Morgunblaðið - 23.12.2015, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015
Víglundur Sigurjónsson var starfsmaður Rafmagnsveitu Reykja-víkur frá 1946 til 1983 og starfaði sem yfirdyravörður á HótelSögu frá 1963 fram á áttræðisaldur. Hann er kenndur við
Kirkjuskóg í Miðdölum.
„Þar ólst ég upp frá 7 ára aldri, en ég fæddist í Þorgeirsstaðahlíð
1920.“
Víglundur stundaði hestamennsku frá því að hann gat setið upp-
réttur í hnakki og átti marga gæðinga, þ. á m. Gnýfara sem var með
bestu kappreiðahestum landsins. Síðan hann féll af hestbaki skammt
frá sumarbústað sínum í Kjós í árslok 2003 hefur hann ekki setið hest en
læknar telja hann góðan að hafa náð mætti í fætur á nýjan leik til að
geta gengið.
„Ég synti alltaf á hverjum degi og það hjálpaði mér eftir þessa svaka-
legu lífsreynslu,“ segir Víglundur. „Það er því miður liðin tíð að ég fari í
sund en ég held mér við með snúningum á heimilinu og daglegum
gönguferðum, þótt ekki sé nema fram á gang þegar veðrið er slæmt.“
Víglundur er kvæntur Ragnheiði H. Hannesdóttur og búa þau að
Sléttuvegi 21 í Reykjavík. Þau áttu 65 ára brúðkaupsafmæli 4. nóv-
ember sl. Víglundur og Ragnheiður eiga þrjú börn, Trausta, sem
kvæntur er Kristínu Berthu Harðardóttur, Stefaníu, sem gift er Heiðari
Gíslasyni, og Ásgeir Sævar. Víglundur og Ragnheiður eiga fjögur
barnabörn og átta barnabarnabörn.
„Ég ætla ekki að halda upp á afmælið að þessu sinni nema í faðmi fjöl-
skyldunnar,“ segir hann, „en það er möguleiki eftir fimm ár.“
Á Gnýfara Víglundur í Kirkjuskógi í Dölum í kringum 1940.
Heldur kannski upp á
daginn eftir fimm ár
Víglundur Sigurjónsson er 95 ára í dag
G
uðmundur fæddist í
Steinnesi í Þingi 23.12.
1930 og ólst þar upp.
Hann naut heimaund-
irbúnings fyrir skóla-
nám hjá föður sínum, gekk í MA
1947, lauk gagnfræðaprófi 1949 og
stúdentsprófi 1952: „Ég hafði fyrst í
hyggju að verða menntaskólakenn-
ari og stunda framhaldsnám í forn-
málum, grísku og latínu. En örlögin
gripu í taumana og eftir 8 vikna
rúmlegu í lömunarveiki ákvað ég að
hefja nám í guðfræðideild HÍ og
ganga í þjónustu kirkjunnar.“
Guðmundur lauk embættisprófi í
guðfræði 1956, stundaði framhalds-
nám í kirkju- og klaustursögu við
Árósaháskóla 1964-65 og kynnti sér
æskulýðsmál í Gautaborg 1972.
Guðmundur var sóknarprestur í
Hvanneyrarprestakalli 1956-71 og
sóknarprestur í nýstofnuðu Árbæj-
arprestakalli í Reykjavík frá árs-
byrjun 1971-2001. Hann var skip-
aður dómprófastur í Reykjavíkur-
prófastdæmi 1989, en er prófast-
dæminu var skipt í tvennt 1991 varð
hann prófastur í Reykjavíkurpró-
fastdæmi eystra, sem var fjölmenn-
asta prófastsdæmi landsins. Pró-
fastsstörfum gegndi hann til 2001 er
hann lét af störfum.
Samhliða aðalstarfi stundaði Guð-
mundur búskap á prestsetrinu Stað-
arhóli á Hvanneyri, var prófdómari
við Samvinnuskólann á Bifröst 1956-
71 og við Kleppjárnsreykjaskóla, var
farkennari í barnaskóla Andakíls-
hrepps 1958-61, stundakennari við
Bændaskólann á Hvanneyri 1962-70
og stundakennari við Laugarlækja-
skóla 1975-81. Á prestþjónustuárum
hans í Borgarfirði voru reistar tvær
nýjar kirkjur í Hvanneyrarpresta-
kalli, Lundarkirkja í Lundarreykja-
dal, vígð 1963, og Bæjarkirkja í Bæj-
arsveit, árið 1967. Á prestskapar-
árunum í Árbænum var safnaðar-
heimili vígt 19.3. 1978 og Árbæjar-
kirkja síðan vígð 29.3. 1987.
Guðmundur sat í stjórn Presta-
félags Íslands 1980-86, formaður
þess 1983-86, formaður Prófasta-
félags Íslands 1995-99 og formaður
Félags fyrrum þjónandi presta
2004-2010. Hann sat í hreppsnefnd
Andakílshrepps um árabil, var for-
maður skólanefndar Kleppjárns-
reykjarskóla og sat í stjórn kirkju-
Guðmundur Ólafs Þorsteinsson, fyrrv. dómprófstur – 85 ára
Fjölskyldan Guðmundur og Ásta, sem lést 2012, ásamt börnunum, Ólínu, Eísabetu Hönnu, Bjarna og Sigurlaugu.
Frumkvöðull að bygg-
ingu þriggja kirkna
Reykjavík Lena Lorenzdóttir fæddist
á Þorláksmessu, 23. desember 2014
kl. 7.13. Hún vó 3.160 g og var 50,5 cm
löng. Foreldrar Lenu eru Súsanna
Gestsdóttir og Lorenz Julian
Brunnert.
Nýir borgarar
Reykjanesbær Snædís María Jóns-
dóttir fæddist á Þorláksmessu, 23.
desember 2014, kl. 5.54. Hún vó 3.982
g og var 52 cm að lengd. Foreldrar
hennar eru Erla Sigríður Arnardóttir
og Jón Oddur Jónsson.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Árin segja sitt1979-2015
Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans
Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás.
Laugarásvegi 1
104 Reykjavík • laugaas.is
)553 1620
Verið velkominn
Lauga-ás hefur frá 1979
boðið viðskiptavinum
sínum uppá úrval af
réttum þar sem hráefni,
þekking og íslenskar
hefðir hafa verið hafðar
að leiðarljósi.