Morgunblaðið - 29.02.2016, Page 23

Morgunblaðið - 29.02.2016, Page 23
hann fluttist til Vestmannaeyja. „Við hjónin hófum okkar búskap þar 1980 og vorum bæði að spila og þjálfa handbolta með ÍBV. Þá var ég búinn að vera hjá Val fram að því.“ Karl á um 100 leiki að baki hjá Val og annað eins með ÍBV. Hann varð Íslands- meistari með Val 1977-1979 og var hornamaður og lék einnig á línunni. „Ég var í hópnum sem kom á eftir Mulningsvélinni hjá Val. Í Eyjum vann ég stóran hluta í fjöl- skyldufyrirtæki Karls Kristmanns en flyt þaðan 1986. Þá er ég áfram í kjöt- harkinu þangað til við mágur minn fyrrverandi og faðir kaupum fyrir- tæki sem hét Gísli Jónsson árið 1988. Það var stofnað 1946 af Gísla Jóns- syni alþingismanni. Við seldum síðan frá okkur hluta fyrirtækisins árið 2006 og það varð að Mótormax, en við héldum eftir öllu sem tengdist bílum og nefndum fyrirtækið Málningar- vörur. Stærsti hluti viðskiptavina okkar er bíla-, málninga- og rétt- ingaverkstæði. Ég er framkvæmda- stjóri og eini eigandi þess núna og í dag vinna hjá fyrirtækinu átta til níu manns.“ Áhuga- og félagsmál Karl hefur sinnt ýmsum stjórnar- störfum fyrir íþróttahreyfinguna, m.a. í stjórn Vals og HSÍ, og situr núna í stjórn Valsmanna ehf. sem á byggingarréttinn á Hlíðarenda. „Það hefur verið líf og fjör þar eins og þeir þekkja sem hafa fylgst með flug- vallarmálinu.“ Karl fylgist með íþróttum og spilar golf og fer einnig í stangveiði. „Ég hef á hverju ári farið í urriðaveiði í Mý- vatnssveitinni síðastliðin 20 ár og fyr- ir næsta sumar eru þegar orðnir klár- ir tveir aðrir veiðitúrar, Laxá í Aðaldal og Selá í Vopnafirði.“ Karl verður að heiman á afmælinu. „Við verðum á Tenerife í smá tilbreytingu og góðu veðri.“ Fjölskylda Eiginkona Karls er Guðrún H. Aðalsteinsdóttir, 24.3. 1958, kennari. Foreldrar hennar: Aðalsteinn Finn- bogason stýrmaður, f. 3.7. 1930, d. 12.1. 2015, og k.h. Hulda G. Sigurðar- dóttir, f. 24.10. 1933, aðstoðarskóla- stjóri, bús. í Hafnarfirði. Börn Karls og Guðrúnar: 1) Krist- ján Þór Karlsson, f. 2.5. 1984, sölu- maður í Kópavogi. 2) Ingibjörg Karlsdóttir, f. 17.12. 1986, íþrótta- fræðingur í Hafnarfirði. Maki henn- ar: Lýður Vignisson, f. 21.5. 1980, íþróttafræðingur. Börn þeirra: Guð- rún María Lýðsdóttir, f. 7.4. 2009, Heiðrún Rós Lýðsdóttir, f. 7.4. 2009, og Heiðdís Lýðsdóttir, f. f. 9.10. 2013. 3) Kristmann Ingi Karlsson, f. 20.7. 1992, viðskiptafræðingur í Hafnar- firði. Unnusta hans: Þórunn Gísla- dóttir Roth, f. 7.8. 1991, nemi í sjúkra- þjálfun. Systkini Karls: Þóra Kristín Jóns- dóttir, f. 16.7. 1957, launafulltrúi, bús. í Reykjavík, og Kristján Jónsson, f. 20.6. 1960, listmálari og ferðaskipu- leggjandi, bús. í Kópavogi. Foreldrar Karls: Jón Kristjánsson, f. 26.2. 1929, d. 18.6. 1999, bóksali í Reykjavík, og k.h. Ingibjörg S. Karls- dóttir, f. 7.11. 1934, bóksali í Reykja- vík. Úr frændgarði Karls Jónssonar Karl Jónsson Sigríður Sólborg Sigurðardóttir húsfr. í Hergilsey Snæbjörn Sigurvin K. Bjarnason hreppstj. í Hergilsey Fjóla Breiðfjörð Snæbjörnsdóttir húsfr. í Keflavík Karl Kristmannsson heildsali í Eyjum Ingibjörg S. Karlsdóttir húsfr. í Rvík Jónína Jónsdóttir húsfr. í Eyjum Guðni Kristófersson húsasmiður í Eyjum Valtýr Snæbjörnsson húsasmíðameistari og byggingafulltr. í Eyjum Kristmann Karlsson heildsali í Eyjum Vignir Guðnasson fyrrv. forstöðum. íþrótta- miðstöðvarinnar í Eyjum Aðalsteinn Jónsson (Alli ríki) útgerðar- maður á Eskifirði Gísli Valtýsson fyrrv. ritstj. Eyjafrétta Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmanneyjum Þórdís Björg Hallgrímsdóttir húsfr. í Litla-Árskógi Guðlaugur Valdimar Guðmundsson skipstj. og bátasmiður í Litla-Árskógi á Árskógsströnd Þóra Valdimarsdóttir húsfr. í Eyjum Kristján Kristófersson húsgagnabólstrari á Kirkjubóli í Eyjum Jón Kristjánsson prentsmiðjustj. og síðar bóksali í Rvík Auðbjörg Ingvarsdóttir húsfr. í Stóradal Kristófer Þorleifsson b. í Stóradal undir Eyjafjöllum Kristmann Agnar Þorkelsson skrifstofum. hjá Ísfélaginu í Eyjum Guðrún Þorkelsdóttir húsfr. í Eskifjarðarseli og á Eskifirði Ipswich-maður Karl fyrir utan Portman Road í Austur-Anglíu. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. FEBRÚAR 2016 Doktor 80 ára Hilmar Gíslason Kristín Erla Jónsdóttir Skjöldur Magnússon Þorleifur Finnsson 60 ára Einar Ólafsson Elín Björg Sigurbjörnsdóttir Guðlaug Kristmundsdóttir Guðrún Þorsteinsdóttir Hildur Stefánsdóttir Jónas Ingi Ketilsson Jón Sævar Þórðarson Karl Jónsson Sigurður Jónsson Skúli Einarsson Svava Svavarsdóttir Þóra Kjartansdóttir 40 ára Birta Flókadóttir Dominik Roman Kocon Halldór Örn Sigurjónsson Inda Björk Alexandersdóttir Ingi Rafnar Júlíusson Jenný Rósa Baldursdóttir Katrín Björk Guðjónsdóttir Valdís Brá Þorsteinsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Birta býr í Hafnar- firði og hefur lokið BS- prófi í tölvunarfræði- /viðskiptafræði og MBA- gráðu. Hún er ráðgjafi og eigandi hjá Furðuverki. Maki: Guðjón Pálmarsson leikari, f. 1974. Sonur: Dagur Spói, f. 2008. Foreldrar: Ásdís Sigur- þórsdóttir myndlistar- kona, f. 1954, og Flóki Kristinsson prestur, f. 1951. Birta Flókadóttir 40 ára Jenný er Reykvík- ingur og er sérfræðingur hjá Arion banka. Maki: Valdimar Haukur Hilmarsson, f. 1976, fram- kvæmdastjóri hjá Tækni. Börn: Aron Páll, f. 2001, Elvar Máni, f. 2005, og Viktor Atli, f. 2012. Foreldrar: Baldur Elías Hannesson, f. 1952, raf- virki, og Særós Guðna- dóttir, f. 1956, viður- kenndur bókari, bús. í Reykjavík. Jenný Rósa Baldursdóttir 40 ára Valdís er Akureyr- ingur og viðmóts- hönnuður, og er nýbúin að ljúka verkefni um frumkvöðlasetur á Akureyri. Maki: Ingvar Páll Ingvars- son, f. 1972, verkefna- stjóri hjá Skagafirði. Foreldrar: Þorsteinn Þor- steinsson, f. 1946, skipa- smíðameistari, og Þór- hildur Steinunn Valdemarsdóttir, f. 1947, fv. bókari, bús. á Akureyri. Valdís Brá Þorsteinsdóttir Nzar Rauf Abdullah hefur varið dokt- orsritgerð sína í eðlisfræði við Raun- vísindadeild Háskóla Íslands. Rit- gerðin ber heitið: Holljóseindastýrð rafeindaleiðni um kerfi skammta- punkta og bylgjuleiðara (Cavity- photon controlled electron transport through quantum dots and wave- guide systems). Andmælendur voru dr. Michael Thorwart, prófessor við Háskólann í Hamborg, Þýskalandi, og dr. Einar Örn Sveinbjörnsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var dr. Viðar Guð- mundsson, prófessor við Raunvís- indadeild Háskóla Íslands. Auk hans sátu í doktorsnefnd dr. Andrei Manolescu, prófessor við Há- skólann í Reykjavík, og dr. Chi-Shung Tang, prófessor við National United University í Miaoli á Taívan. Dr. Hörður Filippusson, prófessor emeritus og staðgengill forseta Raunvís- indadeildar, stjórnaði at- höfninni. Í ritgerð Nzar Rauf Ab- dullah er lýst tímaháðum flutningi víxl- verkandi raf- einda um tví- vítt rafeindakerfi af takmarkaðri stærð. Um er að ræða staka skammtapunkta eða pör þeirra sem komið er fyrir í stuttum skammtavír. Einnig fjallar hann um kerfi skammtabylgjuleiðara. Raf- eindakerfið er veiktengt ytri leiðslum, en sterklega tengt einum ljóseindahætti í rafsegulholi. Rann- sóknirnar sýna að rafeindastraumur um kerfið er mjög háður upphaf- legum fjölda ljóseinda í holinu og skautun þeirra. Nzar Rauf Abdullah Nzar Rauf Abdullah er fæddur 1983. Hann útskrifaðist með BS-gráðu í eðlis- fræði frá Háskólanum í Sulaimani í Kúrdistan í Írak 2006, og lauk MS-gráðu í sömu grein frá Háskóla Íslands 2011. Hann vinnur hjá Raunvísindastofnun Há- skóla Íslands og kennir einnig við Háskólann í Sulaimani í Kúrdistan í Írak. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Þjónustuauglýsingar Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is Viltu vinna Farðu á fleygiferð niður brekkurnar á Gifflar bretti Fylltu út þátttökuseðil í næstu verslun Pågen Gifflar sleðabretti?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.