Morgunblaðið - 19.01.2016, Síða 23

Morgunblaðið - 19.01.2016, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016 á Hótel Borg Hlý og persónuleg þjónusta Hótel Borg | Pósthússtræti 11| Sími 578-2020 ✝ Ásta Magnhild-ur Sigurðar- dóttir fæddist á Eg- ilsstöðum 4. apríl 1949. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 9. jan- úar 2016. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Sigurbjörnsson, f. 27. maí 1920, d. 7. maí 1979, og Þór- leif S. Magnúsdóttir, f. 21. apríl 1926, d. 5. maí 1983. Systkini Ástu Magnhildar eru Sigurbjörn Þór, f. 3. maí 1950, Þorsteinn 26. desember 1970, dætur þeirra eru Ásta Magnhildur, f. 27. nóv- ember 1995, og Svala, f. 6. ágúst 1997. 2) Guðlaugur, f. 30. apríl 1969, kvæntur Kristínu M. Hreinsdóttur, f. 4. maí 1971, börn þeirra eru Harpa Rún, f. 22. desember 1992, Hreinn Ótt- ar, f. 14. september 1999, og Guðmundur Brynjar, f. 27, des- ember 2006. 3) Brynja, f. 9. mars 1980, var gift Berki Þórðarsyni, f. 21. júlí 1978, þau skildu, börn þeirra eru Birta Dís, f. 20. maí 2005, Breki Snær, f. 9. janúar 2008, og Bjartur Logi, f. 30. mars 2011. 4) Brynjar, f. 9. mars 1980, synir hans eru Rúnar Máni, f. 21. október 2007, og Óð- inn Þór, f. 15. apríl 2013. Útför Ástu Magnhildar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 19. janúar 2016, kl. 13. Bergmann, f. 6. júní 1951, Margrét, f. 14. apríl 1953, Sig- ríður, f. 5. júlí 1956, Helga, f. 22. apríl 1959, og Þórhalla Maggý, f. 26. sept- ember 1961. Ásta Magnhildur giftist 26. desember 1970 Guðmundi Brynjari Guðlaugs- syni, f. 28. febrúar 1947. Börn Ástu Magnhildar og Guðmundar Brynjars eru: 1) Sigurður, f. 1. júlí 1967, kvænt- ur Aðalheiði Hilmarsdóttur, f. Elskulega mamma mín mild og blíð var höndin þín. Æskusporin átti ég smá oft þú gladdir hugann þá. Létt og björt var lundin þín líkt og í heiði er sólin skín. Margar fagrar minningar man ég enn til huggunar. Enn rís sól við austurfjöll árdagsgeislar skína á völl. Eins er mynd þín hrein og há hún mér lýsir velferð á. Þegar loks mín lokast brá og lýk ég göngu jörðu á. Ég bíð þín milda móðurhönd mig leiði þá í sjónarlönd. (Pálína Pálsdóttir) Þinn sonur, Guðlaugur. Elsku Ásta amma okkar. Nú er þinni hetjulegu baráttu lokið og komið að okkur hinum að halda uppi minningu þinni. Þú sem varst alltaf svo sterk, ákveð- in og gafst aldrei upp. Kántrý- dans og félagsvist voru stór hluti af þínu daglega lífi, þú kenndir dansinn og hafðir gaman af. Það var alltaf hægt að stóla á að í boði væru salthnetur og kandís með kaffinu þegar maður kíkti í heim- sókn til ykkar afa. Við munum aldrei gleyma ferðunum okkar saman í Þjórsárdalinn í hjólhýsið ykkar. Það var nú ekki leiðinlegt að vakna þar við fuglasönginn og morgunverðinn tilbúinn í for- tjaldinu, rækjusalatið var þar í uppáhaldi. Við brölluðum margt saman uppi í dal, veiddum fiðrildi, óðum í ána, tókum nokkrar ferðir í ap- arólunni, spiluðum spil og tókum ósjaldan stóra göngutúra í ná- grenninu þar sem allir þekktu þig og tóku á móti þér með brosi á vör. Rík varstu af tíu barnabörn- um, stórum sem smáum, sem öll munu sakna þín og þinnar nær- veru. Við vonum að nú sért þú komin á betri stað og líði vel, þín hefur án efa beðið stór móttöku- nefnd handan móðunnar miklu. Við vitum að þú munt vaka yfir okkur og erum við heppin að eiga verndarengil eins og þig. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku amma, Guð geymi þig og góða ferð. Við sjáumst aftur þegar þar að kemur. Harpa Rún Guðlaugsdóttir, Ásta Magnhildur Sigurð- ardóttir, Svala Sigurð- ardóttir, Hreinn Óttar Guð- laugsson, Guðmundur Brynjar Guðlaugsson. Þegar dagar vetrar eru hvað stystir og skammdegið ræður ríkjum er komið að kvöldi í lífi elsku Ástu. Hún var lífsglöð og dugnaðar- forkur sem kom best í ljós í henn- ar veikindum. Hún kvartaði aldrei og stóð á meðan stætt var. Saman höfum við verið í saumaklúbb í kringum 40 ár og margt hefur verið brall- að á þeim tíma. Við vorum á yngri árum dug- legar yfir veturinn að fara einu sinni út að borða og lyfta okkur upp ærlega. En eitthvað hefur aldurinn með það að gera að okkur dugar að hittast síðustu árin einu sinni í mánuði og gera vel við okkur í mat. Það eru líflegir klúbbar því all- ar þurfum við að tala mikið. Þá var gott að hafa Ástu því hún var sérstaklega kát og hress. Nú þegar við kveðjum með sárum söknuði þökkum við fyrir öll árin sem við fengum að hafa hana að vinkonu. Elsku Billi og fjölskyldan öll, guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Kveðja frá saumaklúbbnum, Anna, Ásthildur, Gróa, Guðlaug, Harpa, Kolbrún og Sigrún. Ásta Magnhildur Sigurðardóttir ✝ Sigurður J.Svavarsson fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1933. Hann lést á Land- spítalanum 8. jan- úar 2016 eftir stutta legu. Foreldrar hans voru Magdalena Margrét Einars- dóttir, f. 1898, og Svavar Sigurður Jóhannesson, f. 1908. Sigurður var yngstur í systkinaröðinni, en hann átti þrjár eldri systur, Margréti, Huldu og Þóru. Þær eru allar látnar. Jóhann Einarsson og Lovísa Guðrún Einarsdóttir. 3) Gróa Margrét, hennar börn eru: Elín Rut Erlings- dóttir og Eðvarð Ingi Erlings- son, faðir þeirra er Erling Ei- ríksson. Sigurður bjó alla sína ævi í Reykjavík. Eftir útskrift úr raf- virkjun hóf hann störf hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, síðar Orkuveitu Reykjavíkur, og starfaði þar alla tíð, fyrir utan tvö tímabil. Hann starfaði þá fyrir verkfræðistofuna Hannarr og sem framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Fram. Sig- urður var virkur í félagsmálum og hafði alla tíð mikinn áhuga á íþróttum. Aðeins eitt félag átti hug hans allan en það var Knattspyrnufélagið Fram. Útför hans fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 19. janúar 2016, kl. 15. Sigurður kvænt- ist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Katr- ínu Lovísu Irvin, 2. desember 1961. Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg, gift Al- exander Bridde, þeirra börn: a) Katrín Ósk Alex- andersdóttir Bridde, í sambúð með Andra Árna- syni, börn þeirra: Alexandra Árný og Ásgeir Guðni, b) Guðni Alexandersson Bridde. 2) Ein- ar, kvæntur Aðalbjörgu Sigurð- ardóttur, börn þeirra: Sigurður Nú kveðjum við vin okkar Sigurð J. Svavarsson. Kynni okkar hófust þegar við störfuðum í knattspyrnudeild Fram. Þar var saman kominn sam- heldinn hópur manna og eig- inkvenna. Sigurður var í þess- um hópi og var ávallt léttur í lund, brosmildur og kátur þeg- ar við hittumst. Það var gott að starfa með Sigurði að þeim málum sem félagsstarfinu fylgdi. Í svona félagsstarfi koma alltaf til skemmtileg atvik sem skilja eftir sig góðar minningar. Ekki er hægt að telja þær allar upp hér, en við sem vorum í þessum hópi eigum þær og enginn tekur þær frá okkur. Eitt verður þó að koma fram, allir í þessum hópi fengu sín viðurnefni; Sigurður fékk við- urnefnið „gullkúlan“ fyrir frammistöðu sína í billjard, sem stundaður var af eldmóð í kjall- aranum í Framheimilinu. Við Gurrý þökkum samferð- ina og minningin um góðan dreng mun lifa í huga okkar. Við vottum Kötu, börnum og öðrum aðstandendum innilega samúð. Kristbjörn og Guðríður Ásta. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Fram Við fráfall Sigurðar J. Svav- arssonar, heiðursfélaga Knatt- spyrnufélagsins Fram, sjá Framarar á eftir einum af sín- um traustasta og öflugasta fé- lagsmanni. Siggi Svavars, eins og hann var kallaður í Safamýrinni, lagði margvísleg störf af mörk- um til Fram og verður það seint þakkað. Sigurður lék á yngri árum knattspyrnu með Fram, en lagði skóna á hilluna ungur vegna mikillar vinnu hjá Raf- magnsveitunni. Það má með sanni segja að Siggi hafi síðan mætt „raf- magnaður“ til leiks á nýjan leik 1979 er hann og vinnufélagi hans Halldór B. Jónsson tóku að sér umsjón með getrauna- starfi Fram og lyftu grettistaki í getraunasölu og félagslífi. Þeir félagar unnu gríðarlega öflugt starf og voru fljótlega kallaðir til enn frekari starfa. Halldór varð formaður knattspyrnudeildar og Sigurð- ur fyrsti framkvæmdastjóri deildarinnar 1982, en gerðist síðan stjórnarmaður deildar- innar í fjölmörg ár. Gulltímabil deildarinnar rann upp, sem er nefnt: Gullár Ásgeirs Elíasson- ar. Sigurður var hrókur alls fagnaðar – glaðlyndur, glettinn og fljótur að sjá broslegu hlið- arnar – og þá var stutt í spaug- ið. Þær eru óteljandi skemmti- legu stundirnar við billiard- borðið í gamla félagsheimilinu í Safamýrinni, þar sem skemmti- legar sögur voru rifjaðar upp – og hlegið, jafnframt því sem fé- lagsmenn sýndu listir sínar með kjuðann við græna borðið. Sigurður lék þá oft við hvern sinn fingur og hló dátt þegar hann fékk viðurnefnið „Gullkúl- an“. Siggi var alla tíð mjög „Framrækinn“ – einn af þeim félagsmönnum sem sagði aldrei nei. Mönnum sem félög eiga aldrei nóg af – mönnum sem hugsa: Hvað get ég gert fyrir félag- ið mitt, en ekki hvað getur fé- lagið gert fyrir mig? Sigurður hugsaði alltaf um Fram með jákvæðu hugarfari og sýndi ræktarsemi sína og góðan hug til félagsins með ýmsu móti – átti persónulega vináttu fjölmargra Framara. Hann var alltaf mættur þegar Framarar komu saman í Safa- mýrinni og víða. Var með fast sæti við háborðið í getrauna- kaffi á laugardagsmorgnum. Þar er hans sárt saknað. Hann lét sig aldrei vanta á heimaleiki Fram á Laugardalsvellinum og í Úlfarsárdalnum. Þó að stundum hafi á móti blásið hjá Fram sá Sigurður alltaf björtu hliðarnar – hafði ætíð jákvætt hugarfar og gafst aldrei upp. Sigurður var gerður að heið- ursfélaga Fram á 100 ára af- mælishátíð félagsins árið 2008 – ásamt Halldóri. Hann var sæmdur gullmerki Knatt- spyrnusambands Íslands, KSÍ, árið 2003. Aðalstjórn Fram kveður góð- an félaga, Sigurð J. Svavars- son, með söknuði og þakkar honum mikil og vel unnin störf í þágu félagsins. Eiginkonu hans Katrínu L. Irvin, börnum þeirra Ingibjörgu, Einari, Gróu Margréti og öðrum ástvinum, eru sendar hugheilar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd aðalstjórnar, Sigmundur Steinarsson. Sigurður J. Svavarsson ✝ Margrét S.Guðmundsdótt- ir fæddist á Ísafirði 15. apríl 1921. Hún lést 14. janúar 2016 á Grund. Foreldrar henn- ar voru Guðmund- ur Árnason, f. 20. október 1883, d. 13. desember 1986, og Una Magnúsdóttir, f. 12. ágúst 1895, d. 11. júní 1975. Systkini Mar- grétar eru Hulda, hjúkrunar- kona, f. 3. nóvember 1913, d. 26. mars 1997, eiginmaður hennar Hjálmar Guðmundsson, f. 14. janúar 1914, d. 16. maí 2003. Magnús, flugstjóri, f. 9. ágúst 1916, d. 27. apríl 2014, eigin- kona hans er Agnete Simson, f. 9. september 1923. Gunnlaugur, f. 25. júní 1923, d. 14. ágúst 2010, eiginkona hans Jónína Nielsen, f. 1. febrúar 1929. Guð- ríður, bankastarfsmaður, f. 6. desember 1929. Hinn 27. september 1944 gift- ist Margrét Lofti Júlíussyni, skipstjóra, f. 18. ágúst 1919, d. 9. nóvember 1974. Foreldrar hans voru Júlíus Ólafsson, f. 4. júlí 1891, d. 30. maí 1983, og Elín- borg Kristjánsdóttir, f. 30. sept- ember 1887, d. 6. nóvember 1965. Börn Margrétar og Lofts: 1) Snorri, flugstjóri, f. 30. nóv- ember 1945, kvæntur Sólveigu Stefánsdóttur, f. 15. febrúar 1952, börn þeirra eru Stefán, f. 17. des- ember 1975, Styrm- ir, f. 26. febrúar 1982, kvæntur Veroniku Hölzli, og Snorri, f. 22. maí 1985, kvæntur Lo- uise Groth-Peder- sen. 2) Edda, bankastarfsmaður, f. 29. júlí 1947, d. 26. febrúar 2004, gift Ingvari Ólafssyni, f. 18. janúar 1950. Sonur Eddu er Loftur Gunnarsson, f. 25. apríl 1965, kvæntur Sigurborgu Sverrisdóttur, f. 1. maí 1964, börn Lofts eru Júlíus Þór, f. 2. febrúar 1992, sambýliskona Júl- ía Sólemann Ólafsdóttir, f. 1. júlí 1991, dóttir þeirra er Edda Sól- ey, f. 21. október 2013, Ragn- hildur Oddný, f. 19. júlí 1996. Margrét gekk í grunnskóla Ísafjarðar, síðan í Hjúkrunar- skóla Íslands, hún útskrifaðist þaðan sem hjúkrunarkona 30. september 1944. Margrét vann við hjúkrun þar til hún lauk starfsferli sínum, fyrst á Ísa- firði, síðan á Landspítalanum í Reykjavík, Hvítabandinu og Krabbameinsfélaginu. Útför Margrétar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 19. janúar 2016, og hefst athöfnin klukkan 15. Margrét móðursystir mín lést í hárri elli 14. janúar á Grund. Milli hennar og móður minnar ríkti óendanlega fallegur og djúpstæð- ur systrakærleikur og ekki leið sá dagur sem þær ekki töluðu saman, stundum tvisvar á dag. Magga sagði enda oft við mig að þegar móðir mín lést hafi hluti af henni sjálfri dáið. Móðir mín var 8 árum eldri, flutti 16 ára að heiman frá Ísafirði til Reykjavík- ur og seinna flutti Magga til hennar og bjó hjá henni um tíma. Móðir mín hafði lokið hjúkrunar- námi og hvatti systur sína til að fara í það nám sem hún og gerði. Það var því svo margt líkt með þeim systrum, urðu báðar hjúkr- unarkonur, giftust báðar sjó- mönnum, voru báðar frábærar húsmæður og lifðu síðustu árin í heimi Alzheimersjúkdómsins. Magga var ákaflega lagleg kona og allt í kringum hana svo fallegt. Heimilið einkenndist af smekkvísi og einstakri snyrti- mennsku og allur viðurgjörning- ur góður og fallega framreiddur. Í minningunni stendur upp úr hversu ósparir eiginmenn þeirra systra voru á að hrósa þeim fyrir gott kaffi og flottar, gómsætar kökur. Magga, eins og flestar eig- inkonur sjómanna, þurfti að læra að treysta á sjálfa sig, enda kom það í hennar hlut að hugsa um heimili og börn þegar eiginmað- urinn var á sjó. Seinna réði Loft- ur maðurinn hennar sig á bresk- an skuttogara sem þá var algjör nýjung. Hann var þá í burtu í þrjá mánuði í senn og þá reyndi á styrk og sjálfstæði Möggu. Seinna ákvað hún að fara út á vinnumarkaðinn og vann til fjölda ára á Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins þar sem ég veit að hún þótti hvers manns hugljúfi og frábær starfskraftur. Magga varð ekkja aðeins 53 ára gömul og varð síðar fyrir þeirri sorg að missa dóttur sína langt um aldur fram fyrir 12 ár- um. Þá „tók ég hana að mér“ þar sem sonur hennar og tengdadótt- ir eru búsett erlendis. Við tengd- umst enn sterkari böndum og fannst mér svolítið eins og ég hefði eignast aðra móður og henni fannst hún hafa aftur eign- ast dóttur. Okkur þótti gaman að fara saman í gönguferðir, kíkja í búðir og kaffihús en ósjaldan sát- um við saman heima hjá henni á Aflagrandanum yfir kaffibolla og þá var borðstofuborðið alltaf dúklagt og betra stellið notað. Fast að níræðu sá Magga alveg um sig sjálf, sá um öll innkaup og bankamál og þegar ég bað hana um að fá að aðstoða hana við þetta sagði hún ætíð að hún vildi eiga það inni hjá mér. Fyrir nokkrum árum greindist Magga mín með Alzheimersjúkdóm og þurfti þá meira á aðstoð minni að halda. Hún var ekki spör á þakk- lætisorðin og ég naut þess til hins ýtrasta að hlúa að henni. Síðustu tvö og hálft árið dvaldist Magga á Grund. Ég veit nánast ekki með hvaða orðum ég á að lýsa frá- bærri aðhlynningu starfsfólksins og elskulegu viðmóti. Þakkir mínar til allra þeirra sem komu að aðhlynningu Möggu frænku minnar og megi Guð vaka yfir starfi þeirra og stofnuninni. Nú hef ég sleppt faðmlagi mínu af elsku frænku minni og ég veit að margir opnir faðmar hafa tekið á móti henni. Ég þakka samleiðina og bið minningu henn- ar blessunar. Sjöfn. Margrét S. Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.