Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.1991, Side 10

Víkurfréttir - 17.01.1991, Side 10
10 Viðtalið Karen tekur sig vel út eins og ljósmyndafyrirsæta hjá Hauki Inga í Myndar- fólki, sein tók þessa mynd af henni. Vikurfréttir 17 janúar1991 Viðtalið ________ii Víkurfréttir 7 17 janúar 1991 TEL MIG EKKIVERA „GRISABOLLU “ - segir Karen Sævarsdóttir, íslandsmeistari kvenna í golfi í- Víkurfréttaviötali Hún er aöeins sautján ára gömul nemandi í Fjölbrautaskóla Suöurnesja. Hún er fædd í Reykjavík en engu aö siöur Keflvíkingur í húö og hár. Paö fer ekki mikiö fyrir henni enda hlédræg og róleg í fasi, þó svo í keppni sé hún hin mesta valkyrja. Stúlka þessi heitir Karen Sævarsdóttir, núverandi íslands- meistari kvenna í golfi, en hún hefur á sínum stutta ferli hlotiö hvorki fleiri né færri en átta ís- landsmeistaratitla á hinum ýmsu stigum golfíþróttarinnar, aö ótöldum fræknum af- rekum jafnt hérlendis sem erlendis. Okkur þótti því tími til kominn aö kynnast eilítiö nánar þessari fræknu af- rekskonu, sem hefur nú þegar skráö nafn sitt á spjöld íþróttasögunnar og mun vafalaust láta meira aö sér kveöa í náinni framtíö. Áður en ég hóf spjallið bað ég hana um að sýna mér verð- launasafnið sitt svona rétt til gamans. Við mér blasti geysi- fagurt safn gripa og eflaust myndi mörgum manninum þykja það prýðilegt að eiga álíka safn heima hjá sér, eftir ekki lengri feril en hún hefur átt. Þarna mátti sjá allskyns gripi, verðlaunapeninga, vasa, styttur. platta og bikara en einn þeirra, farandbikar fyrir fyrstu verðlaun í meistaraflokki kvenna á Islandsmóti, tjáði hún mér að hefði verið notaður í síðasta skiptiö á þessu ári. Það skemmtilega við hann er, að á bæði fyrstu tveimur og síðustu tveimur árunum eru nöfn þeirra mæðgna árituð. en móðir henn- ar, Guðfinna Sigurþórsdóttir, er þrefaldur handhafi þessa titils. Karen tjáði mér það glettin á svip. að það myndi ekki líða langur tími þar til það metið yrði slegið í fjölskyldunni. En talandi um fjölskylduna, þá má og geta þess að karl- peningurinn þar á bæ hefur ekki Íátið sitt eftir liggja í þessum efnum því faðir hennar, Sævar Sprensson, hampaði einnig Is- landsmeistaratitlum í l.flokki á sínum tíma og bróðir hennar, Sigurþór, náði titlinum í ung- lingaflokki eigi alls fyrir lörigu. Hér er því svo sannarlega eitil- liart keppnisfólk á heimilinu. En nú var komið að því að spyrja Karen, hvenær hún hefði byrjað að leika golf? „Ætli ég hafi ekki verið svona 6-7 ára þegar ég byrjaði", sagði hún og sýndi mér afsagað 3-járn með teipuðu haldi, sem hún notaði til að æfa sig með. „Eg var með þessa kylfu þar til ég varð átta ára gömul og fékk þá fyrsta hálfa settið, enda þá búin að hanga nógu lengi í pokanum hjá henni mömmu. Það sumar fór ég síðan í mitt fyrsta Kristínarmót og náði í fyrstu verðlaunin" sagði hún hreykin og svei mér þá, ef ég man ekki eftir því sjálfur hversu glaðlegt andlitið á henni var þann daginn. KOM AÐ ÞVÍ AÐ VELJA En hvers vegna golf frekar en eitthvað aiiiiað? „Ætli það hafi ekki verið út af því, að mamma og pabbi voru í golfinu og ég fékk að fara með. Þannig kom nú áhuginn. Eg æfði líka fótbolta í nokkur ár en svo kom að því að velja á milli og ég valdi golfið frekar. vegna þess að einstak- lingsíþróttin átti betur við mig.“ HvaÖ með öniiiir áhuga- mál? „Tennis er sennilega númer „...Ég held að strákarnir hafi meiri tíma í alls- kyns íþróttir heldur en stelpur. Á þessu aldri eru þeir á fullu í fótbolta, körfu, golfi og ýmsum öðrum íþróttum og hafa frjálsari hendur meö sinn frítíma. Á meðan eru stelpurnar all- flestar aö passa börn...“ aði á „kerlingateigum'1 og því hafi ekkert verið að marka þetta. En í heildina hef ég fund- ið fyrir mjög jákvæðu hugarfari hjá öllum og vinkonum mínum finnst þetta hið besta mál.“ MEÐ LÆGSTU FORGJÖFINA Á LANDINU Nú barst talið að forgjöfinni en hún er mælikvarði á getu hvers golfara, líkt og tíminn er fyrir spretthlaupara. Þeim mun lægri sem forgjöfin er, þeim mun betri ert þú. Karen er ekki einungis forgjafarlægst kvenna á landir ' heldur og með lægstu forgi; .,em skráð hefur verið frá phafi í kvennaflokki eða 4.8. Hver er galdurinii að ná svo góðum árangri? „Æfingar, æfingar og aftur æfingar. Einnig er það stað- reynd að ef ég hefði ekki fengið alla þá hvatningu frá foreldrum mínum, þá væri ég alls ekki búin að ná þessum árangri í dag, svo mikið er víst. Þau hafa kennt mér mikið og alltaf hef ég geta leitað til þeirra ef eitthvað bjátaði á í golfinu, enda þekkja þau minn golfleik eins og lófana á sér.“ Hvernig er svo aðstaðan liér til œfinga? „Hún er góð héma í Leirunni og eflaust sú besta á landinu. Það hefur hjálpað mér ótrúlega mikið að hafa hana hér á heimavelli því án hennar verður víst lítið úr öllum æfingunum. GAMAN Á HELLU að svona Er Leiran þá upp- áhaldsvöllurinn? „Jaaaaa, svo finnst mér líka gaman að vellinum í Hellu. því hann 'ýður upp á svo ótrúlega marga möguleika í leik“, sagði hún og reyndi af bestu getu að særa ekki stolt viðmæl- andans sem alinn er upp í Leirunni. líkt og hún. Hvernig heldur þú þér í formi yfir vetrartímann? „Eg hef verið slá innanhúss nokkra daga í viku og nota þá bílskúrinn óspart" sagði Karen og það mátti heyra hummið og hóstið frá mömmunni í eldhúsinu. sem bara brosir við þessari pláss- freku æfingaaðstöðu á heirn- ilinu. „Annars stunda ég einnig badminton til úthaldsæfinga og slæ einnig nokkra bolta ef ekki er snjór yfir öllu. Síðan verða haldnar æfingar hjá Gardner landsliðsþjálfaranum okkar eftir áramót og þær verða mér dýrmætar yfir veturinn." TITILLINN LOKSINS HEIM Segðu okkur frá því þegar þú varðst fyrst Islandsmeistari i meistaraflokki kvenna? „Það var ótrúlegt. Enn þann dag í dag skil ég ekki mótið og að vinna það með fjórtán högga mun var eitthvað sem ég hafði ekki geta látið mig dreyma um. Vissuiega var þetta draumur minn að vinna mótið hérna heima og fá annan stærsta tit- ilinn hingað suður, eftir langa fjarveru. Mér er einnig minni- stætt hversu „kaddí-inn“ minn var stórkostlegur, enda gaf hann mér góð ráð allan tímann sem jók á ánægjuna þegar uppi var staðið með titilinn. STELP- URN- AR AÐ PASSA Hvers vegna eru svona fáar stelpur sem stunda þessa íþrótt? „Eg held að strák- arnir haft meiri tíma í allskyns íþróttir heldur en stelpur. Á þessu aldri eru þeir á fullu í fótbolta. körfu. golfi og ýmsum öðrum íþróttum og hafa frjálsari hendur með sinn frí- tíma. Á meðan eru stelpurnar alltlestar að passa böm. Hins vegar var ég beðinn um í sumar að aðstoða á golfnámskeiði á vegum skólans, þar sem skipta átti krökkunum á aldrinum 9-15 ára í þrjá hópa og bað ég um að fá stelpurnar til mín ef einhver kæmi. Mér til mikillar undrunar mættu átta stelpur fyrsta daginn og seinna meir bættust tvær við í hópinn. þannig að það er áhugi fyrir hendi en vantar bara að virkja hann betur." Hvernig liafa viðhorfin verið lijá krökkunum í skól- anum? „Það hefur ekki verið talað mikið við mig um golf nema þá helst að strákamir hafa verið að skjóta einhverju á mig. Það var nú bara vegna þess að þeir voru stundum svekktir þegar ég var að vinna þá svona af og til. Þá bentu þeir yfirleitt á að ég spil- tvö hjá mér núna og einnig stundaði ég körfuna á sínum tíma, en golfið á samt hug minn allan eins og er.“ Þú minntist áðan á fyrstu verðlaunin þín í Kristínar- mótinu. Finnst þér þetta mót liafa haft hvetjandi álirif á krakkana? „Eg man eftir því að við krakkamir vomm allt sumarið að bíða eftir þessu móti enda var það tiltölulega seint á árinu. Það var mikil keppni á milli okkar allt sumarið og allir stefndu á að sigra í þessu móti. Það má því eiginlega segja, að þetta hafi verið meistaramót okkar krakkanna, sannkallað lokauppgjör sumarsins." H vernig undirbýrðu þig undir mót eins og ís- landsmót? „Eg reyni að byrja æfa eins fljótt og auðið er, því það þýðir ekkert að taka á málunum rétt fyrir mót. Yfirleitt leik ég svo nokkra hringi á þeim velli þar sem mótið fer fram en síðasta daginn nota ég í að „skrefa“ völlinn, eða mæla hann út, og skrifa það niður í litla bók sem ég hef til hliðsjónar þegar út í keppnina er komið. Þetta er mjög mikilvægur þáttur og finnst mér hreint ómissandi, enda orðin nokkuð háð þeim. Hefurðu fengið holu íhöggí? „Neiiiiiii", segir hún gröm á svip, „en oft verið ansi nálœgt eða alveg á bakkanum, meira segja í mótvindi. Að mínu áliti hef ég ekki verið heppin, þó svo það komi jú fyrir, en ég verð senni- lega aldrei talin „grísabolla.4* En svona er þetta, ég vil vera með öll þessi mál á hreinu áður en ég fer út á völl. Að lokum er það náttúrulega hugarfarið sem þarf að vera gott og reyna sitt besta allt til loka.“ MINN „STÆR- STI" SIGUR Nú ert þú í landsliðinu, hvernig hefur þér vegnað í mótum á erlendri grund? „Alveg ágætlega og nokkurn veginn í samræmi við þá for- gjöf sem ég hef haft á hverjum tíma. Það er vissulega mikil viðbrigði að leika á þessum frábæru völlum og við allt aðrar aðstæður en hér heima, en núna er okkur leyft að æfa lengur við þessar aðstæður heldur en gert hefur verið. Það hefur mikið að segja þegar viðbrigðin eru svona mikil.“ Hvað er þér svo minni- stœðast frá þessu öllu saman? „Án efa var það Norður- landamótið í sumar, þar sem ég endaði í þriðja sæti í ein- staklingskeppninni, aðeins einu höggi á eftir manneskjunni í öðru sæti. Þetta er minn stærsti „sigur“, ef svo mætti kalla það, á ferlinum og alveg ógleym- anlegur tími fyrir mig sem full- trúa Islands á erlendri grund. Einnig er mér líka minnistætt þegar við systkinin urðum un- glingameistarar sama árið. Það þótti mörgum manninum skondin tilviljun." EKKI „GRÍSA- BOLLA" Hefurðu fengið holu í höggi? „Neiiiiiii". segir hún gröm á svip, „en oft verið ansi nálægt eða alveg á bakkanum, meira segja í mótvindi. Að mínu áliti hef ég ekki verið heppin, þó svo það komi jú fyrir, en ég verð sennilega aldrei talin „grísa- bolla.“ Hefurðu hugsað þér fram- lialdið, jafnvel að fara út í at- vinnumennsku? „í dag eru tveir íslenskir golfarar í námi ásamt því að spila fyrir skólana sína og því get ég ekki neitað að vissulega blundar þessi draumur í mér, þ.e.a.s. að fá að spila allt árið um kring. Það hlýtur að vera draumur hvers golfara. Vand- inn er bara sá að það er mjög dýrt að fara í svona skóla, sennlega um milljón vfir árið. Því verður maður að hugsa um þann höfuðverkinn fyrst. eftir það er hægt að fara hugsa eitt- hvað lengra“ sagði Karen að lokum og óskum við henni alls hins besta á komandi árum. Viðtal: Valur Ketilsson.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.