Morgunblaðið - 14.03.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.03.2016, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016 Bandaríska myndlistarkonan Mille Guldbeck heldur á morgun, þriðjudag kl. 17, fyrirlesturinn „My Fingers are My Eyes“ í Lista- safninu á Akur- eyri, Ketilhúsi. Guldbeck hef- ur undanfarið starfað í gesta- vinnustofu Gilfélagsins og segir frá því og verkum sem hún vinnur í mál- verk og textíl. Hún vinnur annars alla jafna bæði í Bandaríkjunum og Danmörku og er prófessor í málara- list við Bowling Green-ríkisháskól- ann í Ohio í Bandaríkjunum. Fingur sem augu Mille Guldbeck Fimmtán barnabækur, sem komu út á árinu 2015, voru um helgina til- nefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur 2016 sem afhent verða í Höfða síðasta vetrardag, þ.e. mið- vikudaginn 20. apríl nk. Tilnefnt var í þremur flokkum, fimm bækur í hverjum, og fór at- höfnin fram í Gerðubergi þar sem börn og unglingar röppuðu fyrir gesti og léku á hljóðfæri. Besta frumsamda barnabókin Í flokknum besta frumsamda barnabókin á íslensku voru tilnefnd- ar bækurnar Eitthvað illt á leiðinni er – Hryllingssögur barna af frí- stundaheimilum Kamps eftir 19 börn á aldrinum átta til tíu ára í rit- stjórn Markúsar Más Efraim; Kop- arborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirs- dóttur; Mamma klikk! eftir Gunnar Helgason; Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur og Ugla & Fóa og mað- urinn sem fór í hundana eftir Ólaf Hauk Símonarson. Afbragðs þýðing ársins Í flokknum afbragðs þýðing á er- lendri barnabók voru tilnefndar bækurnar Brúnar eftir Håkon Øvr- eås sem Gerður Kristný þýddi; Hvít sem mjöll eftir Salla Simukka sem Erla E. Völudóttir þýddi; Skugga- hliðin og Villta hliðin eftir Sally Green sem Salka Guðmundsdóttir þýddi; Sögur úr norrænni goðafræði eftir Alex Frith og Louie Stowell sem Bjarki Karlsson þýddi og Violet og Finch eftir Jennifer Niven sem Birgitta Elín Hassel og Marta Hlín Magnadóttir þýddu. Besta myndskreytta bókin Í flokknum best myndskreytta ís- lenska barnabókin voru tilnefndar Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? eftir Helga Björnsson með mynd- skreytingum eftir Þórarin Má Bald- ursson; Eitthvað illt á leiðinni er eft- ir ýmsa höfunda með myndum eftir Erlu Maríu Árnadóttur, Fanneyju Sizemore, Ingu Maríu Brynjars- dóttur, Lindu Ólafsdóttur, Sigmund Breiðfjörð, Sigrúnu Eldjárn og Þór- eyju Mjallhvíti, en myndritstjóri var Inga María Brynjarsdóttir; Skín- andi eftir Birtu Þrastardóttur sem jafnframt myndskreytti; Ugla & Fóa og maðurinn sem fór í hundana eftir Ólaf Hauk með myndskreytingum eftir Lindu Ólafsdóttur og Viltu vera vinur minn? eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur sem einnig mynd- skreytti. Barnabókaverðlaun Reykjavíkur verða í vor veitt í fyrsta sinn eftir sameiningu Barnabókaverðlauna skóla- og frístundaráðs og Dimma- limmar, íslensku myndskreytiverð- launanna. Dómnefnd sem tilnefnir og sker úr um verðlaunahafa er skipuð Brynhildi Björnsdóttur, Dav- íð Stefánssyni, Gunnari Birni Mel- sted, Kristínu Arngrímsdóttur og Jónu Björgu Sætran. Þess má að lokum geta að sýn- ingin Þetta vilja börnin sjá stendur nú sem hæst í Gerðubergi, en þar getur að líta úrval myndskreytinga úr íslenskum barnabókum sem komu út á liðnu ári þar sem m.a. má skoða myndir úr tilnefndum bókum. silja@mbl.is Morgunblaðið/Golli Tilnefningar Fimmtán barnabækur sem komu út á árinu 2015 voru um helgina tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur sem veitt verða 20. apríl nk. 15 bækur í þremur flokkum Rapp Þeir Grettir Valsson og Ágúst Beinteinn báðir úr Hagaskóla röppuðu. Tónlist Þær Samar-E-Zahida Uz-Zaman sem lék á fiðlu og Þóra Fríða Sæ- mundsdóttir spilaði á píanó fluttu tónlistaratriði frá Tónskóla Sigursveins. Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur 2016 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt REYKJAVÍK 5:50 BROTHERS GRIMSBY 8, 10 TRIPLE 9 8 ZOOTROPOLIS 2D 5:40 ÍSL.TAL FYRIR FRAMAN ANNAÐ FÓLK 5:50, 8, 10 DEADPOOL 10:25 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar -T.V., Bíóvefurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.