Morgunblaðið - 19.01.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur ímiklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Ný sending af Kolibri penslum Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþámeira úrval af listavörum Vorum aðtaka innfullan gám afSara&Almastrigum WorkPlus Strigar frá kr. 195                                    !"# !$$ $ # # %   $!  !   &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  $! !%# !$ !$ " %%  $$ %" #$   !%$ !$"" !$!" "! %%$  $% !! #$!# # $" Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Hvalaskoðunarfyrirtækið Norðursigl- ing á Húsavík hefur verið tilnefnd til verðlauna Alþjóðlega ferðamálaráðsins (World Travel & Tourism Council - WTTC). Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að WTTC Tourism for Tomorrow Awards séu ein virtustu verðlaun sem veitt eru innan ferðaþjónustunnar og ígildi gullstaðals í sjálfbærri ferðaþjón- ustu. Tilnefnd eru 15 fyrirtæki sem valin voru úr hundruðum umsókna frá 62 löndum. „Þetta er mikill heiður fyrir okkur og viðurkenning á þeirri um- hverfisstefnu sem fyrirtækið hefur fylgt frá upphafi,“ segir Guðbjartur Ell- ert Jónsson, framkvæmdastjóri. Norðursigling er einnig í úrtaki 10 fyrirtækja sem tilnefnd eru til umhverf- is- og viðskiptaverðlaunanna GreenTec Awards 2016, auk þess sem fyrirtækið vann silfurverðlaun á World Respon- sible Tourism Awards síðastliðið haust. Norðursigling tilnefnd til virtra ferðaverðlauna Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hvalaskoðun Rafmagnsskipið Ópal bætt- ist í flota Norðursiglingar síðasta sumar. STUTTAR FRÉTTIR ... ishæfni íslensks orkuiðnaðar, og þeirra framleiðslugreina sem stóla á hann, muni versna í alþjóðlegum samanburði. Eignastofn vegur þyngst Í athugasemdum orkufyrirtækj- anna er því meðal annars haldið fram að í kerfisáætluninni sé ekki gerð til- raun til að greina og marka fjárfest- ingagetu Landsnets. Samkvæmt raforkulögum er það Orkustofnun sem ákvarðar tekju- mörk Landsnets og þar með hvernig gjaldskrá fyrirtækisins þróast. Tekjumörkin eru ákvörðuð út frá nokkrum þáttum en þar vegur eigna- stofn fyrirtækisins langsamlega þyngst. Þannig hefur Landsnet bent á, meðal annars í nýrri kerfisáætlun, að „almennt séð hefur Landsnet svig- rúm til að fjárfesta árlega því sem nemur afskriftum flutningskerfisins“. Auknar afskriftir, sem fylgja í kjölfar aukinna fjárfestinga, leggjast því nær sjálfkrafa á gjaldskrá félagsins nema að því marki sem aukin notkun leiðir til hærri tekna fyrirtækisins. Gæti tvöfaldast á 10 árum Orka náttúrunnar (ON) bendir á að afskriftir Landsnets á árinu 2014 hafi numið tæpum 3 milljörðum króna. Hins vegar gefi kerfisáætlunin til kynna að eignastofn Landsnets muni styrkjast um 20 til 40 milljarða til árs- loka 2018 ef áætlanir fyrirtækisins gangi eftir. Það muni leiða til 25-50% hækkunar eignastofnsins á tíma- bilinu. ON segir hins vegar nær ómögu- legt að átta sig á því hvernig eign- astofninn og þar með afskriftirnar muni þróast. Í athugasemd ON segir: „uppsöfnuð hækkun tekjumarka gæti numið tæpum 90% til 2024 en tölu- verð óvissa ríkir um niðurstöðuna vegna skorts á tölulegum gögnum úr Kerfisáætlun.“ Út frá þessu segir fyr- irtækið að áætlunin gefi ástæðu til að ætla að flutningsgjaldskrá fyrirtæk- isins muni allt að tvöfaldast umfram verðlag á næstu 10 árum. ON segir að stór hluti viðskipta- vina Landsnets starfi á erlendum samkeppnismörkuðum og að ef verði af uppbyggingaráformum Landsnets muni samkeppnishæfni þessara fyrir- tækja versna vegna dýrari raforku- flutnings. Velti ON því upp hvort „Landsnet telji að þessi áform og þar með talið umtalsverð hækkun á gjald- skrá séu í takt við framtíðarsýn fyrir- tækisins um að styðja við verðmæta- sköpun í samfélaginu.“ Ný kerfisáætlun Landsnets getur leitt til verðhækkana Morgunblaðið/ÞÖK Rafmagn Orkufyrirtæki gera alvarlegar athugasemdir við áætlun Landsnets um uppbyggingu raforkuflutningskerfis. Eigendur Landsnets » Landsvirkjun er langstærsti eigandi Landsnets með tæp 65% hlutafjár. » Þar á eftir koma Rarik með rúm 22,5% og Orkuveita Reykjavíkur með tæp 7%. » Orkubú Vestfjarða á tæp 6% en fyrirtækið skilaði ekki um- sögn til Orkustofnunar.  Avarlegar athugasemdir í umsögnum orkufyrirtækja við áætlaða uppbyggingu BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Yfirgnæfandi líkur eru á því að kerfis- áætlun Landsnets muni hafa í för með sér miklar hækkanir á gjaldskrá sem skila muni sér í hærra raforku- verði til almennings og stórnotenda. Þetta er á meðal athugasemda sem fram koma í umsögnum fjögurra raf- orkufyrirtækja við nýja kerfisáætlun. Áætlunin leggur línurnar um með hvaða hætti Landsnet hyggst byggja upp og viðhalda raforkuflutnings- kerfinu hringinn í kringum landið á árunum 2015 til 2024. Í kjölfar þess að Orkustofnun kallaði eftir athuga- semdum við áætlunina skiluðu fimm orkufyrirtæki áliti sínu. Fjögur þess- ara fyrirtækja gera alvarlegar at- hugasemdir við ákveðna þætti í áætl- uninni en það eru Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Orka náttúr- unnar og HS orka. Rarik skilaði einn- ig áliti og segir áætlunina góða þó að bæta megi við fleiri framkvæmda- þáttum sem fyrirtækið telur nauð- synlegt að ráðast í á komandi árum. Tvennskonar athugasemdir Athugasemdir fyrirtækjanna fjög- urra eru í grófum dráttum tvenns- konar. Annars vegar fela þær í sér gagnrýni á að áætlunin sé ekki nægi- lega nákvæm, í hana vanti útreikn- inga og tölulegar skýringar til að renna stoðum undir forsendurnar að baki henni. Hins vegar séu yfirgnæf- andi líkur á því að kerfisáætlunin muni hafa í för með sér miklar hækk- anir á gjaldskrá sem skila muni sér meðal annars í hærra raforkuverði til almennings og stórnotenda. Það muni aftur valda því að samkeppn- Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 123 milljarða króna á síðasta ári og var í árslok 653 milljarðar króna eða liðlega 5 milljarðar bandaríkja- dala. Gjaldeyrisforðinn var þá kom- inn í 33% af vergri landsframleiðslu og dugði fyrir innflutningi á vörum og þjónustu í 9 mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankan- um um innlendan gjaldeyrismarkað og gjaldeyrisforða á síðasta ári. Velta á gjaldeyrismarkaði jókst um 85% á síðasta ári og nam hún samtals 493 milljörðum króna. Hlut- ur Seðlabankans í veltunni var 55% í fyrra en hann var 43% árið 2014. Alls námu hrein gjaldeyriskaup Seðlabankans á millibankamarkaði 272 milljörðum króna í fyrra. Þetta samsvarar 12,5% af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins og var aukn- ingin um 140% á milli ára. Lítil verð- bólga og umtalsvert gjaldeyrisinn- streymi gerðu umfangsmikil kaup möguleg á síðasta ári, enda styrktist gengi krónunnar um 7,9% á árinu þrátt fyrir svo kaupin. Í lok árs var gjaldeyrisforði að frá- dregnum skuldum Seðlabankans og ríkissjóðs í erlendum gjaldmiðli 313 milljarðar og jókst um 256 milljarða á árinu. Gjaldeyrisjöfnuður Seðla- bankans, það er mismunur allra eigna og skulda í erlendum gjald- miðli, var um 370 milljarðar króna og jókst um 230 milljarða í fyrra. Erlendir fjárfestar höfðu nokkur áhrif á gjaldeyrismarkaðinn á síð- asta ári með nýfjárfestingu í ríkis- skuldabréfum sem nam um 50 millj- örðum króna. Það jafngildir um 20% af gjaldeyriskaupum Seðlabankans á árinu og 2,3% af landsframleiðslu. Morgunblaðið/Ómar SÍ Erlendar eignir umfram skuldir voru 370 milljarðar um áramótin. Gjaldeyrisforðinn 653 milljarðar  Velta á gjald- eyrismarkaði jókst um 85% í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.