Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.1991, Side 12

Víkurfréttir - 17.01.1991, Side 12
12 FLUGLEIÐIR Jp Atvinna Störf í farþegaafgreiðslu Flugleiða á Keflavíkurflugvelli eru laus til umsóknar. Félagið leitar eftir dugmiklum og þjón- ustusinnuðum starfsmönnum sem hafa fullan áhuga á að takast á við krefjandi verkefni. Reynsla í flugafgreiðslu og þekking í farseðlum er æskileg. Hér er uin vaktavinnu að ræða. Um er að ræða sumar og framtíðarstörf. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf á tímabilinu 1. apríl til 1. júní og reiðubúnir að sækja námskeið. Lámarksaldur er 20 ár. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Flugleiða, flugstöð Leifs Eiríkssonar og skal skila inn á sama stað fyrir 15. feb- rúar. Flugleiðir hf. Siglingafræði Námskeið fyrir þrjátíutonna-próf hefst í Keflavík þriðjudaginn 21. janúar. Þorsteinn Kristinsson, sími 11609. Frá bæjar- stjóranum í Njarðvík VIÐTALSTÍMAR Viðtalstími bæjarstjóra Njarðvíkurbæjar verður frá og með 14. janúar n.k. frá kl.09.00 til 12.00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl.09.00 til 11.00 föstudaga. Þeir sem óska eftir að panta tíma vin- samlegast hafið samband við ritara. Bæjarstjóri. Sjávarútvegur VíkurfnHtir 17 janúar1991 Hin nvja Osk KE 5 í Keflavíkurhöfn. Ljósm.:hbb NÝ ÓSK KE 5 Einar Magnússon útgerðar- maður í Keflavfk hefur keypt nýja Ósk KE 5. Er hér unt að ræða fyrrum Þröst KE 51, sem gerður var út frá Grindavík. Ósk KE er byggð í Hollandi 1956 og hefur báturinn nýlega verið lengdur um nokkra metra. Einar átti fyrir bát með nafn- inu Ósk KE 5, sem nú hefur verið breytt í Ósk II KE 6. Samkvæmt síðustu upp- lýsingum blaðsins hefur ekki tekist að selja þann bát. Hinn nýi Þröstur GK 211 í Njarðvíkurslipp á mánudag. Ljósm.: epj. Agnar kaupir nýjan Þröst Nýtt skip hefur verið keypt í stað Þrastar KE 51 sem nú heitir Ósk KE 5. Er það 112 tonna skip sem keypt er frá Vest- mannaeyjum og hefur nú fengið heitið Þröstur GK 211. Þröstur GK 21 1 er smíðaður á Akureyri 1972 og lengdur skömmu síðar. 1979 var skipið stytt í Njarðvíkurslipp ásamt því sem byggt var yfir skipið. eigandi Þrastar er Agnar Smári Einarsson í Innri Njarðvík, en báturinn er skráður í Grinda- vík. Sigþór ÞH í Sandgerðishöfn á dögunum. Ljósm.:hbb Útgerð Sigþórs ÞH flytur til Suðurnesja Útgerð fiskveiðiskipsins Sig- þórs ÞH hefur flutt til Suð- umesja og er skipið nú gert út frá Sandgerði. Afli skipsins er seldur á fiskmarkaði. Sigþór ÞH er þekkt skip á Suðurnesjum og þá helst fyrir það að hafa verið dreginn í land til Ketlavíkur sem rjúkandi brunarúst á sínum tíma. Þá hét skipið Sigurpáll og var úr Garðinum. Eftir brunann var skipið endurbyggt að mestu leyti í Dráttarbraut Keflavíkur sem var og hét, þó svo byggt hafi verið yfir skipið í annarri skipasmíðastöð. Félag skip- stjórnarmanna á Suöurnesjum: Minningar- sjóður um Kristján Ingi- bergsson Aðalfundur Vísis, félags skipstjómarmanna á Suður- nesjum, hefur santþykkt að stofnaður verði sjóður í minn- ingu Kristjáns Ingibergssonar fyrrum formanns. Sjóðurinn skal heita Björg- unar- og slysavamasjóður í minningu Kristjáns Ingi- bergssonar. Fyrsta markmið sjóðsins skal vera að styrkja kaup á fullkominni björg- unarþyrlu en eftir það að stuðla að frekara öryggi sjómanna eftir ákvörðun stjómar hverju sinni. Skipstjórnarmenn á Suöurnesjum: Skorað á stjórnvöld Aðalfundur Vísis, félags skipstjómarmanna á Suður- nesjum hefur sent frá sér á- lyktun þar sem skorað er á stjómvöld að endurskoða lög um kvótaskerðingu vegna ferskfisksölu erlendis. Segir í ályktuninni að heima- viktun á gámafiski sé sjálfsagt mál ef ekki kemur til skerðingar á kvóta vegna gámaútflutnings. Jafnframt telur fundurinn að verðjöfnunargjald eigi ekki að vera á ferskum fiski lönduðum erlendis. Einnig vill félagið ffjálsan útflutning á unnum fiski. Harpa GK seld austur Harpa GK 111 frá Grindavík hefur verið seld til Hafnar í Homafirði. Harpa GK er 144 tonna stálskip. smíðað á Seyð- isftrði 1985. Það var fyrirtækið Gullvík hf. sem átti og gerði út skipið. Gullþór KE til Dalvíkur Gullþór KE 70 sem á dög- unum vtu- sleginn Fisk- veiðasjóði á nauðungaruppboði hefur nú verið selt til Norð- urlands, en aðeins hafi skipið var gert út í nokkra mánuði frá Keflavík, áðuren til uppboðsins kom. Hinir nýju eigendur em á Dalvík.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.