Morgunblaðið - 19.01.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016 Útsöluaðilar: Útilíf Kringlunni – Smáralind – Glæsibæ I Debenhams I Englabörn Intersport - Bíldshöfða - Akureyri - Selfossi I barnaheimar.is I Leiksport I Músik & Sport K Sport Keflavík I Nína Akranesi I Sportver Akureyri I Toppmenn og Sport Akureyri Borgarsport Borgarnesi I Hafnarbúðin Ísafirði I Siglósport Siglufirði I Sentrum Egilsstaðir Sportbær Selfossi I Pex Reyðarfirði I Axel Ó Vestmannaeyjum I Efnalaug Vopnafirði Verið getur að auglýstar vörur séu ekki til hjá útsöluaðila. Umboðsaðili: DanSport ehf. fatnaður Fótboltabuxur Gjöf sem hittir í mark Hummel við Ísland. Nú fá Bretar að kynnast raunverulegu skyri.“ Tollfrjálsi kvótinn inni í ESB var áður notaður til að framleiða skyr hérlendis og flytja til Finnlands, en þar í landi hefur sala á skyri verið ævintýralega mikil eða alls um 5.200 tonn í fyrra fyrir um 2,8 milljarða króna. Allt skyrið til Finnlands verður í ár framleitt í mjólkurbúi í Danmörku. Nýir tollasamningar frá 2017 Jón Axel segir að tollasamningar sem gerðir voru við Evrópusam- bandið á síðasta ári komist ekki í gagnið fyrr en 2017. Tollfrjáls út- flutningur á skyri geti síðan aukist til 2020 er gert sé ráð fyrir að hann geti numið 4.000 tonnum á ári og hefur MS væntingar um að unnt verði að selja það allt saman í Bret- landi á komandi árum. Í Sviss hefur líka gengið mjög vel að selja skyr framleitt á Íslandi, en Sviss er ekki í ESB. Þar er íslenska skyrið komið í yfir 600 verslanir og salan í ár gæti orðið 5-600 tonn. upp á mikið og gott úrval af mat- vöru. Fyrst í stað verði áherslan í markaðssetningu á skyri á London og nágrannaborgum og miðað sé við sölu á fyrrnefndum 390 tonnum í ár. Kynnast raunverulegu skyri „Bretland er á margan hátt mjög áhugaverður markaður,“ segir Jón Axel. „Í Finnlandi seldum við um 5.200 tonn í fyrra á um fimm milljón manna markaði, en í Bretlandi búa um 50 milljónir. Ef við náum því að selja fjögur þúsund tonn af skyri í Bretlandi á næstu árum er það að- eins um 0,25% markaðshlutdeild í svokölluðum jógúrt-vörum. Sendi- ráðið í London verður okkur innan handar við kynningu sem haldin verður þar 4. febrúar nk. og kunn- um við hjá MS sendiráðinu bestu þakkir fyrir þá aðstoð sem við fáum hjá því. Arla er fyrir á markaðnum í Bret- landi með sína vöru, sem þeir kalla skyr og hafa reynt að telja Bretum trú um að þeirra vara sé frá Íslandi með myndefni og öðrum tengingum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Íslenskt skyr frá Mjólkursamsöl- unni verður á boðstólum í yfir 200 Waitrose-verslunum í Bretlandi frá 8. febrúar. Skyrið verður framleitt hér á landi úr ís- lenskri mjólk og verður 390 tonna tollfrjáls inn- flutningskvóti til Evrópusam- bandsins nýttur í verkefnið. Sam- kvæmt samn- ingum sem gerðir hafa verið í Bret- landi fæst fullt verð fyrir íslensku afurðirnar eins og verið væri að selja innanlands. Jón Axel Pétursson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs MS, segir að Waitrose-verslana- keðjan sé með um 380 verslanir í Bretlandi. Einkum sé höfðað til bet- ur borgandi viðskiptavina og boðið Skyr fyrir Englendinga Umbúðir um þrjár tegundir af skyri eins og þær líta út í verslunum Waitrose-keðjunnar. Íslenskt skyr í hillur 200 enskra verslana  Framleitt hér fyrir Waitrose  Áhugaverður markaður Jón Axel Pétursson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur frá því á síðasta ári get- að gert mun markvissari kröfur en áður um úrbætur eldvarna í ólögleg- um íbúðum, sem er að finna í at- vinnuhúsnæði víða á höfuðborgar- svæðinu, að sögn Bjarna Kjartanssonar, sviðsstjóra hjá SHS. Hann á von á að ástand eldvarna í þessum húsum muni batna á næst- unni í kjölfar verklagsbreytinga og aukinna heimilda sem slökkvilið hef- ur fengið til að krefjast þess að full- nægjandi eldvarnir og aðrar úrbæt- ur séu gerðar í þessum byggingum. Svokölluðum óleyfisíbúðum í at- vinnuhúsnæði hefur fjölgað mikið og fann slökkviliðið t.a.m. 207 slík hús á árinu 2014. Í seinustu viku var slökkvilið kallað út vegna eldsvoða á tveimur stöðum með stuttu millibili og var eldur í iðnaðarhúsnæði í öðru tilvikinu þar sem óttast var að fólk byggi þar. Sú var þó ekki raunin heldur var þar aðstaða sem listamað- ur hafði afnot af. Geta beitt dagsektum Bjarni segir að átaksverkefni til að kortleggja þessar óleyfisíbúðir og gefa svo út skýrslur í kjölfarið hafi lagst af og í staðinn hafi SHS fengið verkfæri í hendur til að skoða ástandið í þessum byggingum eftir því sem þær detta í net eftirlitsins og geti nú gert ákveðnar kröfur, að við- lögðum dagsektum, um úrbætur án þess að í því felist nein viðurkenning á búsetu í viðkomandi húsnæði. „Vandamálið við svona óleyfisíbúðir hefur verið að ef gerðar eru kröfur um lagfæringar þá felist í því ákveð- in viðurkenning á tilvist þeirra,“ seg- ir hann. Nú hafi öll aðildarsveitar- félögin samþykkt að SHS geti sent eigendum viðkomandi húsnæðis bréf sem samið var af lögfræðingi og gert kröfur um úrbætur með allskonar fyrirvörum án þess að það feli í sér viðurkenningu til eigandans gagn- vart skipulagsskilmálum sveitarfé- lagsins um íbúðir í húsinu. Að sögn hans er það algert ör- þrifaráð ef þarf að loka viðkomandi húsnæði því það kemur verst við íbúana sjálfa sem lenda á götunni. Lokanir leysi ekki þetta sé félagslegt og efnahagslegt vandamál. „Af þess- ari ástæðu er það ákaflega kærkom- ið að hafa fengið þessa heimild og er það gert í góðu samstarfi við sveit- arfélögin og þau upplýst um það sem við finnum. þetta þýðir líka að við getum eldvarnarlega séð híft við- komandi húsnæði upp á það plan sem reglur segja fyrir um.“ Markvissari kröfur um úrbætur eldvarna  Nýtt verklag SHS vegna ólöglegra íbúða í atvinnuhúsnæði Morgunblaðið/Eggert Slökkvistörf Slökkviliðið að störfum við atvinnuhúsnæði í Reykjavík í sein- ustu viku. Óttast var um tíma að íbúar væru inni en sú var þó ekki raunin. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Samtals sóttu 26.985 Íslendingar um miða á Evrópumótið í knatt- spyrnu í Frakklandi í sumar, en það nemur 8,15% af íslensku þjóðinni. Alls stóðu um 34 þúsund miðar Ís- lendingum til boða fyrir keppnina og því ljóst að landinn mun ekki nýta um sjö þúsund miða sem Ís- land fékk úthlutaða. Verða þeir boðnir andstæðingum Íslands hverju sinni. 9.500 sóttu um á þremur tímum Um klukkan átta í gærmorgun höfðu Íslendingar sótt um u.þ.b. 17.500 miða en fyrir helgi höfðu þeir sótt um u.þ.b. 10 þúsund miða. Því er ljóst að gríðarlegt magn um- sókna hefur bor- ist á síðustu dög- um og klukku- stundum áður en fresturinn rann út. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ höfðu klukk- an átta í gær- morgun borist 6.000 umsóknir um miða á leikinn gegn Portúgal hinn 14. júní, um 6.000 umsóknir á leikinn gegn Ungverjum 18. júní og um 5.500 á leikinn gegn Austurríki 22. júní. Eftir það bárust um 9.500 um- sóknir á þeim þremur tímum sem liðu þar til umsóknarfresturinn rann út klukkan 11 í gærmorgun. Umsóknasprenging á síðustu stundu Miðar Tæplega 27 þúsund sóttu um. Hin árlega læknaráðstefna, Læknadagar, var sett í Hörpu í gær með pomp og prakt. Grínist- inn Frímann Gunnarsson, leikinn af Gunnari Hanssyni, mætti sem leynigestur og rýndi í helstu per- sónueinkenni læknastéttarinnar og þá sérstaklega það sem kallað hef- ur verið „besservisserinn“. Ráðstefnan stendur yfir til föstudags og er hver dagur með þétta dagskrá. Ráðstefnugestir eru um þúsund talsins eins og síðustu ár og eru þeir flestir læknar. Ráð- stefnan er með nokkuð hefð- bundnu sniði í ár, en að venju var fyrsti dagurinn helgaður ákveðnu þema og í ár voru það heimilis- lækningar og hagnýtar héraðs- lækningar. Þar var í fyrirlestrum lögð áhersla á hlutverk hins al- menna læknis sem starfar í dreif- býli og smærri þéttbýlisstöðum þar sem sérhæfður stuðningur er minni en á stærri stöðum. Meðal fyrirlestraefna næstu daga er „Mæðradauði á Íslandi 1760-1859“, „Skynsamleg ávísun sýklalyfja á Íslandi“, „Almennar bólusetningar: Staðan í dag og tækifæri til framtíðar?“, „Endur- lífgun á nýburum og eldri börnum (vinnubúðir)“ og „Fæddur í röng- um líkama – um transfólk“. Morgunblaðið/Árni Sæberg Læknadagar Gestir skemmtu sér vel í Hörpu í gær. Frímann Gunnarsson klappaði duglega fyrir ræðumönnum og átti óvænta innkomu í salinn. Læknadagar 2016 settir í Hörpu  Frímann Gunnarsson leynigestur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.