Morgunblaðið - 14.03.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrirVOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Kæli og frystiklefar
Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666
í öllum
stærðum
Gífurlegur fjöldi fólks safnaðist saman á götum úti til að mótmæla Dilmu
Rousseff, forseta landsins, en hneykslismál sem tengist ríkisolíufyrirtæki
Brasilíu og efnahagslægð er það sem brennur helst á mótmælendunum.
Mótmælt í Brasilíu
AFP
Flokkur Angelu
Merkel, kanslara
Þýskalands,
Kristilegir
demókratar,
CDU, tapaði
töluverðu fylgi
þegar kosið var
á þremur sam-
bandsþingum
Þýskalands í
gær ef marka
má útgönguspár en kosið var í Ba-
den Württemberg, Rheinland
Pfalz og Sachsen Anhalt.
Prófsteinn á stefnu Merkel
Hægriflokkurinn Alternative für
Deutschland, AfD, eykur verulega
við fylgi sitt en flokkurinn er
óánægður með evrusamstarfið og
hefur gagnrýnt hlutverk Þýska-
lands í björgunaraðgerðum evr-
unnar. Þá hefur AfD verið
andsnúinn stefnu Merkel í mál-
efnum innflytjenda og flótta-
manna.
Kosningarnar hafa verið sagðar
prófsteinn á stefnu Merkel, m.a. í
málefnum flóttamanna, en þær
eru fyrstu stóru kosningarnar í
landinu frá því að flóttamenn fóru
að streyma frá Sýrlandi og Írak
til Evrópu.
Tap fyrir
stefnu
Merkel
Kristilegir demó-
kratar tapa miklu
Angela Merkel
Alls eru 27 látn-
ir og 75 slasaðir
eftir að
sprengja sprakk
í Ankara, höf-
uðborg Tyrk-
lands, í gær.
Engin hryðju-
verkasamtök
hafa lýst ábyrgð
á ódæðinu. Ekki
er liðinn mán-
uður síðan 29 létust í síðustu
sprengjuárás í borginni en þá
lýstu herská samtök Kúrda yfir
ábyrgð.
Talsmaður lögreglunnar segir
að líklega hafi verið um sjálfs-
morðsárás að ræða en talið er
nokkuð öruggt að um bíla-
sprengju hafi verið að ræða.
Sprengingin varð nálægt Guven
Park, sem er nærri stórum sam-
gönguæðum í borginni.
Hryðjuverkaárás
í Tyrklandi
Hryðjuverk í
Tyrklandi í gær.
TYRKLAND
Slaka verður á
trúnaði um
heilsufar flug-
manna, að sögn
rannsóknar-
nefndar í
Frakklandi, sem
rannsakaði til-
drög og orsök
Germanwings-
slyssins í mars í
fyrra.
Andreas Lu-
bitz, aðstoðarmaður flugvélar-
innar, brotlenti vélinni viljandi í
frönsku Ölpunum með 150 manns
um borð og allir fórust.
Læknir hans hafði hvatt hann
til að leita sér aðstoðar geðlæknis
nokkrum vikum fyrir slysið en yf-
irmenn hans hjá flugfélaginu
voru aldrei látnir vita og vissu
því ekki um andleg veikindi flug-
mannsins.
Slakað verði á
trúnaði um heilsufar
Airbus flugvél.
FRAKKLAND
Vilhjálmur A. Kjaratansson
vilhjalmur@mbl.is
Kaupsýslumaðurinn Donald Trump
þurfti að lúta í lægra haldi fyrir
keppinautum sínum í forvali Repú-
blikanaflokksins sem fram fór um
helgina.
Þingmaðurinn ungi Marco Rubio
vann nokkuð öruggt í Washington
DC með 37,3 prósent atkvæða en
Trump fékk eingöngu 13,8 prósent
og hafnaði í þriðja sæti. Ted Cruz,
einn helsti keppinautur Trumps,
vann stórsigur í Wyoming og hlaut
66,3 prósent atkvæða og Trump
þurfti aftur að sætta sig við þriðja
sætið með eingöngu 7,2 prósent at-
kvæða.
Helstu fréttaskýrendur vestan-
hafs segja ósigur Trumps um
helgina ekki þurfa að vera vísbend-
ingu um vatnaskil í stuðningi repú-
blikana við frambjóðendur. Hvorki
Wyoming né Washington DC skila
mörgum kjörmönnum og frambjóð-
endur beini frekar kröftum sínum
að stærri ríkjum í kosningabaráttu
sinni. Línur gætu þó farið að skýr-
ast á morgun þegar kosið verður
um 358 kjörmenn í fimm ríkjum,
Flórída, Ohio, Missouri, Illinois og
Norður-Karólínu. Þá kemur betur í
ljós hvort Trump sé að missa flugið
eða hvort hann styrkir enn frekar
stöðu sína. Samkvæmt Realclear-
politics, sem heldur utan um með-
altal fjölda skoðanakanna, leiðir
Trump í öllum þessum ríkjum með
þó nokkrum mun nema í heimaríki
Johns Kasichs, Ohio, þar sem rík-
isstjórinn og Trump mælast báðir
með um 35 prósenta fylgi.
Clinton nálgast endamarkið
Þótt enn sé nokkuð í að Hillary
Clinton tryggi sér útnefningu
Demókrataflokksins fyrir komandi
forsetakosningar tók hún enn eitt
skrefið í átt að sigri um helgina en
kosið var á yfirráðasvæðum Banda-
ríkjanna á Norður-Maríanaeyjum í
Kyrrahafi og Gvam. Clinton vann á
Norður-Maríanaeyjum en þetta er í
fyrsta sinn sem forval fer fram þar
fyrir forsetakosningar.
Obama biður um stillingu
Á Gvam voru það repúblikanar
sem héldu sitt forval og sigraði
þingmaðurinn frá Texas, Ted Cruz.
Kosið verður um 691 kjörmann
hjá demókrötum á morgun; Clinton
hefur þegar fengið 1.231 en keppi-
nautur hennar Bernie Sanders hef-
ur eingöngu 576.
Til átaka kom milli stuðnings-
manna Trumps og mótmælenda fyr-
ir kosningafund Trumps sem hann
ætlaði að halda á föstudag í Chi-
cago. Þá var stuðningsmaður
Trumps ákærður fyrir að slá mót-
mælanda í andlitið á kosningafundi.
Í viðtali við NBC sagði Trump að
árásarmaðurinn hefði farið fram úr
sér.
Barack Obama, forseti Banda-
ríkjanna, lét hafa það eftir sér að
leiðtogar þyrftu að sameina fólk,
ekki sundra, og vísaði þar til Do-
nalds Trumps. Þá kallaði forsetinn
eftir stillingu meðal frambjóðenda
og stuðningsmanna þeirra.
Trump tapaði um helgina
AFP
Kosningar Tekst Donald Trump að komast langleiðina með að tryggja sér sigurinn í forvali Repúblikanaflokksins á
morgun þegar kosið verður í fimm stórum ríkjum, Flórída, Ohio, Missouri, Illinois og Norður-Karólínu?
Clinton enn á sig-
urbrautinni Von
fyrir Ted Cruz og
Marco Rubio