Morgunblaðið - 19.01.2016, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016
Alltaf feti framar
gómsætur feti í salatið ogmeðmatnum
Heildarskatttekjur hins op-inbera voru 35% af lands-
framleiðslu hér á landi árið 2014.
Með þessu háa hlutfalli sláum við út
nánast allar þær þjóðir sem við vilj-
um bera okkur sam-
an við.
Í Svíþjóð, semseint verður tal-
in skattaparadís, er
hlutfallið til dæmis
„aðeins“ 33% og í
Finnlandi 31%.
Þetta er meðal þess sem fram kom í
athyglisverðu erindi Ásdísar Krist-
jánsdóttur hagfræðings á skatta-
degi Deloitte, Viðskiptaráðs og SA.
Þar kom einnig fram að í staðþess að nota tækifærið og
lækka skatta þegar skatttekjur
fóru að aukast með betri tíð, hafi
tekjuaukanum verið varið í aukin
útgjöld.
Nú sé svo komið að skatttekjurhins opinbera nálgist það sem
mest var fyrir fall bankanna og þær
séu ekki aðeins háar í sögulegum
samanburði heldur einnig miðað
við önnur lönd.
Skattar á fyrirtæki, án áhrifaþrotabúa og tryggingagjalds,
eru 4,9% af landsframleiðslu hér á
landi, sem er meira en þekkist ann-
ars staðar. Í OECD-ríkjunum er
meðaltalið 3%.
Þetta eru ískyggilegar tölur ognauðsynlegt að þegar í stað
verði ráðist í umfangsmiklar
skattalækkanir til að forða þeim af-
leiðingum sem þetta mun ella hafa
á fyrirtæki landsins og allan al-
menning.
Samkvæmt fréttum þá er vinstristjórnin farin frá og sjálfsagt
er að skattarnir hennar fari einnig.
Ásdís
Kristjánsdóttir
Met sem engan
langar að slá
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 18.1., kl. 18.00
Reykjavík 0 skýjað
Bolungarvík -1 alskýjað
Akureyri -10 skýjað
Nuuk 2 skýjað
Þórshöfn 0 skýjað
Ósló -16 skýjað
Kaupmannahöfn 0 skýjað
Stokkhólmur -7 léttskýjað
Helsinki -12 snjókoma
Lúxemborg -3 skýjað
Brussel -2 heiðskírt
Dublin 7 alskýjað
Glasgow 1 súld
London 2 léttskýjað
París -1 heiðskírt
Amsterdam -2 heiðskírt
Hamborg -2 skýjað
Berlín -5 léttskýjað
Vín -1 léttskýjað
Moskva -11 heiðskírt
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 11 skýjað
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 15 heiðskírt
Róm 5 heiðskírt
Aþena 5 skýjað
Winnipeg -22 snjókoma
Montreal -7 snjókoma
New York -4 heiðskírt
Chicago -16 léttskýjað
Orlando 12 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
19. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:47 16:31
ÍSAFJÖRÐUR 11:16 16:12
SIGLUFJÖRÐUR 10:59 15:54
DJÚPIVOGUR 10:22 15:55
Matthías Páll Ims-
land hefur verið
ráðinn aðstoðar-
maður Sigmundar
Davíðs Gunn-
laugssonar for-
sætisráðherra.
Undanfarið ár hef-
ur Matthías starf-
að sem aðstoðar-
maður Eyglóar
Harðardóttur fé-
lagsmálaráðherra. Verkefni Matthías-
ar í forsætisráðuneytinu verða meðal
annars á sviði stefnumörkunar og
samræmingar til að styðja við for-
gangsverkefni ríkisstjórnarinnar.
Forsætisráðherra hefur haft einn
aðstoðarmann, Jóhannes Þór Skúla-
son, frá því að Ásmundur Einar Daða-
son lét af starfi aðstoðarmanns á síð-
asta ári.
Með ráðningu Matthíasar verða að-
stoðarmennirnir aftur tveir. Áður
vann Matthías sem ráðgjafi fyrir er-
lend fyrirtæki á sviði framtaksfjárfest-
inga. Þar áður var hann framkvæmda-
stjóri rekstrarsviðs flugfélagsins
WOW-air og fyrir stofnun þess var
hann forstjóri Iceland Express.
Fer yfir í
forsætis-
ráðuneytið
Aðstoðaði áður
félagsmálaráðherra
Matthías
Páll Imsland
Íslendingar veiddu á síðasta ári 42.626 tonn af
norsk-íslenskri síld. Þetta er minnsti afli íslenskra
skipa úr stofninum síðan 1994 eða í rúm 20 ár.
Mest af aflanum var veitt í íslenskri lögsögu eða
39.119 tonn (91,8% aflans). Í færeyskri lögsögu
veiddust 3.088 t. og á alþjóðlegu hafsvæði 419 t.
Aflamark íslenskra skipa í norsk-íslenskri síld
2015 var rúmlega 45 þúsund tonn en verður litlu
meira á þessu ári eða rétt tæplega 48 þúsund
tonn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfir-
liti Fiskistofu yfir afla í deilistofnum 2015.
Makrílafli íslenskra skipa var á síðasta ári
169.336 tonn en var árið áður 173.560 tonn. Af
þessum afla voru 148.280 tonn fengin úr íslenskri
lögsögu eða 87,6 % aflans. Makrílafli íslenskra
skipa á alþjóðlegu hafsvæði var 19.507 tonn og afli
í færeyskri lögsögu nam 1.549 tonnum.
34 þúsund tonn úr íslenskri lögsögu
Á síðasta ári veiddu íslensk skip 214.890 tonn af
kolmunna. Þetta er mesti ársafli íslenskra skipa af
tegundinni síðan 2007. Aflamark íslenskra skipa í
kolmunna á þessu ári er 139.021 þúsund tonn sam-
anborið við 212.913 tonn í fyrra. Í fyrra veiddust
tæplega 180 þúsund tonn af kolmunna í færeyskri
lögsögu og 34 þúsund tonn í íslenskri.
Afli í úthafskarfa hefur aldrei verið minni síðan
íslensk skip hófu beina sókn í úthafskarfa á
Reykjaneshrygg. Á síðustu vertíð veiddu þau
2.128 tonn samanborið við 2.436 tonn árið áður.
Aflamark íslenskra skipa á nýliðnu ári var 3.244
tonn. Aflamarkið í ár er 2.614 tonn. Á síðasta ára-
tug síðustu aldar fór karfaafli íslensku skipanna á
Reykjaneshrygg oft yfir 40 þúsund tonn. Aflinn
síðustu ár hefur því aðeins verið svipur hjá sjón
frá því sem var þegar mest veiddist. aij@mbl.is
Minna af norsk-íslenskri síld en í 21 ár
Mikill makríl- og kolmunnaafli íslenskra skipa í fyrra Úthafskarfinn í lægð