Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.1991, Síða 2

Víkurfréttir - 17.01.1991, Síða 2
2 ÞORRAMATUR Afgreiöum þorramat í trogum sem og í bökkum. 15-25 tegundir af Ijúffengum þorramat. Verö á matnum er 1400 - 1600 krónur fyrir manninn. Gerum tilboö í þorraveislur og útvegum veislusali. Munið að panta fermingarmatinn tímanlega, áður en allt fyllist VERIÐ VELKOMIN % MEISLUÞJÓNUSTAN hí Sími14797 GÓÐUR MATUR - GÓÐ ÞJÓNUSTA Verkalýös- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis NÁMSKEK) Fyrirhugað er aö halda kjarnanámskeið fyrir ræst- ingafólk eftir 15. febrúar nk. Námsefniö verður: Mannleg samskipti, vinnustellingar, vinnuvernd, hjálp í viðlögum, sýkingarvarnir, meöferö efna, vinnuréttur og tryggingar. Þeir sem hafa áhuga á aö sækja þetta námskeið hafi samband viö Verkalýðs- og sjómannafélagiö alla virka daga á skrifstofutíma fyrir 25. jan. nk. Námskeiðið er ætlaö félagsmönnum og er þaö ókeypis. Stjórnin Fréttir Víkurfréttir 17. jan. 1991 Slökkviliðsmcnn berjast við eldinn í gámnum. Ljósm.:hbb Helguvík: Eldur við olíutank Slökkvilið Keflavíkurflug- vallar var kallað út vegna bruna í Helguvík í hádeginu sl. föstu- dag. Sprenging hafði orðið í vörugámi sem stóð við hliðina á risaolíutanki þar sem unnið var við sandblástur. Tankurinn er á byggingarstigi svo það var engin olía í honum, en lagnir upp að tanknum innihéldu olíu. Við sprenginguna í gámnum gaus upp mikill eldur, sem slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva. I gámnum var búnaður sem blés heitu lofti inn í olíu- tankinn. Er talið að eldurinn hafi komið upp í þeim búnaði. Þrír menn voru inni í tankn- um og varð þeim ekki meint af, utan þess sem hár á höfði eins þeirra sviðnaði. Slökkvilið Keflavíkurflugvallar komið á vettvang. Hér að Víkurbraut 25 í Grindavík verður lögreglan og bæj- arfógetinn til húsa síðar á þessu ári. Ljósm.: g. Grindavík: Lögreglustöðin tilbúin í vor? Auglýst hefur verið eftir til- boðum í innréttingar á kjallara og 1. hæð nýju lögreglustöðv- arinnar í Grindavík. Er reiknað með að verklok verði 15. maí í vor. Að sögn Jóns Eysteinssonar bæjarfógeta miðast útboðið við neðri hæðina, en á efri hæðinni eiga skrifstofur embættisins að vera og í þeim efnum hefur ekkert útboð farið fram. Taldi Jón að í vor yrði flutt inn með lögreglustöðina og einnig myndu skrifstofumar fara inn á efri hæðina og notast við bráðabirgðainnréttingar. Útgefandi: Víkurfréttir hf. — Afgreiðsla, ritstjórn og auglvsingar: Vallargötu 15. símar 14717. 15717. Box 125, 230 Keflavík. Póstfax nr. 12777. - Ritstjórn: Emil Páll Jónsson, heimas. 12677, bílas. 985-25916. Páll Ketilsson, heimas. 13707. bílas. 985- 25917. - Fréttadeild: Emil Páll Jónsson, Hilmar Bragi Bárðarson. - Auglysingadeild: Páll Ketilsson. - Upplag: 5800 eintök sem dreift er ókeypis um öll Suðumes. - Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða og Upplags- eftirliti Verslunarráðs. - Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Setning, nimuvinna og prentun: GRAGÁS hf. Keflavík.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.