Morgunblaðið - 19.01.2016, Side 28

Morgunblaðið - 19.01.2016, Side 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016 ÞORRAMATUR Skútan Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Í LOK JANÚAR BLÓTUMVIÐ ÞORRANN EINS OG SÖNNUM ÍSLENDINGUM SÆMIR. Súrmatinn útbúum við sjálfir frá grunni og byrjar undirbúningur þessa skemmtilega tí ma strax að hausti. Þorramatinn er hægt að fá senda í sali, heimahús og panta í veislusal okkar. Allt um þorramatinn, verð og veislur á heimasíðu okkar. ÞJÓÐLEG ÞORRAHLAÐBORÐ FRÁVEISLULIST www.veislulist.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhver hluti einkalífs þíns gæti verið á alla vitorði í dag. Ekki örvænta því samband ykkar kemst brátt í samt lag. 20. apríl - 20. maí  Naut Það getur skipt sköpum að beita rétt- um aðferðum til þess að ná árangri. Að lesa og hlusta á hvetjandi verk verður bráðnauð- synlegt þroska þínum í næstu viku. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Brátt verður þér algerlega ljóst hvort þú ert á réttri braut eður ei. Einnig máttu vænta að einhver sýni þér róm- antískan áhuga eða vænta skemmtilegrar uppákomu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þið þurfið að sýna sérstaka þol- inmæði gagnvart hinu og þessu sem tefur ykkur við að þoka meginmálum áleiðis. Sýndu öllum aðilum lipurð en ef hún dugar ekki þá er það harkan sex sem gildir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það eru oft einföldustu hlutir sem vefj- ast mest fyrir manni. Einhver missir stjórn á sér vegna vanlíðanar eða mikillar vinnu eða of mikilla áhyggna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er mikilvægt að þú fáir næga hreyfingu. Dagurinn er kjörinn til að taka ákvarðanir varðandi sameiginlegt eignarhald. 23. sept. - 22. okt.  Vog Mannlegu samskiptin sitja í fyrirrúmi en þú þarft að gæta meðalhófs og að það komi ekki niður á starfi þínu. Hafðu skipulagn- inguna í lagi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er jafnsjálfsagt að næra til- finningarnar og skrokkinn. Gott mannorð þitt mun gera þér auðveldara að tengja við fólk sem þig langar til að kynnast. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Jafnvel þótt þú hafir mikið að gera í félagslífinu þarftu á hvíld að halda. Vertu óhrædd/ur við að bretta upp ermarnar og ráðast í verkið. En mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er engin ástæða fyrir þig til þess að vera að væla yfir hlutunum. Kynntu þér alla málavöxtu áður en þú grípur til að- gerða. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Til þess að ná árangri getur reynst nauðsynlegt að fela öðrum hluta verkefnisins. Ekkert er eins fráhrindandi og talsmaður sem veit ekki hvað hann er að tala um. 19. feb. - 20. mars Fiskar Af hverju virðist sannleikurinn ekki heiðarlegur? Skoðaðu málið í víðu samhengi. En þér er sama um peningana sjálfa. Á dögunum rifjaði Kristján fráGilhaga þessi erindi upp á Leirnum – „sitt úr hverri áttinni þó“. Hið fyrra er eftir Bjarna frá Gröf: Að fæðast það er mikil guðagjöf, því gaman er í þessum heimi að lenda, en eftir stutta eða langa töf öllu drasli verður fólk að henda. Að rusla manni í raka moldargröf er rúsínan í lífsins pylsuenda. Síðan rifjar Kristján upp annað erindi um lífshlaupið, „ófeðrað en geymdist og gekk í manna minnum í Skagafirði“ segir hann: Fæðast, gráta, reifast, ruggast, rölta, bera, stauta, gá, tala, leita, hirtast, huggast, herðast, vaxa, þanka fá. Elska, biðja, giftast greitt, girnast annað, hafa eitt, eldast, mæðast, andast jarðast; ævi mannsins svo ákvarðast. Ég fletti upp í „tímarit.is“. Þar er erindið yfirleitt eignað Hallgrími Péturssyni, en líka séra Magnúsi Einarssyni á Tjörn. H.J.E. segir í Lesbók Morgunblaðsins 12. ágúst 1945 frá skáldmæltum dætrum séra Einars Grímssonar (1761-1841) á Knappstöðum og færir rök að því að ein þeirra, Herdís, hafi ort er- indið. Svo sagði sonur hennar, Bessi hreppstjóri í Kýrholti, faðir Haralds háskólarektors, og hefur það þannig: Fæðast, gráta, reifast, ruggast, ræktast, berast, stauta, gá, tala, leika, hirtast, huggast, herðast, vaxa, þanka fá, elska, biðla, giftast greitt, girnast annað, hata eitt, eldast, mæðast, andast, jarðast; ævi mannleg svo ákvarðast. Sr. Einar hafði verið góður for- maður á yngri árum. 82 ára fór hann í kaupstaðarferð og sat undir árum, en var orðinn blindur þegar þar var komið sögu en veður fór snöggversnandi. Hann svaraði er hann var spurður ráða: Eg við bundinn árastrit í engri mynd þó fari heyri ég vind og hrannaþyt en hvað skal blindur dæma um lit. Meðal afkomenda sr. Einars er Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Rúsínan í lífsins pylsuenda Í klípu HANN FÓR SÉR OF HRATT. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VILTU HYPJA ÞIG HÉÐAN MEÐ ÞETTA RÓMANTÍSKA RUSL!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að búa til sultu saman. ÉG BAKAÐI KÖKU FYRIR LÍSU ROOP ÉG HELD ÉG BAKI AÐRA KÖKU FYRIR LÍSU HAFÐU HANA ÚR SÚKKULAÐI NÚNA HVAR ER GULLIÐ OG SILFRIÐ ÚR ÁRÁSINNI ÞINNI? ÁÐUR EN ÞÚ LAGÐIR AF STAÐ SAGÐI ÉG ÞÉR AÐ SPARA FYRIR RIGNINGARDAG!ÉG EYDDI ÞVÍ ÖLLU… GLEYMDIRÐU AÐ ÉG GERÐI ÁRÁS Á ENGLAND? Þú virðist vera indæll. Myndir þú vilja bera það fyrir rétti? Víkverji hitti mann á förnum vegium helgina sem var með þá kenningu um forsetaframbjóðendur að á síðustu metrunum myndi Þóra Arnórsdóttir láta undan þrýstingi stuðningsmanna sinna og bjóða sig fram til forseta Íslands. Sem kunn- ugt er tapaði hún illa í síðustu kosn- ingum fyrir Ólafi Ragnari, og lýsti því þá yfir að hún myndi ekki bjóða sig fram að nýju. Síðan eru liðin bráðum fjögur ár og margt til sjávar runnið. x x x Kunningi Víkverja þóttist sjámerki þess í Útsvari sl. föstu- dagskvöld að Þóra væri þegar farin að gæla við framboðshugmyndina. Hún hefði þá verið klædd „forseta- bláu“ dressi með myndarlega perlu- festi um hálsinn.Við hlið hennar hefði Sigmar verið eins og götu- strákur, klæddur í gallabuxur og órakaður. Þóra hefur jú þann ávinn- ing umfram aðra sem horfa löng- unaraugum til Bessastaða að hún er nánast daglega á skjám landsmanna og oftar þessa dagana í EM-stofunni vegna handboltamótsins í Póllandi. x x x Víkverji ætlar ekki að leggja mat áþessa kenningu kunningja síns en það verður engu að síður fróðlegt að sjá hvort hún gengur eftir. Kunn- inginn var líka með aðra kenningu. Að ef Þóra eða enginn fram- bærilegur frambjóðandi kæmi fram í sviðsljósið myndi Ólafur Ragnar stíga fram og bjóðast til að vera fjög- ur ár til viðbótar, í ljósi „óvissu“ um framtíð embættisins. x x x Og kunningi Víkverja fór mikinnað þessu sinni. Hann sagði sögu af þjóðþekktum manni sem mikið hefur verið í umræðunni að undan- förnu, þó ekki í tengslum við Bessa- staði. Var sá úti að borða á veitinga- húsi þegar þjónustustúlka var að taka diska af borðinu og spurði manninn ósköp kurteislega: „Hvernig bragðaðist svo mat- urinn?“ Eftir smáþögn svaraði maðurinn heldur viðskotaillur og hvæsti á þjónustustúlkuna: „Hvern andskotann kemur þér það við?“ víkverji@mbl.is Víkverji Grasið visnar, blómin fölna en orð Guðs vors varir að eilífu. Jesaja 40:8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.