Morgunblaðið - 23.12.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.12.2015, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015 Since 1921 Weleda Jólagjafir ! Gefðu þeim sem þér þykir vænt um gjöf sem veitir vellíðan, Weleda jólagjafir henta öllum í fjölskyldunni. Vörur unnar úr lífrænt ræktuðum jurtum. NaTrue vottaðar. Útsölustaðir Weleda : Heilsuverslanir og apótek um allt land. Jóla dagar LÁGMÚLA 8 SÍMI 530 2800 Þessar vinsælu leikjatölvur eru komnar í nýrri útgáfu, með betri stjórnun, stærri skjá og öflugri. Til í nokkrum litum. Gott úrval leikja. kr. 39.900,-XL: kr. 46.900,- Þessi leikjatölva hefur slegið rækilega í gegn og var kosin leikjatölva ársins 2015 af Forbes. kr. 69.900,- Opið þriðjudaginn 22. des. til kl. 19.00 og Þorláksmessu til kl. 21.00 Verð frá kr. 4.900,- Gott úrval leikja Íraska stúlkan Farah Naseer (t.v.) brosir breitt eftir að hafa fengið að vita að hún hafi hafnað í öðru sæti í keppninni ungfrú Írak. Keppnin fór fram í Bagdad, Shaymaa Abdelrahman frá Kirkuk sigraði. Er þetta í fyrsta sinn í yfir 40 ár sem haldin er keppni um titilinn í Írak sem hefur lengi verið þjakað af stríði. AFP Brosað gegnum tárin í Bagdad Fyrsta fegurðarsamkeppni í Írak í meira en 40 ár Auðkýfingnum Donald Trump hefur gengið vel að halda frumkvæðinu í baráttu repúblikana um að hljóta út- nefningu sem forsetaefni flokksins á næsta ári. Hann virðist oft leggja sig fram um að ganga fram af fólki með ósvífni, að mati flestra. En aðdáend- ur hans segja hann bara hreinskilinn og alþýðlegan. Trump var nýlega í ham á kosn- ingafundi í Michigan. Hann hæddist að líklegu forsetaefni demókrata, Hillary Clinton, sem virtist nota tækifærið og fara á salernið þegar auglýsingahlé var gert í sjónvarps- kappræðum demókrata nýlega. Hún kom einni mínútu of seint aftur á sviðið en var fagnað ákaft. „Ég veit hvert hún fór. Ekki segja það, þetta er viðbjóðslegt,“ sagði Trump. Síðar sagði hann, réttilega, að Clinton hefði fyrirfram verið álitin örugg um að vinna sigur í prófkjöri demókrata 2008 og verða forseta- efni flokksins. Hún tapaði naumlega fyrir Barack Obama, fékk færri full- trúa á flokks- þinginu en ívið fleiri atkvæði samanlagt í próf- kjörunum. „Hún ætlaði að sigra Obama,“ sagði Trump. „Ég veit ekki hvort þeirra hefði verið verra. Ég veit það ekki. Hvernig gæti þetta verið verra?“ Trump notaði afar karlrembulegt klámorð þegar hann lýsti því hvernig Obama hefði sigrað Clinton. Í ágúst mislíkuðu honum spurningar frétta- manns Fox-stöðvarinnar, Megyn Kelly, og gaf loks í skyn að hún hefði á klæðum. kjon@mbl.is Notaði klámyrði um Clinton  Trump heldur áfram að hneyksla Donald Trump Sænska ríkislest- afyrirtækið SJ hyggst aflýsa lestarferðum milli Svíþjóðar og Danmerkur vegna laga sem sænska þingið hefur sett vegna straums flótta- manna. Sam- kvæmt lögunum á að skoða skil- ríki allra þeirra sem ferðast með lestum og rútum yfir Eyrarsund- sbrúna frá Danmörku og einnig þeirra sem ferðast til Svíþjóðar með ferjum. Fyrirtæki sem reka samgöngutækin eiga að annast eft- irlitið og verða sektuð ef farþegar ferðast án gildra skilríkja með mynd eftir að lögin taka gildi 4. jan- úar. SJ segir að starfsmenn fyrir- tækisins hafi ekki tíma til að annast eftirlitið og það ætli því að aflýsa öllum lestaferðum frá Kaupmanna- höfn þegar lögin taka gildi. Sænska lestafyrirtækið Skanetrafiken hyggst fækka ferðum yfir Eyrar- sundsbrúna á annatíma vegna lag- anna. SVÍÞJÓÐ Hyggst aflýsa lestarferðum frá Danmörku Starfsmaður á Eyrarsundsbrúnni. Íraskar hersveitir réðust í gær inn í miðborg Ramadi sem liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Ríkis ísl- ams náðu á sitt vald í maí. Tals- maður úrvalssveita hersins sagði að þær hefðu byrjað að flæma vopnaða liðsmenn samtakanna úr íbúða- hverfum borgarinnar og það gæti tekið herinn þrjá daga að ná henni allri á sitt vald. Hersveitirnar mættu lítilli mótspyrnu, að sögn talsmannsins. Liðsmenn Ríkis íslams hafa misst yfirráð yfir nokkrum mikilvægum bæjum í Írak frá því að her landsins hóf sókn gegn þeim eftir að sam- tökin náðu stórum svæðum á sitt vald fyrir einu og hálfu ári. Nái herinn Ramadi á sitt vald er það stærsti sigur hans til þessa í barátt- unni við samtökin sem hafa lýst yfir stofnun kalífats í Írak og Sýrlandi. BARÁTTAN GEGN RÍKI ÍSLAMS Í ÍRAK AFP. Eyðilegging Rústir húsa sem eyðilögð- ust í átökum í grennd við Ramadi. Hersveitir náðu miðborg Ramadi á sitt vald

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.