Morgunblaðið - 14.03.2016, Page 9

Morgunblaðið - 14.03.2016, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016 AFP Sýrland Fjöldi fólks hefur þurft að flýja heimili sitt vegna stríðsins. Yfir 200 þúsund börn búa á svæðum sem haldið er í herkví stríðandi fylkinga í Sýrlandi og 2,4 milljónir barna hafa lagt á flótta til ná- grannalanda Sýrlands. Þetta kem- ur fram í skýrslu UNICEF sem gef- in er út af því tilefni að á morgun eru fimm ár liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst. Í skýrslunni kemur fram að tvær milljónir barna hafa engan aðgang að neyðaraðstoð og þriðjungur sýr- lenskra barna hefur fæðst eftir að stríðið braust út, svo um 3,7 millj- ónir barna þekkja ekkert nema stríð. Milljónum barna hjálpað Þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður í Sýrlandi hafa UNICEF og sam- starfsaðilar náð miklum árangri og veitt milljónum barna neyðarhjálp. Í fréttatilkynningu frá UNICEF á Íslandi segir að á síðasta ári hafi nærri þrjár milljónir barna yngri en fimm ára aldri verið bólusett gegn mænuveiki í Sýrlandi til að koma í veg fyrir faraldur. Um 800 þúsund börn fengu hlý föt og teppi, rúmlega 700 þúsund börn voru skimuð fyrir bráðri vannæringu og hálfri milljón barna var veitt sál- ræn aðstoð. „Í nágrannaríkjunum fengu milljónir barna á flótta sömu- leiðis neyðarhjálp,“ segir í tilkynn- ingunni. Á síðasta ári skráði UNICEF um 1.500 alvarleg brot gegn börnum í Sýrlandi en í yfir 60 prósentum til- fella var um að ræða brot þar sem börn létust eða særðust vegna sprengjuárása í þéttbýli. Yfir þriðj- ungur barnanna lét lífið í skóla eða á ferðum sínum til eða frá skóla. „Eftir fimm ár af stríðsátökum hafa milljónir barna neyðst til að fullorðnast allt of hratt. Á meðan átökin halda áfram eru börnin látin berjast í stríði fullorðinna, þau eru látin hætta í skóla, neydd til að vinna og stúlkur látnar ganga í hjónaband á barnsaldri,“ er haft eftir Peter Salama, sem fer fyrir starfi UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku í tilkynningunni frá UNICEF á Íslandi. ash@mbl.is Fimm ár liðin frá upphafi stríðs  UNICEF skráði 1.500 alvarleg brot gegn börnum í Sýrlandi á síðasta ári Fuglavernd skorar á grænlensk stjórnvöld að hlífa stuttnefjunni. „Það hefur vakið athygli umheims- ins að grænlenska landsstjórnin hefur heykst á að friða stuttnefj- una, þrátt fyrir að fjöldi aðvör- unarbjallna hafi hringt undanfarin ár um að hún stæði á barmi útrým- ingar,“ segir í fréttatilkynningu. Fuglavernd ásamt fuglaverndar- samtökum í Danmörku, Noregi, Bandaríkjunum og Alþjóðasam- tökunum BirdLife hafa skorað á grænlensku landsstjórnina að stöðva alla veiði á stuttnefju. Mikið veiðiálag er á fugla við vestur- strönd Grænlands. Stuttnefjum sem verpa hér við land hefur fækkað mikið á síðustu árum og er talsvert af þeim drepið á vetrarstöðvum vestur af Suður-Grænlandi. Þar eru bæði mikilvægar varpstöðvar grænlenskra stuttnefja og vetrar- stöðvar íslenskra. Grænlendingar hlífi stuttnefjunni Frá Grænlandi Fuglaverndarsamtök hafa áhyggjur af stuttnefjunni. Á 100. þingi Bandalags kvenna í Reykjavík, sem haldið var á laug- ardag, afhenti BKR í þriðja sinn viðurkenningar bandalagsins til að- ila sem starfa á áherslusviðum fé- lagsins. Kona ársins 2016 var valin Inga Dóra Sigfúsdóttir fyrir brautryðj- andi starf á sviði rannsókna á líðan barna og unglinga í nútímasam- félagi. Hún er prófessor við Háskól- ann í Reykjavík og stofnandi rann- sóknarsetursins Rannsóknir og greining. Hún hlaut nýverið 300 milljóna króna styrk frá Evrópu- sambandinu til að rannsaka líðan, hegðun og heilsu íslenskra barna. Samstarfsverkefni Reykjavík- urborgar og Lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu „Saman gegn of- beldi“ hlaut hvatningarviður- kenningu BKR 2016. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykja- vík, og Sigríður Björk Guðjóns- dóttir, lögreglustjóri á höfuðborg- arsvæðinu, veittu viðurkenningunni móttöku á fund- inum. Viðurkenningar Bandalags kvenna Viðurkenning Ingibjörg Rafnar Péturs- dóttir fráfarandi formaður BKR veitir Ingu Dóru Sigfúsdóttur viðurkenningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.