Morgunblaðið - 14.03.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.03.2016, Blaðsíða 23
Byggðastofnunar 2003-2011, vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi 2007-2013, rit- stjóri Vesturlands, málgagns sjálf- stæðismanna á Vestfjörðum, 2008- 2013, varaformaður Fjórðungs- sambands Vestfirðinga 2008-2010, kjörræðismaður Noregs á Ísafirði frá 2010, situr í stjórn Körfuknatt- leiksfélags Ísafjarðar, frá 2011, í stjórn Foreldrafélags Grunnskólans á Ísafirði 2011-2015, er formaður barna- og unglingaráðs Körfuknatt- leiksfélags Ísfjarðar frá 2013, er for- maður Samgönguráðs, skipuð af innanríkisráðherra frá 2013, og er kjörræðismaður Svíþjóðar á Ísafirði frá 2015. Birna segir að áhugamálin hafi óneitanlega tengst félagsmálum um langt árabil: „Ég byrjaði í félags- málastússi í menntaskóla með þátt- töku í nemendafélagsstörfum, var síðan lengi í sveitarstjórnarmálum og daðraði við landsmálin um tíma. Að undanförnu hafa félagsstörfin þó einkum tengst körfuboltaíþróttinni. Ég hef fylgt öllum börnunum eftir í þeirri íþróttagrein og hef verið í for- ystu í barna- og unglingastarfinu þar, ásamt góðu fólki. Sumarbústaður stórfjölskyldu eig- inmannsins er í Grunnavík í Jökul- fjörðum og þar á fjölskyldan sínar bestu stundir á sumrin í ótrúlegri náttúru. Á þessum slóðum kemst maður virkilega í samband við hina óspjölluðu náttúru. Þarna erum við rafmagnslaus og því blessunarlega fjarri sjónvarpi, símum og netteng- ingum. Betra frí er ekki hægt að hugsa sér. Þess utan hef ég lengi stundað svigskíði þótt tíminn til þess sé aldrei nægur en aðstaða til skíðaiðkunar á Ísafirði er til mikillar fyrirmyndar. Auk þess stundar fjölskyldan vél- sleðamennsku sem er ótrúlega skemmtilegur ferðamáti á hálendinu í góðu veðri.“ Fjölskylda Eiginmaður Birnu er Hallgrímur Kjartansson, f. 6.3. 1959, heimilis- læknir. Foreldrar hans voru Kjartan Sigmundsson, f. 22.12. 1927, d. 11.6. 2009, frá Hælavík, sjómaður á Ísa- firði, og María Hallgrímsdóttir, f. 2.7. 1938, d. 26.3. 2010, frá Dynjanda, verkakona á Ísafirði. Börn Birnu og Hallgríms eru Hekla, f. 22.1. 1999; Hilmir, f. 2.2. 2002; Hugi, f. 2.2. 2002, og Heiður, f. 8.8. 2006. Bróðir Birnu er Þórir Lárusson, f. 7.11. 1956, iðnverkfræðingur í Kópa- vogi. Foreldrar Birnu voru Lárus Gunnarsson, f. 24.12. 1937, d. 4.4. 2004, flugvirki, og Dóra Ketilsdóttir, f. 12.5. 1937, d. 8.6. 2012, skrifstofu- maður. Úr frændgarði Birnu Lárusdóttur Birna Lárusdóttir Halldóra Halldórsdóttir verkak. á Ísafirði Jón Einarsson sjóm. á Ísafirði María Jónsdóttir húsfr. á Ísafirði Ketill Guðmundsson kaupfélagsstj. á Ísafirði Dóra Ketilsdóttir skrifstofum. á Ísafirði og í Rvík Guðmundur Guðmundsson pr. og athafnam. á Ísafirði Rebekka Jónsdóttir dóttir Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum, húsfr. á Ísafirði, af Gautlands- og Reykjahlíðarætt Árni Skúli Gunnarsson heimilislæknir í Rvík Ólafur Kalstad forstj. Sundhallar Rvíkur Sigríður Þorvarðardóttir húsfr. í Rvík Haraldur Guðmundsson alþm., ráðherra og form.Alþýðuflokksins Sigurður Guðmundsson bakarameistari á Ísafirði Kristján Jónsson háyfirdómari, alþm. og ráðherra Steingrímur Jónsson alþm. og bæjarfógeti á Akureyri Pétur Jónsson, alþm. og ráðherra Jón Gauti Jónsson framkvæmdastj. KNÞ Sigrún Jónsdóttir húsfr. í Álftagerði við Mývatn Þorlákur Jónsson sýslufulltr. á Akureyri Steingrímur Steinþórsson forsætisráðherra Jón Óli Þorláksson b. í Borgarholti í Biskupstungum Hjálmar Jónsson dómkirkjupr. og fyrrv. alþm. Sólveig Einarsdóttir rithöfundur Haukur Haraldsson deildarstj. hjá Trygginga- stofnun ríkisins Jón Sigurðsson fyrrv. alþm.og ráðherra og aðalbankastj.Norræna fjárfestingarbankans Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari Anna Kristín Jónsdóttir útvarpskona Páll Eggert Ólason prófessor Kristín Óladóttir húsfr. í Brekkuhúsi í Vestmannaeyjum Ragnhildur Sigurjónsdóttir húsfr. í Rvík Óli Kr. Sigurðsson forstj. og eigandi OLÍS Birna Björnsdóttir húsfr. á Akureyri Lárus Jakobsson Thorarensen kaupm. ogmeðhjálpari á Akureyri Birna Lárusdóttir Thorarensen verkakona áAkureyri Gunnar K. Þorvarðsson rafeindavirkjam. í Rvík Lárus G. Gunnarsson flugvirki í Rvík Gróa Bjarnadóttir húsfr. í Rvík Óli Þorvarðarson steinsmiður í Rvík Þorvarður Þorvarðarson prentsmiðjustj. Gutenbergs, bæjarfulltr. í Rvík, form. HÍP, stofnandi Æskunnar og einn stofnenda LR ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016 Jón Eiríksson fæddist 14. mars1916 í Reykjavík. Foreldrarhans voru Eiríkur Valdimar Albertsson, dr. theol., skólastjóri Hvítárbakkaskóla og prestur á Hesti í Andakíl, Borg., síðar í Reykjavík, f. 1887, d. 1972, en for- eldrar Eiríks voru Albert Ágúst Jónsson, bóndi í Flugumýrarhreppi, Skag., og k.h. Stefanía Pétursdóttir húsfreyja, og frú Sigríður Björns- dóttir, húsfreyja og kennari, f. 1891, d. 1975, en foreldrar hennar voru Björn Jónsson, prófastur á Miklabæ í Blönduhlíð, Skag., og k.h. Guðfinna Jensdóttir húsfreyja. Jón varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1937 og cand. juris. frá Háskóla Íslands 1943. Jón var settur skattstjóri í Vestmanna- eyjum frá 1945 til 1962 og skipaður skattstjóri í Vesturlandsumdæmi frá 1962. Hann gegndi því starfi til 1. júlí 1986 með aðsetur á Akranesi. Jón var einn af stofnendum Tón- listarfélags Vestmannaeyja og for- maður stjórnar Skattstjórafélags Ís- lands frá stofnun þess 1960 til 1968. Hann ritaði m.a. tvo þætti í bókina Ár og dagur í víngarði drottins og hafði einnig umsjón með útgáfu þeirrar bókar ásamt systkinum sínum. Jón var tvíkvæntur. Fyrri eigin- kona hans var Anna Guðrún Jóns- dóttir, húsfreyja, f. 29.7. 1909, d. 11.1. 1952. Foreldrar hennar voru Jón Jakobsson, íshúsvörður í Reykjavík, og k.h. Þorbjörg Nikul- ásdóttir. Jón og Anna Guðrún áttu eina dóttur, Þorbjörgu, hjúkrunar- fræðing og kennara, f. 1942. Seinni eiginkona Jóns var Berg- þóra Guðjónsdóttir, f. 21.4. 1919, d. 30.6. 2004, húsfreyja. Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson, járn- smíðameistari í Reykjavík, og k.h. Halldóra Hildibrandsdóttir hús- freyja. Börn Jóns og Bergþóru eru Sigríður viðskiptafræðingur, f. 1954, Halldóra bókasafnsfræðingur, f. 1955, Guðjón rafmagnsverkfræð- ingur, f. 1957, og Eiríkur viðskipta- fræðingur, f. 1959. Jón Eiríksson lést á Akranesi 21.10. 1997. Merkir Íslendingar Jón Eiríksson 90 ára Bergsteinn Ólason Helga Jóna Jensdóttir Margrét Tómasdóttir 85 ára Guðmundur Theódórsson Lilja Jónsdóttir Ólöf Runólfsdóttir 80 ára Elsa Pétursdóttir Hrafnhildur Gunnarsdóttir Inga Cleaver 75 ára Áslaug Freysteinsdóttir Heiðar Árnason Jónína G. Kjartansdóttir Sigurlaug Bjarnadóttir 70 ára Anna Jóhannsdóttir Guðmundur Þorgeirsson Guðrún Árný Þórbjarn- ardóttir Inga Jóna Sigfúsdóttir Jón Sigurjónsson Pétur Þór Jónsson 60 ára Bergþóra Skarphéðinsd. Birgir Pétursson Björk Högnadóttir Davíð Þór Lúðvíksson Friðjón Ingi Jóhannsson Gunnar Jósef Jóhannesson Gunnar Þór Ármannsson Hjördís H. Bjarnadóttir Ingibjörg Axelsdóttir Jóhannes Rúnar Sveinsson Jón Sigurðsson Józef Pogorzelski Óskar Bjartmarz Rebekka Alvarsdóttir Svanhvít Aðalsteinsdóttir Þorkell Ericsson Þorkell Gunnar Þorkelsson 50 ára Birna Lárusdóttir Duangphon Plapsri Eyþór Eiðsson Thoroddsen Haraldur Halldórsson Jónas Steindór Óskarsson Leszek Antoni Ott Sigurlaug Anna Adólfsd. Sveinn Heiðar Bragason Valdimar Guðmundsson 40 ára Atli Ragnar Ólafsson Árni Jónsson Benedikt Hermannsson Einar Ingi Einarsson Hafdís Dögg Guðmundsd. Helga Berglind Jónsdóttir Helga María Albertsdóttir Sindri Sigurgeirsson Snjólaug María Guðjónsd. 30 ára Andrea Sif Don Angjelin Sterkaj Anna Kristín Cartesegna Birna Þórsdóttir Daði Hjálmarsson Dagur Hilmarsson Daniel James Roche Daphne Iris van Vliet Freyja Ásgeirsdóttir Hjálmar Óli Helgason Kolbjörn Ivan Matthíasson Lillian Denise Fisher Mariia Vertikova Monika Sirvyte Sathian Sophab Stefan Claudiu Codospan Steinþór Júlíusson Sune Birk Loft Sveinn Gíslason Til hamingju með daginn 40 ára Helga er Reykvík- ingur en býr í Garðabæ og er flugfreyja hjá Wow air. Maki: Grétar Már Sveins- son, f. 1977, gjaldeyris- miðlari hjá Arion banka. Börn: Aron Dagur, f. 2009, og Margrét María, f. 2014. Foreldrar: Albert Ein- arsson, f. 1949, og f. María Sveinsdóttir, f. 1952. Fósturfaðir er Gils Friðriksson, f. 1953. Helga María Albertsdóttir 30 ára Anna Kristín er fædd og uppalin á Tórínó á Ítalíu en býr í Reykjavík. Hún er sálfræðingur og vinnur hjá Sálfræðingum Höfðabakka. Maki: Guðjón Idir Guðnýj- arson, f. 1979, fram- kvæmdastjóri IMMI. Foreldrar: Alberto Carte- segna, f. 1950, sjálfstætt starfandi, bús. í Tórínó, og Brynja Tomer, f. 1963, vinnur hjá VÍS, bús. á Seltjarnarnesi. Anna Kristín Cartesegna 30 ára Dagur er Selfyss- ingur en býr í Reykjavík. Hann er framleiðslustjóri hjá Marel og er raf- iðnfræðingur að mennt. Systkini: Dröfn Hilmars- dóttir, f. 1989, og Ástrós Hilmarsdóttir, f. 1997. Foreldrar: Hilmar Björg- vinsson, f. 1963, aðstoð- arskólastjóri í Lindaskóla í Kópavogi, og Sjöfn Mar- vinsdóttir, f. 1966, starfs- maður í Efnalaug Suður- lands. Dagur Hilmarsson Fákafeni 9 | 108 Reykjavík | Sími 553 7060 | Opið mánud.-föstud. 11-18 og laugard. 11-16 www.facebook.com/gaborserverslun Dömuskór í úrvali Gæði & glæsileiki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.