarti, 5 vetra.
Firmakeppni Mána
Hin árlega firmakeppni Mána
var haldin í sumar. Alls tóku 88
fyrirtæki þátt í mótinu og vill hest-
amannafélagið þakka þeim fyrir-
tækjum fyrir ómetanlegan stuðn-
ing. Urslitin urðu sem hér segir:
Barnaflokkur:
1. Jón Viðar Viðarsson, Rafiðn hf.
2. Guðríður Hallgrímsdóttir,
Fasteignaþjónusta Rvk.
3. Lára Ellen Rúnarsdóttir, Is-
lenskir aðalverktakar.
Unglingaflokkur:
1. María Júlía Pálsdóttir, Fóður-
blandan hf., Rvk.
2. Pétur Bragason, Rafn hf., Sand-
gerði.
3. Jón Guðmundsson, Valhús-
gögn, Rvk.
Kvcnnaflokkur:
1. Sigurlaug Anna Auðunsdóttir,
Hagkaup.
2. Þorgerður Guðmundsdóttir,
Apótek Grindavíkur.
3. Eygló Einarsdóttir, Hraðfrysti-
hús Þórkötlustaða.
B-(lokkur:
1. Guðmundur Jónsson, MR-
búðin, Rvk.
2. Sigurlaug Anna Auðunsdóttir,
Gunnar Hámundars.
3. Sigurður Kolbeinsson, Vél-
smiðja Njarðvíkur.
A-flokkur:
1. Rúnar Sigtryggsson, Pulsu-
vagninn Keflavík.
2. Gunnar Guðmundsson,
Draumaland.
3. Brynjar Sigurðsson, Miðnes hf.,
Sandgerði.
Öldungaflokkur:
1. Hákon Kristinsson, Láki sf.,
Grindavík.
2. Ingvar Hallgrímsson, Hár-
greiðslustofan Kambur.
3. Lúðvík Guðmundsson, Harð-
viðarval, Rvk.
M.J.P.
Ja, það er spurning. Þvílíkur ár-
angur hefur aldrei náðst hér í get-
raunaleiknum. Gunnar lögreglu-
varðstjóri, formaður knattspyrnu-
ráðs UMFG og er Vilbergsson,
hefur sigrað alla andstæðinga sína
og tippar nú í sjötta skiptið. Ár-
angurinn er ótrúlegur. Þvirsvar
sinnum 8 réttir, einu sinni sex og
einu sinni fimm réttir, meðaltalið 7
réttir.
Enda var nú reynt að fá svaka
speking til að etja kappi við Gunna
og sá sem varð fyrir valinu er Ólaf-
ur Jónsson, faðir Einars Ásbjöms,
sem leikur með UMFG. Ólafurer
mikill Man.Utd.-aðdáandi og
áhugamaður um knattspyrnu.
„Það verður að stoppa manninn,”
sagði Ólafur um Gunna, „og ég
ætla mér að reyna að hefna ófar-
anna fyrir vin minn Willard, sem
lapaði fyrir Gunna.”
Er Gunni ósigrandi?
i" i
is «*>■ > **» $ *'. *
zt i
Gunnar Ólafur
G. Ó.
B.Munchen-W.Bremen 1 1
Arsenal-Norwich 1 1
Charlton-Man.Utd. 2 2
Chelsea-Millwall 1 1
Luton-Derby X 1
Man.City-C.Palace 1 1
Nott.For.-Sheff.Wed. 1 1
Southampt.-Tottenham X 2
Wimblcdon-Q.P.R. 1 X
Brighton-Blackburn 1 X
Ipswich-W.B.A. 1 X
Wolves-West Ham 2 2
Ketill fór
holu í
höggi
Það cr ekki oft sem Itola
í höggi sést síðla í október,
en slíkt gerðist þó i Leir-
unni 22. október sl. Þá
náði Ketill Vilhjálmsson,
kvlfingur í Golfklúhhi
Suðurnesja, drauma-
högginu og það á 8. holu.
Ketill sló hátt og fallegt
högg með 7-járni. Kúlan
lenti rétt við holu og rúll-
aði beint niður.
Ketill er sjöundi kylfing-
urinn á Suðurnesjunt, sem
fer holu i höggi á þessy ári.
Hinir sex eru: Gísli Torfa-
son GS, Jón Guðmunds-
son GG, Ríkharður Ibsen,
Kristinn S. Gunnarsson,
Ómar Jóhannsson og
Sigurður Friðjónsson.
Slgur hjá UMFN
Tap hjá Reyni
Njarðvíkingar bættu enn einum
sigrinum i safnið í fyrrakvöld er
þeir lögðu ÍR-inga aðvelli í úrvals-
deildinni í körfu í Seljaskóla. Úr-
slitin urðu 90:81 en í leikhléi var
UMFN með forystu, 45:31.
Sandgerðingar áttu aldrei
möguleika gegn Tindastólsmönn-
um á Sauðárkróki og töpuðu stórt,
61:100.
Kvennakarfa:
ÍBK efst
Kefiavíkurstúlkurnar hafa sigr-
að í öllum leikjum sínum i 1. deild-
inni í körfuknattleik. Um síðustu
helgi sigruðu þær KR 64:49 og eru
með 8 stig eftir 4 leiki. Njarðvík
vann Hauka 46:38 og er með4stig
eftir 3 leiki. Grindavikurdömurn-
ar töpuðu hins vegar naumt,
36:38, fyrir ÍS og eru í 3ja neðsta
sæti með 2 stig eftir 3 leiki.