Morgunblaðið - 19.01.2016, Síða 21

Morgunblaðið - 19.01.2016, Síða 21
sokknir í gömlu lögin, tíminn hefur færst aftur um ríflega hálfa öld. Fyrir hönd okkar systkinanna votta ég Auði, börnunum og fjöl- skyldum þeirra einlæga samúð. Jóna Dóra Óskarsdóttir. Það var haustið 1986 að fund- um okkar Þórs bar fyrst saman á Íslandi. Hann tók á móti mér í Hátúni, jarpur á hár og bros- mildur, nefið nokkuð hátt. Grannur, íþróttamannslega vax- inn og kvikur í hreyfingum. Ljúf- mennskan uppmáluð, en ég man hvað mér fannst hann vera gam- all. Eftir það yngdist Þór bara með árunum í mínum huga og ég lærði af og kynntist þessum mannkostamanni, sem var fædd- ur og uppalinn í Hjaltastaða- þinghá, fannst eitt mesta fram- faraskrefið í uppvextinum vera stígvélin sem héldu barnsfótum þurrum og þótti fjöllin sem um- lykja Reykjavík aldrei vera í réttri átt. Sjálflærður á orgel og drag- spil og músíkalskur fram í fing- urgóma, nokkuð sem hann hefur gefið börnum sínum í arf og við samstarfsmenn hans nutum af á jólum og tyllidögum þegar harm- onikkan var dregin fram og Þór spilaði undir og söng. Þór var frumkvöðull og forvíg- ismaður öldrunarlækninga á Ís- landi og annt um velferð aldr- aðra. Hann var félagslyndur og tók þátt í uppbyggingu öldrunar- lækninga sem yfirlæknir við öldrunarlækningadeild Land- spítalans í Hátúni í Reykjavík. Hann var kallaður til stjórnar- setu í fjölmörgum félögum, m.a. Reykjavíkurdeild Rauða kross- ins. Þór var maður samvinnu og hvatamaður um teymisvinnu og var þar nokkuð á undan sinni samtíð. Ég man hans góða skap og stuðning við okkur ungu sér- fræðingana, sem einn og einn tíndust til landsins, ætíð reiðubúinn til að aðstoða, en kunni þá list að gefa ungu fólki rými til athafna. Ég veit að elliárin urðu honum og glæsilegri eiginkonu hans, Auði, gjöful, en þau nýttu tímann vel, meðal annars til ferðalaga og gerðu víðreist. Við Hjördís þökkum góða samfylgd og biðjum Auði og fjöl- skyldunni blessunar. Jón Eyjólfur Jónsson. Látinn er í Reykjavík Þór Halldórsson læknir á 87. aldurs- ári. Það er margs að minnast í samskiptum við Þór Halldórsson eftir meira en hálfrar aldar kynni. Hann var einstaklega hlý og viðfelldin persóna með góða nærvist, vinsæll og virtur meðal vina og vandamanna sem og á sínu fræðasviði, en hann var sér- fræðingur á sviði nýrnalækninga sem og öldrunarlækninga. Því síðarnefnda sinnti hann einkum hin síðari ár starfsævinnar. Hann var hugsjónamaður í víð- um skilningi, ekki sízt í fræði- grein sinni, og hafði þar eitt og annað til mála að leggja þótt ekki hafi alltaf verið almennur sam- hljómur um áherzlur hans. Hug- sjón hans var þó jafnan fyrst og fremst sú að búa hinum öldruðu skaplegt ævikvöld. Hann var einnig hugsjónamaður á sviði náttúruverndar og einlægur náttúruvinur, vinur láðs, lagar og óspilltra víðerna, fugla lofts- ins og smávina foldar. Hann var talsmaður samhjálpar og sam- vinnu en framabrölt efnis- hyggjumannsins var honum síð- ur að skapi. Þór var fjölgáfaður maður og mörgum hæfileikum búinn. Hann hafði einstaka kímnigáfu, sem vinir hans nutu ríkulega á góðum stundum. Minni hans var óvenjulegt og hafði hann á tak- teinum heilu kvæðabálkana án þess að framsögnin skjöplaðist. Sögumaður var hann frábær og frásagnarlistin honum í blóð bor- in. Hann var laghentur maður og ýmiss konar handverk fórst hon- um vel úr hendi. Hann hafði list- rænt auga og var góður mynda- smiður. Tónlistarhæfileikum hans var við brugðið og lék hann af fingrum fram á píanó og drag- spil nánast hvaða tónlist sem var. Hann var víðlesinn í heims- bókmenntum og einlægur aðdá- andi hinna mestu skáldjöfra. Það hlýtur að teljast óvenjulegt að svo margir góðir hæfileikar skuli hafa búið í einum manni. Ævikvöldið var Þór og hans nánustu erfitt en aðdáunarvert hvernig fjölskylda hans brást við stigvaxandi minnisglöpum, sem hrjáðu öldrunarlækninn á ofan- verðri ævi. Ætla má að fráfall hans hafi því verið lausn og léttir fyrir hann og þá sem honum stóðu næst. Við lok vegferðar er ljúft að minnast samverustundanna fjöl- mörgu, hinna ljúfu kynna og hins milda fass, glaðværðar hans og umhyggju um áratuga skeið. Á þessum tímamótum eru okkur efst í huga þakkir til ljúflingsins Þórs Halldórssonar og fjöl- skyldu hans fyrir áratuga ómet- anlega vináttu. Blessuð sé minn- ing hans. Björg Gunnlaugsdóttir, Sverrir Ólafsson. Ungur félagsráðgjafi nýkom- inn heim frá námi í Svíþjóð mæt- ir til starfa á öldrunarlækninga- deild Landspítalans í Hátúni. Yfirlæknir deildarinnar tekur á móti henni og félagsráðgjafinn hrífst af áhuga hans og staðfestu varðandi betri öldrunarþjónustu. Þannig hófst samstarf okkar Þórs árið 1979, en við unnum saman á vettvangi öldrunar- og félagsmála í rúma tvo áratugi. Þór var frumherji á sviði sam- hæfðrar þjónustu við aldraða á Íslandi. Hann beitti sér fyrir stofnun öldrunarlækningadeild- ar Landspítalans og var yfir- læknir hennar frá stofnun 1975 og þar til deildin var sameinuð Landakoti 1998. Á þessum árum vann hann ötullega að betra skipulagi öldrunarþjónustu og var m.a. frumkvöðull að vistun- armati aldraðra sem tryggja átti að þeir sem væru í mestri þörf fengju aðstoð. Hann lagði ríka áherslu á meira samstarf allra þeirra sem koma að þjónustu við eldra fólk og kom á fót sam- starfshópi öldrunarlækninga- deildarinnar, heimahjúkrunar og heimilishjálpar til að tryggja sem besta þjónustu. Hann lagði áherslu á teymisvinnu fagfólks sem á þeim tíma var ekki eins sjálfsagt og þykir í dag. Þór var einn af stofnendum Öldrunar- fræðafélags Íslands og var í fjölda ára fulltrúi Íslands í sam- tökum norrænna öldrunarfræða- félaga. Ég naut þeirra forréttinda að vinna með Þór að fjölmörgum verkefnum á vegum Rauða kross Íslands. Hann starfaði sem sjálf- boðaliði Rauða krossins í tugi ára, sat í stjórn Reykjavíkur- deildar RKÍ frá 1984 og var for- maður hennar frá 1993 til 2001. Hann sat einnig í stjórn Rauða kross Íslands. Á þessum tíma unnum við m.a. að því að að setja á stofn Múlabæ, Hlíðabæ, Fol- dabæ og Skógarbæ, sem eru da- gathvörf og heimili fyrir aldraða sem Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands ásamt öðrum kom á fót. Þór var einstakur maður, fróður og fylginn sér ef hann trúði á málstaðinn. Hann spilaði á mörg hljóðfæri og var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Ég minnist skemmtilegra samverustunda bæði hérlendis og erlendis þar sem hann flutti ræður fyrir hönd okkar Íslend- inganna og spilaði og söng fyrir gesti. Hann var réttsýnn og styðj- andi yfirmaður, góður samherji og lærifaðir. Hann hafði mikil áhrif á mig sem fagmann og síð- ar fræðimann á sviði öldrunar- mála. Ég þakka kærum vini og mentor fyrir samfylgdina. Ég votta Auði og fjölskyldunni inni- lega samúð mína. Blessuð sé minning Þórs Hall- dórssonar. Sigurveig H. Sigurðardóttir.  Fleiri minningargreinar um Þór Halldórsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir mín, tengdamóðir okkar og systir, ÞÓRHALLA DRÖFN SIGBJÖRNSDÓTTIR, til heimilis í Noregi, lést á sjúkrahúsi í Bergen í Noregi 12. janúar síðastliðinn. . Hallgrímur Már Jónasson og fjölskylda. Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, INGIBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR handavinnukennari, áður til heimilis að Efstasundi 93, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 15. janúar síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. . Þórður H. Ólafsson, Helga María Ólafsdóttir, Ingibjörg Þórðardóttir, Ólafur Ágúst Axelsson, Ragnhildur Þórðardóttir, Anna María Axelsdóttir og barnabarnabörn. Elsku systir okkar, mágkona og frænka, TÓMASÍNA EINARSDÓTTIR, er látin. Útförin fór fram í kyrrþey 14. janúar síðastliðinn. . Óskar Einarsson, Vilhelmína Þ. Einarsdóttir, Björn J. Björnsson og systkinabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞORGERÐAR ÞORGEIRSDÓTTUR hússtjórnarkennara. . Magnús Gíslason, Guðrún Halldórsdóttir, Rósa Gísladóttir, Þórhallur Eyþórsson, Gísli Magnússon, Vilborg Magnúsdóttir, Þorgerður Þórhallsdóttir, Helga Gunndís Þórhallsdóttir, Guðrún Sigríður Þórhallsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SNJÓLAUGUR ÞORKELSSON húsasmíðameistari og framhaldsskólakennari, Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, Akranesi, sem lést 11. janúar síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 22. janúar klukkan 14. . Jónína Björg Halldórsdóttir, Halldór U. Snjólaugsson, Jónína G. Óskarsdóttir, Ástþór A. Snjólaugsson, Katrín E. Snjólaugsdóttir, Jón Guðmundsson, Ásberg, Auðunn, Snjólaugur Ingi, Jónína Björg, Sonja Ósk, Ívar Hrafn, Ásta Sóley og Íris Petra. Hugheilar þakkir fyrir veitta samúð og hlýju við andlát og útför dóttur, eiginkonu, móður og ömmu okkar, DR. SÖLVÍNU KONRÁÐS, Hrísholti 7, Garðabæ, sem lést á heimili sínu þann 24. desember síðastliðinn. . Ásta Karlsdóttir, Garðar Garðarsson, Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, Ragna Benedikta Garðarsdóttir og dætrasynir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERGUR SIGURÐSSON vélstjóri, lést á Hrafnistu Hafnarfirði síðastliðinn sunnudag. . Tilda Preble, Elías Bergsson, Rakel Bergsdóttir, Fannar Þór Bergsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR SVEINSSON, Herjólfsgötu 38, Hafnarfirði, lést á Sólvangi þann 8. janúar síðastliðinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Lára Ágústsdóttir, Unnur Garðarsdóttir, Kristinn Daníelsson Gústav Garðarsson, Anna Kristín Jóhannesdóttir Sigurlaug Garðarsdóttir, Bjarnfreður Ármannsson Sveinn Garðar Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför VALGEIRS SIGURÐSSONAR rithöfundar. Guð blessi ykkur öll. . Sigríður Einars Sveinsdóttir, Þórný Perrot, Sveinn Valgeirsson, Ásdís Elín Auðunsdóttir, Ragnar Sveinsson, Ingibjörg Gylfadóttir, Sigurgeir Sveinsson. Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður og tengdaföður, ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR, Sléttuvegi 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sólteigs á Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun og hlýju. . Helga Hansdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Friðrik G. Olgeirsson, Sigrún Þorsteinsdóttir, Brynjólfur Markússon, Hans Ragnar Þorsteinsson, Helga Laufdal, Sveinn Þorsteinsson, Heiða Lára Eggertsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.