Morgunblaðið - 19.01.2016, Síða 2

Morgunblaðið - 19.01.2016, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ragnar Þorbergsson var mættur í fiskbúðina Hafrúnu í gær til að fá sér hrogn og lifur í soðið. Nú fer sá árstími í hönd þegar þetta góðgæti er á boðstólum í fiskbúðunum. Annars stendur hrognatímabilið yfirleitt fram í mars, eða þar til hrognin eru orðin of þroskuð til að henta til manneldis. Guðmundur Óskar Reynisson fisksali sýnir Ragnari hér fersk hrogn, en Ragnar vann lengi við fiskverkun fyrir vestan. Hrognatímabilið hafið og sælkerar kætast Morgunblaðið/Árni Sæberg Margir fá vatn í munninn þegar þeir sjá hrogn og lifur í fiskbúðunum þegar skólastarf hæfist í janúar, en hún framlengdi veikindaleyfi sitt til 1. apríl. Að öllu óbreyttu mun Dagný taka aftur til starfa sem skólastjóri að veikindaleyfinu loknu. Bekkjarfulltrúaráð Melaskóla Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is „Þetta mál er litið mjög alvarlegum augum og varðar hag skólastarfs í þessum góða skóla. Við erum að vinna að lausn sem tryggir farsælt starf fyrir nemendur skólans,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur- borgar, um uppreisn kennara í Melaskóla gegn Dagnýju Annas- dóttur, skólastjóra skólans. Um 30 kennarar hafa skrifað nafn sitt á lista þar sem lýst er yfir vantrausti á störf Dagnýjar sem skólastjóra. Listinn var sendur á skóla- og frístundasvið Reykjavík- urborgar og inniheldur hann rök- stuðning fyrir vantraustsyfirlýsingu kennaranna. Um 50 kennarar eru starfandi við skólann. Ljóst er að ef ekki finnst lausn á deilu kennaranna við skólastjórann gæti kennsla í skólanum verið í lamasessi. Helgi segir mjög sjald- gæft að starfsmenn geri undir- skriftalista gegn yfirmönnum sín- um, en slík tilfelli hafi þó komið upp innan skóla- og frístundasviðs borg- arinnar. Dagný tók við störfum árið 2013 og hefur lengi verið óánægja með störf hennar í Melaskóla, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hún fór í veikindaleyfi í lok nóvember eftir að undirskriftunum var safnað. Til stóð að hún kæmi aftur til starfa sendi frá sér ályktun vegna málsins þar sem kallað er eftir því að Dagný hverfi frá störfum. „Velferð og þarfir barna í skólanum og gildi Melaskóla hafa fallið í skuggann af ágreiningi skólastjóra og kennara. Engar lausnir eru í sjónmáli heldur blasa við uppsagnir í hópi kennara og í raun atgervisflótti ef og þegar núverandi skólastjóri kemur aftur til starfa úr því leyfi sem hún hefur verið í undanfarnar vikur,“ segir í ályktuninni. Djúpstæður stjórnunarvandi Þá er því mótmælt harðlega að „skólastarfi Melaskóla sé ógnað á þennan hátt og krefst þess að skóla- og frístundasvið Reykjavíkur skeri án tafar á þann hnút sem herðir að skólastarfinu“. Síðan segir í ályktuninni: „Að mati fundarins getur varanleg lausn á vandanum innan skólans ekki fal- ist í neinu öðru en að Dagný hverfi frá starfi. Trúnaðarbrestur er fyrir hendi á milli skólastjóra og kennara og að mati fundarins hefur djúp- stæður stjórnunarvandi viðgengist innan skólans undanfarin misseri.“ Uppreisn gegn skólastjóra Melaskóla Morgunblaðið/Júlíus Melaskóli Skólastjórinn er í leyfi en á að snúa aftur 1. apríl. Um 30 kenn- arar hafa skrifað undir vantraustsyfirlýsingu á hendur skólastjóranum.  Um 30 kennarar hafa skrifað undir van- traustsyfirlýsingu  Borgin vinnur að lausn Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir morð fyrir fimmtán árum og afplánaði fangels- isrefsingu, hefur fengið uppreist æru og sækist eft- ir því að fá lög- mannsréttindi sín að nýju. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkis- útvarpsins í gær. Þegar mbl.is hafði samband við Atla vildi hann ekki tjá sig um málið. Atli var dæmdur fyrir manndráp í maí 2001. Samtímis var hann sviptur málflutningsréttindum. Hann lauk afplánun 2010. Frá þeim tíma hefur hann starfað á lögmannsstofu sem lögfræðingur. Fyrir áramót fékk Atli uppreist æru sem þýðir að hann er nú með óflekkað mannorð. Atli hefur lagt inn beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur um að réttindasvipting hans verði felld úr gildi svo hann geti fengið mál- flutningsréttindi sín að nýju. Í Kast- ljósi kom fram að mál Atla Helgason- ar yrði tekið fyrir í héraðsdómi í vikunni. Til að eiga möguleika á uppreist æru þarf að hafa tekið út refsingu sína. Sé brotið alvarlegt þurfa að hafa liðið fimm ár frá lokum afplánunar og brotið þarf að vera fyrsta brot. Hafi lögmenn verið sviptir lög- mannsréttindum þurfa þeir meðmæli Lögmannafélagins og standast próf- raun til að eiga möguleika á að öðlast réttindi á ný. Atli Helga fékk upp- reist æru Atli Helgason  Sækir um mál- flutningsréttindi Skjáltahrina hefur verið í Öxarfirði á Tjörnesbrotabeltinu síðustu daga. Í gærmorgun varð skjálfti upp á 3,3 stig, um 30 km vestur af Kópaskeri. Að sögn jarðskjálftafræðings á vakt Veðurstofunnar var um eftirskjálfta að ræða eftir hrinu í síðustu viku. Þá mældust um 150 skjálftar og sá sterkasti var einnig 3,3 stig, varð á svipuðum slóðum sl. miðvikudag. Um sniðgengishreyfingar er að ræða og engin merki um eldvirkni. Var hrinan að mestu gengin niður í gærkvöldi. Rólegt hefur verið í Vatnajökli undanfarna daga eftir nokkra virkni þar í síðustu viku. Skjálftahrina í Öxarfirði Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Nánast allir verðandi foreldrar á Ís- landi kjósa fóstureyðingu, greinist litningafrávik hjá fóstrinu. Árið 2014 greindust 17 fóstur með litninga- galla, þar af átta með þrístæðu 21 sem veldur Downs-heilkenninu. Fólki í þessum sporum býðst erfða- ráðgjöf þar sem áherslan er á að virða vilja hvers og eins. „Vissulega eru dæmi um að ákveðið sé að halda meðgöngunni áfram, en það eru undantekningar,“ segir Hildur Harðardóttir, yfirlækn- ir kvennadeildar Landspítalans. Þegar taldar eru líkur á að kona gangi með barn með litningafrávik er henni boðið upp á ástungu og litn- ingarannsókn. „Ef greining leiðir í ljós að fóstrið er með litningafrávik er boðið upp á viðtal hjá erfðalækni eða erfðaráð- gjafa. Fólki er í sjálfsvald sett hvort það þiggur það, sumir eru ákveðnir í hvað þeir ætla að gera og telja sig ekki þurfa ráðgjöf,“ segir Hildur. Fáir vilja ræða við foreldra Einnig er boðið upp á viðtal við prest og sálfræðiráðgjöf og auk þessa stendur til boða að ræða við foreldra barna með Downs-heil- kennið, en að sögn Hildar nýta fáir sér þann möguleika. Flestir hafa 46 litninga í hverri frumu, 23 frá móður og 23 frá föður. Í frumum þess sem er með Downs-heilkenni er aukaeintak af litningi 21, þar eru þrír litningar í stað tveggja og því er talað um þrí- stæðu. Um helmingur allra fóstra á Íslandi sem greinast með litn- ingafrávik er með þrístæðu 21. Önn- ur frávik eru t.d. á litningi 13, 16 og 18 sem valda miklum veikindum og deyja börnin með þessar þrístæður yfirleitt á fyrsta mánuði, að sögn Hildar. Engum er boðin fóstureyðing „Fólk, sem á von á barni, á yf- irleitt ekki von á að að þurfa á erfða- ráðgjöf að halda,“ segir Vigdís Stef- ánsdóttir, erfðaráðgjafi hjá Landspítalanum, sem segir tilgang ráðgjafarinnar vera að fólk geti tek- ið upplýsta ákvörðun. „Flestir, sem eru í þessum sporum að ganga með barn sem hefur greinst með litn- ingafrávik, spyrja: Hvað gera aðrir? Við reynum að ræða það sem minnst, heldur leggja áherslu á að fólk taki ákvörðun á sínum eigin for- sendum.“ Vigdís segir umræðuna um fóstur- eyðingar eiga það til að vera ósann- gjörn. Algengur misskilningur sé að konum í þessum sporum sé boðin fóstureyðing. Það sé ekki rétt, for- eldrar eigi sjálfir frumkvæðið að því að enda meðgönguna eftir að hafa hugsað málið vel. „Enginn, sem ég hef veitt ráðgjöf og er í þessum spor- um, á auðvelt með að taka þessa ákvörðun,“ segir Vigdís. Flestir velja fóstureyðingu  Enginn á auðvelt með ákvörðunina þegar litningafrávik greinast hjá fóstrum  17 fóstur greindust með litningagalla árið 2014  Átta með Downs-heilkenni Hildur Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.