Morgunblaðið - 19.01.2016, Síða 31

Morgunblaðið - 19.01.2016, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 2016 Myndlistarmaðurinn Gudrun Brüc- kel heldur fyrsta Þriðjudagsfyrir- lestur ársins í Listasafninu á Akur- eyri, Ketilhúsi, í dag kl. 17 og ber hann yfirskriftina Moving houses, moving mountains. Brückel um fjalla um grunnreglur við gerð klippimynda, út frá eigin verkum, en hún vinnur mestmegnis með form náttúrunnar og arkitektúr, eins og segir í tilkynningu. Brückel er fædd árið 1954 í Leon- berg, Baden-Württemberg í Þýska- landi og nam listfræði í Staatliche Akademie der Bildenden Künste í Stuttgart og listmálun í Hochschule der Künste í Berlín undir hand- leiðslu Max Kaminski og Bernd Ko- berling. Hún kenndi myndlist í Suð- ur-Þýskalandi á árunum 1980-1985 en hefur síðan starfað sem mynd- listarmaður og kennari. Gudrun hefur haldið fjölmargar einkasýn- ingar síðan 1978 og tekið þátt í samsýningum og er frekari upplýs- ingar um hana að finna á heimasíðu hennar, gudrunbrueckel.de. Grunnreglur við gerð klippimynda Fyrirlesari Gudrun Brückel. Samið hefur verið við allar ríkisjón- varpsstöðvar Norðurlanda, þ.e RÚV, DR, NRK, SVT og YLE um sýningar á sjónvarpsþáttaröðinni Fangar. Segir í tilkynningu frá framleiðendum að þetta sé mikil við- urkenning og mjög stór áfangi í fjár- mögnun á verkefninu. Þá hefur einn- ig verið samið við Canal+ í Póllandi og sölufyrirtækið Global Screen sem mun vera eitt stærsta sölufyrirtæki í heimi og segjast framleiðendur von- góðir um að selja þættina til sýninga í fleiri löndum. Framleiðendur þáttaraðarinar eru einnig í viðræð- um við mjög stóra erlenda aðila í sjónvarpsheiminum um kaup á þátt- unum en það skýrist á næstu vikum, segir í tilkynningu. Þáttaröðin hefur þegar hlotið framleiðslustyrk frá Kvikmynda- miðstöð Íslands og er á lokametr- unum í fjármögnun. Stefnt er að því að tökur hefjist í maí nk. og að Ís- lendingar fái fyrstir að sjá þættina á RÚV næsta vetur. „Þáttaröðin hefur verið í þróun í nokkur ár og upphaf hennar má rekja til rannsóknarvinnu þeirra Nínu Daggar Filippusdóttur og Unnar Aspar Stefánsdóttur sem heimsóttu fanga og fangaverði í Kvennafangelsið í Kópavogi. Fangar er fjölskyldusaga úr ís- lenskum samtíma. Líf Lindu hrynur þegar hún er færð í kvennafangelsi í Kópavogi eftir að hafa ráðist á föður sinn, þekktan mann úr viðskiptalíf- inu og veitt honum lífshættulega áverka. Í fangelsinu hittir Linda fyr- ir aðrar konur sem hafa farið út af sporinu í lífinu, misharnaða glæpa- menn sem allar hafa sögu að segja úr heimi grimmdar og ofbeldis,“ seg- ir í tilkynningu. Margrét Örnólfsdóttir og Ragnar Bragason skrifa handrit þáttanna og Ragnar mun leikstýra þeim. Mys- tery Productions og Vesturport sjá um framleiðslu þáttanna í umsjón þeirra Árna Filippussonar og Davíðs Óskars Ólafssonar og RÚV er með- framleiðandi. Ríkisstöðvar Norður- landa sýna Fanga Morgunblaðið/Þórður Leikstjórinn Ragnar Bragason er leikstjóri og annar tveggja hand- ritshöfunda þáttanna Fangar. Út er komið rýtt tölublað Ritsins, 3/2015, en það er tíma- rit Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þema Ritsins er að þessu sinni „Peningar: Gildi, merking“. Meðal efnis eru grein Viðars Þorsteinssonar „Fjármálavæðing og mótun tímans í Konum eftir Steinar Braga“; „Okurmálin í Austurstræti“ eftir Ásgeir Jónsson; Eyja Margrét Brynjarsdóttir skrifar um peninga, vinnu og verðmæti; Njörður Sigurjónsson um hávaða búsáhaldabyltingar- innar og Gunnar Þorri Pétursson um endalok nútíma- bókmenntafræði á Íslandi – og er þá ekki allt upp talið. Ritstjórar Ritsins eru Jón Ólafsson og Eyja Margrét. Um gildi og merkingu peninga Gunþórunn Guðmundsdóttir Mennta- og menningarmálaráð- herra hefur samþykkt tillögu leik- listarráðs um styrki til atvinnu- leikhópa fyrir árið 2016. 94 umsóknir frá 82 atvinnuleikhópum bárust og er 88,5 milljónum króna úthlutað til 18 verkefna. Hæstu styrkúthlutun hlýtur Gaflaraleikhúsið, 10 milljónir króna fyrir árið skv. samstarfssamningi sem gerður var við það til tveggja ára, 2015 og 2016 með 10 milljóna króna framlagi hvort ár. Styrkút- hlutunin er fyrir fjögur leikverk sem leikhúsið setur upp. Næst- hæstan styrk hlýtur LAB LOKI fyrir leikritið Inferno, níu milljónir króna. Fjögur verkefni hljóta 7,5 millj- ónir króna í styrk: Þórbergur sem Edda Productions setur upp og er styrkurinn veittur fyrir handrits- gerð; Íslendingasögurnar 30/90/30, leikrit GRAL, áhugafélags um leik- list; Fyrirlestur um eitthvað fallegt, heimildaleikverk SmartíLab og Extravaganza, leikrit Soðins sviðs. Margrét Sara Guðjónsdóttir hlýtur 6,8 milljónir króna fyrir dansverkið Hypersonic States og annað dansverkefni, Hringrás Dansfélagsins Lúx hlýtur 5,3 millj- ónir. Verkefni leikhópsins G&G, A Guide to the Perfect Human, hlýt- ur 4,5 milljónir og Kara Hergils Valdimarsdóttir 3,8 milljónir fyrir leikritið Hún pabbi. Frystiklefinn hlýtur þrjár millj- ónir króna fyrir verkefnið Ferðin að miðju jarðar, Barnamenningar- félagið Skýjaborg þrjár milljónir fyrir Cleiti Criacailte/furðufugla- fjarðir (vinnuheiti verkefnis), leik- hópurinn Kriðpleir 2,6 milljónir króna fyrir Ævisaga einhvers- sög- ur almennra Íslendinga og Lókal leiklistarhátíð 2,5 milljónir fyrir Á mölinni – Skólavörðuholtið. Menn- ingarfélagið Tær fær einnig 2,5 milljónir fyrir Shades of History og sömu upphæð Sómi þjóðar fyrir 1.000 ára þögn. 1,5 milljónir króna hlýtur Sirkus Íslands ehf. fyrir fjölskyldusýning- una Leikvöllurinn og leikfélagið Annað svið eina milljón króna fyrir Enginn hittir neinn. Hálfa milljón króna hlýtur svo Innra eyrað fyrir verkefnið Ísland í augum hinna. Ljósmynd/Mummi Lú Hvítt Úr nýjustu uppfærslu Gaflaraleikhússins, Hvítt, skosku barnaleikriti sem sýnt er um helgar í Hafnarborg. Gaflaraleikhúsið fékk tveggja ára samning í fyrra, hlaut þá 10 milljónir króna í styrk og hlýtur aftur á þessu ári. 88,5 milljónum króna úthlutað til 18 verkefna  94 umsóknir bárust um styrki til atvinnuleikhópa í ár Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. Njála (Stóra sviðið) Mið 20/1 kl. 20:00 10.k Sun 31/1 kl. 20:00 Sun 14/2 kl. 20:00 Fim 21/1 kl. 20:00 aukas. Mið 3/2 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00 Sun 24/1 kl. 20:00 11.k Sun 7/2 kl. 20:00 Fim 28/1 kl. 20:00 Fim 11/2 kl. 20:00 Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið) Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Sun 7/2 kl. 20:00 aukas. Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Sun 31/1 kl. 20:00 9.k Mið 10/2 kl. 20:00 Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k Fim 11/2 kl. 20:00 13.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Fös 5/2 kl. 20:00 11.k Lau 27/2 kl. 20:00 Margverðlaunað meistarastykki Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 22/1 kl. 19:00 Fös 29/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Allra síðustu sýningar Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 24/1 kl. 13:00 100.sýn Sun 31/1 kl. 13:00 Síðustu sýningar Flóð (Litla sviðið) Fim 21/1 kl. 20:00 Frums. Mið 27/1 kl. 20:00 3.k. Sun 31/1 kl. 20:00 5.k Sun 24/1 kl. 20:00 2 k. Fim 28/1 kl. 20:00 4.k. Mið 3/2 kl. 20:00 6.k Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri Sókrates (Litla sviðið) Fös 22/1 kl. 20:00 Fös 29/1 kl. 20:00 Allra síðustu sýningar! Vegbúar (Litla sviðið) Lau 13/2 kl. 20:00 Fim 25/2 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 23/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 20:00 Lau 6/2 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn Lau 5/3 kl. 19:30 55.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Lau 13/2 kl. 15:00 Aukasýn Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn Lau 30/1 kl. 15:00 Aukasýn Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn Fös 26/2 kl. 19:30 50.sýn Lau 6/2 kl. 19:30 Aukasýn Lau 5/3 kl. 15:00 54. sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Sun 31/1 kl. 19:30 8.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 10.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 12.sýn Sun 7/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 13.sýn Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar Um það bil (Kassinn) Fim 21/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 4/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 15.sýn Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn Sun 7/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 16.sýn Lau 23/1 kl. 19:30 9.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 13.sýn Fim 28/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 19/2 kl. 19:30 14.sýn Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Fim 21/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 6/2 kl. 22:30 17.sýn Fim 28/1 kl. 19:30 16.sýn Fim 11/2 kl. 19:30 18.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Fös 22/1 kl. 15:00 Aðalæfing Sun 31/1 kl. 13:00 2.sýn Lau 20/2 kl. 13:00 4.sýn Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Sun 14/2 kl. 13:00 3.sýn Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Sun 24/1 kl. 14:00 aukasýn Sun 24/1 kl. 16:00 aukasýn Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari) Fim 21/1 kl. 20:00 9.sýn Fim 28/1 kl. 20:00 14.sýn Fim 4/2 kl. 20:00 19.sýn Fös 22/1 kl. 20:00 10.sýn Fös 29/1 kl. 20:00 15.sýn Fös 5/2 kl. 20:00 20.sýn Fös 22/1 kl. 22:30 11.sýn Fös 29/1 kl. 22:30 16.sýn Fös 5/2 kl. 22:30 21.sýn Lau 23/1 kl. 20:00 12.sýn Lau 30/1 kl. 20:00 17.sýn Lau 23/1 kl. 22:30 13.sýn Lau 30/1 kl. 22:30 18.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 3/2 kl. 19:30 1.sýn Mið 17/2 kl. 19:30 3.sýn Mið 2/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 10/2 kl. 19:30 2.sýn Mið 24/2 kl. 19:30 4.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 6.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.