Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.1991, Síða 5

Víkurfréttir - 17.01.1991, Síða 5
5 Félagsmál Víkurfréttir 17. jan. 1991 Oddur Einarsson framkvæmda- sljóri Atvinnuþróunarfélagsins Björgunarsveitin Ægir: Arnar formaður Ný stjóm var kjörin á að- alfundi Björgunarsveitarinnar Ægis í Garði á sunnudags- kvöld. Arnar Jakobsson var kjörinn fomiaður með miklum meiri- hluta atkva;ða. Þá var Oddur Jónsson kjörinn varaformaður. Gjaldkeri er Asgeir Hjálm- arsson og ritari stjómar Hilmar Bragi Bárðarson. Garöur: Félagsvist- irnar að byrja Félagsvistir björgunarsveit- arinnar Ægis hefjast að nýju að loknu jólaleyfi næstkomandi sunnudagskvöld. Spilað er í húsnæði björgunarsveitarinnar í Garði, að Skagabraut 71. Eins og áður er byrjað að spila kl. 20:30 og verða spilaðar tvær raðir. Glæsileg verðlaun verða í boði og rjúkandi kaffi á könnunni. Eru allir áhugamenn um spilamennsku hvattir til að mæta og taka í spil. Ný stjórn hefur verið kjörin hjá Atvinnuþróunarfélagi Suð- urnesja. Er hún skipuð þeim Sigurbirni Si^gurðssyni, for- manni, Bimi Olafssyni fulltrúa Byggðastofnunar, Einari Helgasyni fulltrúa Flugleiða, Elfasi Jóhannssyni fulltrúa Keflavíkurbæjar og Þórami Þórarinssyni fulltrúa Njarð- víkurbæjar. Varamenn eru þeir Björgvin Lúthersson fulltrúi Hafnamanna og Guðmundur Einarsson fulltrúi Grindavfkur. Hyggst hin nýkjöma sljóm félagsins endurskipuleggja frá grunni starfsemi félagsins. Hefur Jón Unndórsson, sem verið hefur framkvæmdarstjóri félagsins frá byrjun látið af störfum og gengið hefur verið frá ráðningu tveggja nýrra starfsmanna til félagsins. Verð- ur Oddur Einarsson fram- kvæmdarstjóri þess og Frið- finnur Skaftason verður forstöðumaður atvinnuþróun- arsviðs. Hafa þeir Oddur og Frið- finnur báðir víðtaka reynslu af atvinnumálum. Oddur gegndi sem kunnugt er starfi bæj- arstjóra í Njarðvík og vann síð- an að því að Atlantal álverið yrði byggt á Suðumesjum. Eftir að ákvörðun var tekin um byggingu þess á Keilisnesi hef- ur hann unnið að samn- ingagerðinni við hin erlendu fyrirtæki sem starfsmaður samninganefndar Vatnsleysu- strandarhrepps. Hann hefur set- ið í stjómum margra fyrirtækja og stofnana og þekkir vel til opinberrar stjómsýslu. Starfs- svið Odds verður, auk daglegrar stjómunar félagsins, fjármál, samningagerð og hverskonar aðstoð sem lýtur að fjármála- og stjómunarsviði. Friðfinnur Skaftason er véla- verkfræðingur og tölvufræð- ingur frá Háskóla Islands og auk þess rekið eigið fyrirtæki á sviði vélsmíði og smíði rann- sóknar- og mælitölva. Frið- finnur verður sem áður segir, forstöðumaður atvinnuþróun- arsviðs félagsins og verða tæknimál sérgrein hans. Að sögn Odds. hyggst At- vinnuþróunarfélagið leita eftir góðri samvinnu við sveitar- félögin á Suðumesjum, aðra eigendur félagsins og atvinnu- rekendur á Suðumesjum með það fyrir augum að hafin verði skipuleg sókn í atvinnumálum á Suðumesjum. Mörg aðkall- andi stórverkefni eru fyrirhendi sem brýnt er að láta reyna á hvort koma megi í framkvæmd. Þar má nefna hagsmuni Suð- umesjamanna vega byggingar álversins og stofnun verk- takafyrirtækis með samvinnu fyrirtækja, til að tryggja þessa hagsmuni og efla verktaka- starfsemi almennt á Suður- nesjum. Frekari uppbygging á sviði heilsuræktar á Svarts- engissvæðinu hefur verið til umræðu um árabil og er tími kominn til að látið verði reyna á hvort hér er um raunhæfar hugmyndir að ræða. Kanna þarf rnöguleika á frekari atvinnu- uppbyggingu vegna flugvall- arsvæðisins s.s. yfirtöku á- kveðinna starfsemisþátta vam- arliðsins, aukna þjónustu við alþjóðaflug o.fl. Auk þess má nefna markaðssetningu Helgu- víkursvæðisins fyrir stóran iðn- að, innlenda olíubirgðastöð eða aðra þá starfsemi sem nýta vildi sér þá frábæru aðstöðu sem þar er hægt að bjóða upp á, Þá hafa komið upp hugmyndir um að hagkvæmt sé að veita þjónustu við Grænlendinga héðan af Suðurnesjum, m.a. vegna starf- semi á Austur-Grænlandi og annars þess sem vel liggur við að veita þjónustu héðan. Oddur Einarsson Bera stjómendur félagsins þá ósk í brjósti sér að með sam- stilltu átaki verði hægt að sýna fram á að hægt er að láta at- vinnuuppbyggingu á Suður- nesjum þróast mikið öllum Suðumesjamönnum til hags- bóta, enda eru Suðumesin það landsvæði á Islandi sem hvað best er fallið til atvinnuþróunar frá náttúrunnar hendi. Nýr reikningur Sparisjóðsins í Keflavik. Bundinn tveggja ára verðtryggður reikningur með 6,6% raunávöxtun, þ.e. vextir umfram verðbólgu.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.