Morgunblaðið - 19.01.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.2016, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sautján lögreglumenn af báðum kynjum hafa kvartað til Lands- sambands lögreglumanna (LL) undanfarnar vik- ur vegna vanda- mála innan emb- ættis Lögreglu höfuðborgar- svæðisins (LRH). „Við bíðum eftir fundi með lögreglustjór- anum,“ sagði Snorri Magn- ússon, formaður LL. „Fundurinn verður fyrst og fremst farvegur fyrir kvartanirnar, að svo miklu leyti sem lögreglustjóra er ekki nú þegar kunnugt um þær. Vonandi leiðir hann til þess að leitað verði lausna á vandanum sem við blasir. Það er ljóst að það þarf að vinna úr honum.“ Fundartími hafði ekki verið ákveðinn í gær og sagði Snorri að LL þrýsti á um fund. Hins vegar hefði reynst erfitt að finna fund- artíma sem öllum hentaði, enda væri fólk önnum kafið. Hann kvaðst vona að hægt yrði að halda fundinn í þessari viku. Lögreglumennirnir sem hafa kvartað eru allir í fullri vinnu og gegna sínum störfum. Snorri sagði að talsverður samhljómur væri í kvörtununum. „Þetta myndi vænt- anlega flokkast undir einhvers kon- ar samskiptavanda, án þess að ég vilji fara nánar út í það,“ sagði Snorri. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í síðustu viku að formaður Lög- reglufélags Reykjavíkur kannaðist ekki við óánægju með starfshætti lögreglustjórans eða deilur innan embættisins. Hvers vegna leita lög- reglumenn ekki til þess félags en kvarta við landssambandið? „Landssambandið er stéttarfélag allra lögreglumanna í landinu. Að því er einstaklingsaðild. Lögreglu- félögin eru ekki stéttarfélög og fara þar af leiðandi ekki með þau mál- efni lögreglumanna eins og lands- sambandinu er ætlað lögum sam- kvæmt. Það kann að vera hluti skýringarinnar. Ég veit ekki hvort aðrar ástæður liggja þar að baki,“ sagði Snorri. Ekki að gerast í fyrsta sinn En hve alvarleg er óánægjan að hans mati? „Við höfum séð svona áður. Það eru kannski 4-5 ár síðan fjölmennir fundir lögreglumanna á höfuðborg- arsvæðinu lýstu yfir vantrausti á þáverandi lögreglustjóra í tvígang, að mig minnir,“ sagði Snorri. „Sam- skiptavandi hefur verið viðloðandi embætti LRH og forvera þess lengi. Landssambandið hefur margítrekað bent á þetta. Það hafa verið stöðugar skipulagsbreytingar hjá embætti LRH frá því að lög- regluembættin í Reykjavík, Kópa- vogi og Hafnarfirði voru samein- uð.“ Snorri sagði lögreglumenn vera undir miklu álagi, sama hvar á landinu og í starfsstiganum þeir væru. Linnulaust hefði verið skorið niður til lögreglumála. „Við höfum margítrekað varað við þessu, meðal annars í umsögn- um okkar til allsherjarnefndar Al- þingis um skipulagsbreytingar inn- an lögreglunnar. Óánægjan nú er að hluta ný og að hluta uppsöfnuð breytingaþreyta, leiði og reiði,“ sagði Snorri. Hann sagði að óánægjan tengdist ef til vill per- sónu núverandi lögreglustjóra LRH að einhverju leyti, en að stórum hluta hefði óánægjan safnast upp á löngum tíma. Snorri sagði að innan- ríkisráðuneytinu, sem er ráðuneyti löggæslumála, hefði lengi verið kunnugt um vandann innan LRH og það löngu fyrir komu núverandi lögreglustjóra í embættið. Snorri kvaðst hafa heyrt af lög- reglumönnum á höfuðborgarsvæð- inu sem hugleiddu að láta nú af störfum vegna óánægju með ástandið. Hann kvaðst hafa heyrt slíkar hugleiðingar óánægðra lög- reglumanna áður en núverandi lög- reglustjóri tók við embætti. Auknar fjárveitingar til lögreglunnar gætu leyst vandann að einhverju leyti og létt álagið með fjölgun starfandi lögreglumanna. Snorri minnti á að komið hefði fram að það vantaði að minnsta kosti 200 lögreglumenn til starfa á landinu öllu til að mæta raunveru- legri þörf fyrir lögreglumenn. Langvarandi óánægja  Formaður Landssambands lögreglumanna vonast eftir fundi með lögreglustjóra LRH í þessari viku  Vill ræða kvartanir lögreglumanna og leita lausna á vandanum Morgunblaðið/Styrmir Kári Lögreglumenn Sautján lögreglumenn hafa kvartað til Landssambands lög- reglumanna vegna ástandsins innan LRH. Myndin er úr myndasafni. Snorri Magnússon „VAR HJARÐHEGÐUN REGLAN HJÁ LÍFEYRISSJÓÐUNUM?“ „ERU HAGSMUNIR LÍFEYRIS- SJÓÐANNA ÞEIR SÖMU OG EINSTAKLINGANNA SEM SITJA ÞAR Í STJÓRNUM?“ Morgunverðarfundur á Hótel Sögu Radisson Blu (Katla), fimmtud. 21. janúar, kl. 8-10.30 „KEYPTU LÍFEYRISSJÓÐIRNIR ALLTAF Í SÖMU HLUTAFÉLÖGUNUM?“ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Halldór Valur Pálsson hefur verið skipaður forstöðumaður fangelsisins á Litla-Hrauni og fangelsisins á Sogni. Halldór starfaði fyrst á Litla- Hrauni árið 2004 og hefur í heild starfað í um tvö ár í fangelsinu sem fangavörður. Halldór segir í samtali við Morg- unblaðið að ein- hverjar áherslu- breytingar fylgi ávallt nýju fólki en hann vildi þó ekki tjá sig um þær þegar eftir því var leitað. „Eflaust mun maður leggja áherslu á einhverja til- tekna hluti til að byrja með, en það þarf bara að skoða það áður en ég byrja. Nú fæ ég smátíma til að velta þessu fyrir mér,“ segir Halldór, sem mun hefja störf 10. febrúar nk. Tek- ur hann við starfinu af Margréti Frí- mannsdóttur. „Ég mun einbeita mér að því að framfylgja markmiðum stofnunarinnar. Við höfum öll sama markmið, sama á hvaða starfsstöð við erum í fangelsismálakerfinu,“ segir Halldór. Halldór er 35 ára og menntaður stjórnmálafræðingur. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég þekki starfið og starfsumhverfið mjög vel enda búinn að vera viðloðandi þessi mál í langan tíma. Ég þekki bæði starfsfólkið og staðinn vel. Það eru næg verkefni framundan sem ég hakka til að tak- ast á við,“ segir Halldór og bætir því við að hann hafi margar hugmyndir sem hann hlakki til að framkvæma. Fram kemur á vef Fangelsismála- stofnunar, fangelsi.is, að Halldór hafi starfað hjá stofnuninni frá árinu 2004, síðast sem öryggisstjóri. Hann hefur tekið þátt í mörgum verkefn- um hjá stofnuninni á þessum tíma og er sagður hafa yfirgripsmikla þekk- ingu á fangelsismálum og verkefnum stofnunarinnar. Halldór Valur hefur borið ábyrgð á rekstri samfélagsþjónustu, umsjón og innleiðingu rafræns eftirlits, fjöl- mörgum verkefnum á sviði öryggis- mála innan fangelsanna, umsjón með dags- og skammtímaleyfum fanga og viðbragðsáætlanagerð. Þá hefur hann sinnt kennslu í Fangavarða- skólanum og tekið þátt í norrænu samstarfi á sviði fangelsismála. Halldór Valur hefur setið í vinnu- hópum vegna þarfagreiningar og hönnunar nýs fangelsis á Hólms- heiði, verið ráðgjafi dómnefnda í samkeppni um hönnun þess, verið fulltrúi stofnunarinnar í verkefninu á byggingartíma og komið að fleiri uppbyggingarverkefnum í fangelsis- kerfinu á undanförnum árum. Að auki hefur Halldór starfað inn- an stéttarfélaga og verið formaður íslenskra félagsvísindamanna. Á Litla-Hrauni starfa um 50 manns og þar af eru um 40 fangaverðir. Pláss er fyrir 88 fanga í fangelsinu. Halldór Valur forstöðu- maður á Litla-Hrauni  Hóf störf í fangelsinu árið 2004  „Leggst mjög vel í mig“ Morgunblaðið/Ómar Litla-Hraun Halldór hefur störf hinn 10. febrúar næstkomandi. Halldór Valur Pálsson Landsnet hefur samið við Íslenska aðalverktaka um undirbúnings- vinnu vegna byggingar Suðurnesja- línu 2, 220 kílóvolta (kV) háspennu- línu frá Hraunhellu í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartsengis. Þetta kemur fram í frétt á vef Landsnets. Verkið felst í stórum dráttum í slóðagerð, jarðvinnu og byggingu undirstaðna en línuleiðin er rúmir 32 kílómetrar og verða möstrin alls 100 talsins. Undirbúningsvinnan hefst um leið og aðstæður leyfa og skal verkinu að fullu lokið fyrir septemberlok 2016. Áformað er að reisa línuna sumarið 2017 og teng- ingu ljúki á því ári. Undirbúnings- vinna vegna Suðurnesjalínu 2 var boðin út í september 2015. Sjö buðu í verkið og átti ÍAV lægsta tilboðið að upphæð tæplega 320 milljónir kr. en kostnaðaráætlun Landsnets var upp á tæplega 390 milljónir. Landsnet semur við ÍAV um undirbúnings- vinnu vegna byggingar Suðurnesjalínu 2 Morgunblaðið/ÞÖK Raflínur Suðurnesjalína 2 er umdeild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.