Morgunblaðið - 23.12.2015, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015
Austurstræti 22, 101 Reykjavík
Borðapantanir í síma 562 7335 eða á caruso@caruso.is
Starfsfólk Caruso óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og
farsældar og friðar á komandi ári.
Í dag er liðið 1 ár frá því að við fluttum Caruso í Austurstræti 22 og gömlum og nýjum
viðskiptavinum þökkum við kærlega fyrir komuna á nýja staðinn og stuðninginn á árinu
sem er að líða.
Hátíðarkveðjur frá Caruso
Gleðileg Jól
!
"
#!
$$
!
#% $
$#
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
!%
%
$
%"
!!
#!
#"%"
% "
"
#
$"
$
!!
#$"
#%#%
%$
%
#
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Atvinnuleysi var 3,5% í nóvember,
samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn
Hagstofu Íslands. Að jafnaði voru
194.900 manns á aldrinum 16-74 ára á
vinnumarkaði í nóvember sem jafngildir
83,2% atvinnuþátttöku. Af þeim voru
188.100 starfandi og 6.800 án vinnu og
í atvinnuleit.
Atvinnuþátttaka jókst um 2,4 pró-
sentustig í samanburði við nóvember í
fyrra og atvinnuleysi jókst úr 3,1% í
3,5% milli tímabila.
Ef horft er til síðustu sex mánaða þá
stendur atvinnuleysi í stað og hlutfall
starfandi og atvinnuþátttaka jókst um
0,3 prósentustig.
3,5% atvinnuleysi
mældist í nóvember
● Gjaldþrot einkahlutafélaga hafa
dregist saman um 24% síðustu 12
mánuði, frá desember á síðasta ári til
nóvember á þessu ári, í samanburði við
12 mánuði þar á undan. Á tímabilinu
voru 611 fyrirtæki tekin til gjaldþrota-
skipta .
Nýskráningum einkahlutafélaga hef-
ur hins vegar fjölgað um 11% í saman-
burði við 12 mánuði þar á undan. Alls
voru 2.272 ný félög skráð á tímabilinu.
Hlutfallsleg fjölgun nýskráninga er mest
í fasteignaviðskiptum.
Gjaldþrotum fækkar og
nýskráningum fjölgar
STUTTAR FRÉTTIR ...
● Kvika hefur lokið
sölu á víkjandi
skuldabréfum til
einkafjárfesta að
nafnvirði 550
milljónir króna.
Bréfin eru til 10 ára
og verða skráð á
Nasdaq Iceland
fyrir árslok. Í til-
kynningu segir að
þetta sé í fyrsta
skipti frá upphafi fjármálakreppunnar í
október 2008 sem íslenskur banki sel-
ur víkjandi skuldabréf til fjárfesta.
Skuldabréfin eru seld á ávöxtunar-
kröfunni 5,5-6,25% miðað við fyrsta
innköllunardag en þau eru innkallanleg
af útgefanda þegar liðin verða fimm ár
frá útgáfudegi.
Heildarheimild Kviku til útgáfu
skuldabréfanna er að nafnvirði 750
milljónir króna.
Kvika seldi víkjandi
skuldabréf til 10 ára
Banki Fyrsta víkj-
andi útgáfan í 7 ár.
Eignir íslensku lífeyrisjóðanna jukust um 10,7% á fyrstu
10 mánuðum ársins í krónum talið. Þannig voru eignir
sjóðanna í lok október 3.239 milljarðar króna en voru um
áramótin 2.925 milljarðar. Þetta kemur fram í hagtölum
sem vinnuhópur á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða
hefur tekið saman.
Sem fyrr er stærstur hluti eigna sjóðanna bundinn í ís-
lenskum skuldabréfum. Þannig voru eignir þeirra í þeim
flokki orðnar 1.748 milljarðar króna í október og höfðu
aukist um 5,7% frá áramótum. Næststærsta eign sjóð-
anna er bundin í erlendum hlutabréfum og nam sú eign
tæpum 675 milljörðum í lok október. Höfðu erlend hluta-
bréf vaxið um 5,3% í krónum talið á árinu en í þeirri tölu
er ekki leiðrétt fyrir gengisstyrkingu krónunnar.
Lífeyrissjóðirnir höfðu tæpa 600 milljarða bundna í
innlendum hlutabréfum í lok október en í árslok 2014
hafði sú eign staðið í 437 milljörðum. Því hafði innlend
hlutabréfaeign þeirra vaxið um 37,1% á fyrstu 10 mán-
uðum ársins. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hafði hækk-
að um 40% yfir sama tímabil. Innlán, afleiðusamningar
og aðrar eignir sjóðanna uxu svo um 15,6% á fyrrnefndu
tímabili og stóðu í tæpum 168 milljörðum í lok október.
Eignir lífeyrissjóða hafa vaxið um
10,7% á fyrstu 10 mánuðum ársins
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ávöxtun Eignir íslenskra lífeyrissjóða hafa aldrei verið jafnmiklar og þær
reyndust í október síðastliðnum, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands.