Morgunblaðið - 19.01.2016, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016
Ætlarðu bara að taka stutt spjall við manneskju sem hefur lif-að í nærri hundrað ár?“ segir Brynhildur Olgeirsdóttir oghlær við þegar blaðamaður slær á þráðinn til hennar. „Ég
væri ekki orðin svona gömul ef ég tæki ekki lífinu með brosi á vör.
Eigum við þá ekki að byrja á byrj-
uninni? Ég er fædd í Bolungarvík,
lausaleikskrakki sem var komið í
fóstri hjá ágætisfólki, fátækri
ekkju. Svo þegar ég var orðin 16
ára dreif ég mig á síldarvertíð á
Siglufirði. Þar voru mikil uppgrip
og unnið dag og nótt og ég var
orðin rík eftir sumarið. Vissi af
strák sem hafði verið í Héraðs-
skólanum á Laugarvatni og mig
langaði að læra meira því ég var
dugleg í barnaskóla. Bað hann að
hringja og athuga hvort ég fengi
pláss þar, fékk það og tók rútuna
þangað en vissi ekkert hvar Laugarvatn var. Ég borgaði fyrir skóla-
gönguna og fór svo aftur á Siglufjörð sumarið eftir og þannig gekk
það fyrir sig.
Þegar ég kláraði skólann þá vildi ég ekki fara aftur til Bolungar-
víkur því ég var orðin svo menntuð. Ég vildi vera í Reykjavík og næ í
þetta flotta starf að afgreiða í Fatabúðinni á Skólavörðustíg 17. Er þar
í fjögur ár og næ svo í mann í útilegu og átti með honum sex börn.“
Löngu seinna ákvað Brynhildur að reka sjálf verslun sem var efst á
Laugavegi og hét Blóm og myndir. „Þar seldi ég alls konar gjafavörur
og er fyrsta manneskjan sem selur eftirprentanir eftir heimsfræga
listamenn eins og Van Gogh og Degas og einnig gifsmyndir af verkum
eins og Venus frá Míló. Þetta gekk svo vel að ég gat keypt mér íbúð í
Hátúninu þar sem ég bjó þangað til ég flutti hingað í Mörkina í
þjónustubúðir fyrir aldraða.“
Brynhildur var fyrsti formaður leikfélagsins Snúður og Snælda.
„Það var ævintýri út af fyrir sig, ég var orðin gömul þegar þetta var
og hætt að vinna, var í eldri borgara félagi og við stofnuðum leik-
félagið saman. Ég skrifaði m.a. tvö leikrit, annað hét Ástandið sem var
um stríðsárin og það gekk mjög vel. Svo skrifaði ég Forsetinn kemur í
heimsókn, um smáþorp þar sem allt fer á annan endann af því að for-
setinn er að koma í heimsókn. Það er ekki eins mikið litið upp til for-
setans í seinni tíð og var þá. Það leikrit gekk líka vel.“
Brynhildur heldur mikið upp á eftirfarandi vísu sem hefur verið
hennar lífsmottó í gegnum tíðina og er eftir Stephan G. Stephansson:
Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað.
Vinur aftansólar sértu,
sonur morgunroðans vertu.
Kjarnakona Brynhildur.
Tekur lífinu
með brosi á vör
Brynhildur Olgeirsdóttir er 95 ára í dag
Morgunblaðið/Jim Smart
I
Ingibjörg fæddist í Reykja-
vík 19.1. 1966 og ólst upp í
Árbænum, í Njarðvík og í
Kópavogi: „Þetta var svolít-
ið flakk á okkur á mínum
uppvaxtarárum. Ég var því í Ár-
bæjarskóla, Grunnskóla Njarðvíkur
og í Snælandsskóla, en þaðan á ég
enn góða vini sem ég held sam-
bandi við.“
Ingibjörg lauk stúdentsprófi frá
Verzlunarskóla Íslands 1986, BSc.
gráðu í blaðamennsku frá Ohio
University í Bandaríkjunum 1990,
MBA-gráðu frá HÍ 2004 og leggur í
dag stund á mastersnám í lögfræði
við HR með vinnu.
Ingibjörg var blaðamaður við DV
á árunum 1990-96, var ráðningar-
fulltrúi og aðstoðarframkvæmda-
stjóri Ráðningarþjónustunnar 1996-
2000, starfaði við starfsmannaráð-
Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstj. Slökkviliðs h.b.sv. – 50 ára
Fjölskyldan Ingibjörg og Lárus með börnunum sínum þremur. Talið frá vinstri: Alexander, Aðalheiður og Atli Geir.
Hún vill helst kynnast
nýrri borg í hverri ferð
Glæsileg hjón Ingibjörg og Lárus í sínu fínasta pússi á leiðinni á árshátíð.
Þóranna Guðrún Hallgrímsdóttir, Reynir Ólafsson og Hilda Laila Hákonardóttir
gengu í hús í Lækjarhverfi og seldu dótið sitt. Þau gáfu ágóðann, 2.821 kr., til
Rauða krossins.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
lÍs en ku
ALPARNIR
s
FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727
alparnir.is
Ný sending af gönguskíðum
- Með riflum
- Með Skintec
- Með Klístri
- Með Stálköntum
25%
pakka-
afsláttur