Morgunblaðið - 14.03.2016, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.03.2016, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016 BJÓÐUM NOKKRAR GERÐI R AF FERMINGARBORÐUM. Fjölbreyttir réttir smáréttabo rðanna okkar henta bæði í hádegis- og kvöldveislur. Steikarhlaðborðin eru alltaf vinsæl, sérstak- lega ef um kvöldveislu er að ræða. Bjóðum upp á tvær gerðir ka hlaðb orða, en einnig er í boði að panta einstaka h luta úr þeim. t.d Ka snittur, fermingartertur. Pinnahlaðborð eru þægileg og slá hvenær s em er í gegn. Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is æðisleg veislan verður Ferming ar- TapasSmáréttir Kaltborð P innamatur Góð fe rming ar- SÚPA BRAUÐOG SMÁRÉTT IR Hádegisveisla 12-14 Verð frá kr. 2.760 TAPASVEISLA 9 RÉTTIR Síðdegisveisla 16-19 Verð frá kr. 3.950 STEIKARBORÐ Kvöldveisla 17-20 Verð frá kr. 3.600 KALT HLAÐBORÐ FISKRÉTTIR Verð frá kr. 5.160 TERTU OGTAPASBORÐ Miðdegisveisla 13-15 Verð frá kr. 4.370 FERMINGARKAFFIHLAÐBO RÐ Miðdegisveisla 14-17 Verð frá kr. 2.450 PINNAMATUR Miðdegisveisla 14-17 Verð frá kr. 2.850 SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Þetta var ekki auðveld ákvörðun, síður en svo, en eftir 16 ár langar okkur að prófa eitthvað annað,“ segir Pálína Hjaltadóttir, bóndi á Bæ í Áneshreppi. Að óbreyttu leggst búskapur af á þremur bæj- um í þessum fámenna hreppi á Norður-Ströndum í haust; Bæ, Finnbogastöðum og Krossnesi. Ekki aðeins er missir að hverj- um þeim sem bregður búi heldur er það sérstakt áhyggjuefni að á Bæ og Finnbogastöðum eru bændurnir meðal þeirra yngstu í hreppnum. 50-60 manns eru með skráð lögheimili í Árneshreppi, en um 30 eru búsettir þar yfir vet- urinn. Tólf ættliðir undir Finnbogastaðafjalli Pálína og Gunnar Dalkvist í Bæ voru mest með um 700 fjár, en voru byrjuð að undirbúa flutninga í fyrra. Þau fækkuðu fé í haust og settu ekkert á þannig að nú eru þau með um 300 fjár. Þau hafa staðið fyrir búi á Bæ frá því árið 2000. Dætur þeirra, Magnea Fönn og Aníta Mjöll, eru átta og tæp- lega tíu ára og eru meðal fimm nemenda í skólanum á Finnboga- stöðum. Í Bæ býr líka móðir Pál- ínu, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, og reiknar Pálína með að hún flytji einnig frá Bæ næsta haust. Í samtali við mæðgurnar í Bæ í Morgunblaðinu fyrir sex árum kom fram að þá höfðu tólf ættliðir búið samfleytt undir Finnboga- staðafjalli í Trékyllisvík. „Eftir 50 ár verður fjallið örugglega á sín- um stað, en spurningin er hvernig byggðinni reiðir af,“ sagði í þeirri grein. Pálína var spurð hvernig hún sæi framtíð byggðar í Árnes- hreppi. „Það má mikið breytast ef það verður áfram heilsársbyggð í Árneshreppi eftir tíu ár. Fólk er að eldast og endurnýjun er lítil,“ segir Pálína, en þau Pálína og Gunnar urðu bæði fertug á síð- asta ári. Verður að hætta að þráast við Oddný Þórðardóttir og Úlfar Eyjólfsson, bændur á Krossnesi, ætla að hætta búskap í haust. Eins og aðrir viðmælendur í þess- ari samantekt fækkuðu þau fé í haust og eru nú með um 200 fjár. Oddný segist alveg geta hugsað sér að vera að einhverju marki á Krossnesi næsta vetur og gott mannlíf sé í Árneshreppi, en bú- skap verði hætt. Hún segir að ástæðurnar séu fyrst og fremst aldur og heilsa, en þau eru bæði á sjötugsaldri. „Svona ákvarðanir eru ekki auð- „Ekki auðveld ákvörðun“  Bændur á þremur bæjum í Árneshreppi hyggjast bregða búi í haust  Mikið áfall fyrir samfélagið í fámennri sveit þegar ungir bændur hætta  Að lokum verða svo fáir eftir að þeir neyðast til að fara Ljósmynd/Oddný Þórðardóttir Í Árneshreppi Séð frá Krossnesi yfir í Trékyllisvík þar sem eru meðal annars bæirnir Finnbogastaðir, Bær og Árnes, skóli og tvær kirkjur. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umhverfis- og auðlindaráðuneytið lýsir nú eftir umsögnum um drög að reglugerð um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum. Reglu- gerðin verður sett með stoð í lög- um frá í fyrra um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (40/ 2015). „Markmið reglugerðarinnar er að vernda umhverfið og heilsu fólks með því að koma í veg fyrir mengun af sinubrennu, öðrum gróðureldum og meðferð elds á víðavangi. Þá er það einnig mark- mið reglugerðarinnar að tryggja öryggi og vernd lífs og eigna,“ segir í frétt ráðuneytisins. Fljúgandi kertaluktir bannaðar Í reglugerðardrögunum eru m.a. ákvæði um brennur, brennslu úr- gangs og hvernig á að bera sig að við notkun grilla, ljósa, útiarna, kerta og hitagjafa svo dæmi séu tekin. Bannað verður t.d. að senda á loft logandi kertaluktir sem tals- vert hafa verið í fréttum þegar fólk hefur ruglast á þeim og neyð- arblysum eða fljúgandi furðuhlut- um. Grill og annan búnað sem talinn var upp hér fyrir framan skal stað- setja hæfilega langt „frá brenn- anlegum flötum, hlutum og varn- ingi, og stöðum þar sem geymd, notuð eða framleidd eru eldnær- andi, sprengifim eða eldfim efni. Taka skal tillit til veðuraðstæðna við notkun búnaðar. Þá skal gæta þess að taka þarf tillit til eldhættu bæði við og eftir notkun búnaðar.“ Einnig er kveðið á um að grill megi einungis nota þar sem ekki stafar eldhætta af notkuninni. „Huga skal að því að reykur berist ekki inn í hús eða valdi ónæði hjá nágrönnum.“ Sinubrennur og bálkestir Ítarlegur kafli er um sinubrenn- ur og bálkesti. Þar er m.a. gert ráð fyrir að sinubrenna verði óheimil nema á lögbýlum þar sem stundaður er landbúnaður. Hún verði einungis í rökstuddum til- gangi í jarðrækt eða búfjárrækt og með skriflegu leyfi sýslumanns. Ekki verður leyft að kveikja í bálkesti nema með skriflegu leyfi sýslumanns. Ekki þarf þó leyfi fyr- ir bálkesti ef brennt er minna en einum rúmmetra af efni. Ef ætla má að brennan logi í meira en tvær klukkustundir skal afla leyfis frá heilbrigðisnefnd. Söfnun á brennustæði áramótabrennu skal að jafnaði ekki byrja fyrr en 27. desember. Reglugerð um gróður- elda, grill og brennur „Vonandi verður mokað fyrir páska,“ segir Oddný í Krossnesi, en frá 5. janúar til 20. mars er mokstur ekki á áætlun norður í Árneshreppi. Þennan tíma leggja íbú- ar allt sitt traust á samgöngur með flugi, en Flugfélag- ið Ernir er með áætlun tvisvar í viku á Gjögur. „Þeir hafa staðið sig mjög vel í vetur og það er alveg draum- ur að vera komin í höfuðborgina rúmum hálftíma eftir flugtak,“ segir Oddný. Hún segir að mikill snjór hafi verið í vetur, en yf- irleitt ekki stórviðri þannig að snjórinn hafi mikið til verið til friðs. „Hér er búið að vera snjór í langan tíma og þessi stóru fjöll okkar að mestu alhvít. Það hefur oft verið kalt, en einstaklega fallegt veður. Á Munaðarneshlíðinni hefur fallið mikið af snjóflóð- um og jafnvel á stöðum, sem ekki er venjan. Hér snjó- aði talsvert á hjarn og síðan skreið það allt niður. Það er líklegt að staðan sé svipuð á Kjörvogshlíðinni og þá gæti orðið tafsamt að ryðja þykkum sköflum af veg- inum hingað norður.“ Spurð um læknisþjónustu segir Oddný að læknir komi í Árneshrepp einu sinni í mánuði sé óskað eftir því, annars falli heimsókn niður þann mánuðinn. Hún segir að læknir frá Hólmavík hafi nýlega komið á vél- sleða norður og hafi verið farið yfir Trékyllisheiði og í Norðurfjörð. Kristján Guðmundsson á Hólmavík hafi fylgt lækninum eins og oft áður. „Kristján hefur verið einstök hjálparhella fyrir okkur í Árneshreppi og enda- laust að aðstoða okkur,“ segir Oddný. Vonandi mokað fyrir páska MIKILL SNJÓR Í VETUR Í ÁRNESHREPPI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.