Morgunblaðið - 23.12.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 2015 Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður | Sími 560 4300 | saltkaup.is Hálkusalt fæst hjá okkur í 5 kg og 25 kg pokum Nú kólnar í veðri Salt - Umbúðir - Íbætiefni Ný heimasíða BAKSVIÐ Margrét Kr. Sigurðardóttir magret@mbl.is Gerðar hafa verið breytingar á verðskrá Já fyrir skráningar fyrir- tækja sem hefur hækkað gjald sumra fyrirtækja þeim að óvörum. Grunn- skráning hjá Já er ókeypis en í því felst nafn á fyrirtæki, heimilisfang og símanúmer. Ef fyrirtæki vilja birta frekari upplýsingar er hægt að velja um mismunandi pakka. Ódýrasti pakkinn í nýrri verðskrá kostar 5.990 krónur og sá dýrasti kostar 199.990 krónur. Þau fyrirtæki sem vilja gera breytingar á skráningum þurfa að hafa samband fyrir áramót, sam- kvæmt tilkynningu frá Já, en reikn- ingarnir eru gefnir út í lok janúar miðað við stöðu skráninga um ára- mót. „Þetta kom verulega á óvart því það var nýbúið að ganga frá skrán- ingu sem verðlögð var á 7.200 krónur en með tilkynningu um nýja verðskrá sem tekur gildi um áramót hafði upp- hæðin hækkað upp í 19.990 krónur sem er nærri þreföldun á verðinu,“ segir fyrirtækjaeigandi um nýja verðskrá Já. Viðmælandinn, sem ekki vill láta nafn síns getið, segir að ef hann hefði ekki rekið augun í verð- breytinguna hefði borist reikningur í janúar upp á 19.990 krónur. Eftir samtal hans við starfsmenn Já kom í ljós að ekki var hægt að halda fyrri samningi sem gengið var frá í nóv- ember. Já hafði sett fyrirtækið í ákveðinn pakka sem felur í sér skrán- ingu á meiri upplýsingum en fyrri samningur gerði ráð fyrir. Margrét Gunnlaugsdóttir, vöru- og viðskiptaþróunarstjóri Já, segir nýja verðskrá hafa verið senda út til allra fyrirtækja um breytingar á fyr- irkomulagi skráninga. „Hingað til höfum við selt skráningar í einingum en við erum að einfalda skráningarn- ar og gera þær aðgengilegri fyrir fyr- irtæki. Við bjóðum því fimm skrán- ingarpakka sem fela í sér ákveðið mikið magn af upplýsingum.“ Margrét segir fyrirtæki geti tekið afstöðu til þess hvaða pakka þau vilja fá. „Fyrirtækin lenda inni í ákveðnum pökkum út frá þeim skráningum sem þau eru með í dag. Fyrirtæki eru ýmist að hækka, lækka eða standa í stað. Í þeim til- vikum þar sem um hækkanir er að ræða þá eru fyrirtækin í raun og veru að fá möguleika á fleiri skráningum og þar af leiðandi hækkar verðið. Þau geta ákveðið að nýta sér þessar við- bótarskráningar sem bjóðast í þeim pakka sem þau lenda í eða ákveðið að minnka upplýsingarnar og aðlaga þá skráninguna sína að því. Það er allur gangur á því hvað fyrirtæki eru að gera.“ Margrét segir það af og frá að ver- ið sé að þvinga fyrirtæki að fara í ákveðna pakka. „Við erum bara að láta vita af breytingunni og þau geta ákveðið að fara í pakka sem hentar betur sem er þá ódýrari eða dýrari.“ Á næsta ári kemur í síðasta skipti út prentuð símaskrá og segir Margrét að breytingarnar á verðskránni séu liður í þeim áformum. Þegar Margrét er spurð hversu mörg fyrirtæki sem áður hefðu verið með skráningu sem kostaði 7.200 krónur hefðu farið í pakkann sem nú kostar 19.990 krónur segist hún ekki geta gefið upplýsingar um það þar sem um sé að ræða trúnaðarmál. „Ég get hins vegar sagt þér að ekki er gert ráð fyrir hækkun á tekjum fé- lagsins á milli ára í kjölfar þessara breytinga.“ Tekjur fyrirtækisins Já voru á síðasta ári rúmur milljarður króna samkvæmt ársreikningi og hagnaður var 232 milljónir króna. Skráning hjá Já nær þrefaldaðist í verði Morgunblaðið/Árni Sæberg Skráning Verðskrá fyrir skráningar fyrirtækja hjá Já hefur verið breytt.  Breytingum á verðskrá ætlað að einfalda fyrirtækjum val Verðlag var 1,6% hærra að meðaltali á þessu ári en í fyrra, sé tekið mið af meðalvísitölum neysluverðs fyrir árin tvö. Til samanburðar var verðbólga 2,0% árið 2014 samkvæmt sama mælikvarða og 3,9% árið 2013. Verðlag hækkaði um 2,0% yfir árið, frá desember 2014 til desember í ár, samkvæmd nýrri mælingu Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,33% milli nóvember og desem- ber, en sé húsnæðisliður vísitölunnar tekinn út þá hækkaði hún um 0,28%. Sé litið til meðalvísitölu neyslu- verðs án húsnæðis þá var verðlag ein- ungis 0,1% hærra í ár en á síðasta ári. Verðbólga án húsnæðis samkvæmt þeim mælikvarða var 0,8% árið 2014 og 3,9% árið 2013. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um einungis 0,4%. Flugið hækkaði í desember Í desember hafði tæplega 17% hækkun flugfargjalda til útlanda mest áhrif á verðlagsmælingar og hækkaði vísitala neysluverðs um 0,19% af þeim sökum. Húsnæðislið- urinn olli svo 0,12% hækkun vísitöl- unnar. Hins vegar lækkaði matar- karfan og símakostnaður á milli mánaða. Greiningardeild Arion banka telur að verðbólguhorfur til skamms tíma séu góðar, sem rekja megi til styrk- ingar krónunnar undanfarna mánuði og lækkunsr olíuverðs. Telur bankinn útlit fyrir að verðbólga verði rétt yfir 2% næstu mánuði og lækki síðan í 1,7% í mars. Greining Íslandsbanka telur vís- bendingar um að launahækkanir á árinu hafi enn sem komið er haft mun hóflegri áhrif á verð á innlendum vörum og þjónustu en margir hafi bú- ist við. Innlendur kostnaðarþrýsting- ur fari þó vaxandi og mun hann að mati bankan þrýsta verðbólgu upp fyrir verðbólgumarkmiðið næsta haust. Morgunblaðið/Golli Verslun Verðlag án húsnæðis hækkaði um 0,1% á milli áranna 2014 og 2015. Verðbólga fyrir árið 2015 mældist 1,6%  Nánast engin verðbólga án húsnæðisliðs ● Staða ríkissjóðs er afar ólík, allt eftir því hvort stöðugleikaframlög slitabúa bankanna eru tekin með í reikninginn eða ekki. Áhrifa af framlögunum mun gæta á næstu árum en þau verða færð til tekna í fjárlögum á ríkisreikningi á næstu árum. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Þar er bent á að séu stöðugleika- framlög næsta árs tekin inn í ríkisreikn- ing sé afgangur af rekstri ríkissjóðs áætlaður 346 milljarðar króna. Án framlaganna yrði sá afgangur aðeins 7 milljarðar en það svarar til 1% af tekjum ríkisins að frádregnum þeim sem koma til vegna stöðugleikaframlaga. Landsbankinn segir að framlögin skekki nokkuð myndina og að „staða ríkissjóðs er að ýmsu leyti ekki eins góð og virðist á yfirborðinu“. Án stöðugleikaframlaganna verður afgangur af rekstri ríkissjóðs einvörðungu 1% á næsta ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.